Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 24

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 24
Síða 134 í Mið-Görðum fékk 87 stig í útlitsmati. Faðir hennar er Hólmur 81018. Öskubuska 179 í Hrauntúni með 88 stig í útlitsmati. Dóttir Kol- brands 90833. Dúna 118 i Jörfa fékk 81 stig í útlitsmati. Faðir hennar er Suðri 84023. Grýtu 120 sem athygli vakti á sýningum fyrr á árum. Frá síðustu sýningu hefur eitt naut komið til mikilla nota úr þessu félagi sem er Hvanni 89022 frá Hvanneyri, sem var undan Tvisti 81026 og hinni landsþekku afurðakú Fjólu 286. Nf. Lundarreykjadalshrepps. Þar voru skoðaðar 40 kýr á fimm búum og var rúmlega helmingur þeirra á Skálpastöðum, en þar voru til skoð- unar fleiri kýr en á nokkru öðru búi á Vesturlandi. A því búi voru einnig athyglisverðustu kýmar, þær Rauðka 656 og Skjóða 597. Rauðka er ung og feikilega efiiileg, dóttir Andvara 87014, en Skjóða er dóttir Sopa 84004. Þessar kýr eru systur að móðurinni, en móðir þeirra Skessa 531 þótti með athyglisverðustu kúm í sveitinni fyrir fjórum árum. Skjóða er móðir Kjuða 95032 sem nýverið var í notkun frá Nautastöðinni sem ungnaut. Nf. Reykholtsdals. Félagssvæði þessa félags eru tvö efstu sveitar- félögin í Borgarfirði samkvæmt eldri skipan sveitarfélaga, Reykholts- dalshreppur og Hálsasveit. Samtals voru skoðaðar 67 kýr í félaginu og voru meðal þeirra margar verulega athygliverðar kýr. Tvær feikilega glæsilegar dætur Hólms 81018 komu í útlitsmatL Faðir ltennar er Óli 88002. þama til skoðunar, en þær voru Gullhumla 3 á Stóra-Kroppi og Iðja 57 í Ásgarði, sú lyrri með 89 og hin með 88 stig í útlistmati. Báðar era þessar kýr feikilega stórir og sterklegir gripir með mjög góða júgur- og spenagerð. Eins og áður var stór hópur athyglisverðra kúa í Geirshlíð og þar var sú kýr sem fékk hæstan heildardóm, Dumba 88, sem er dóttir Belgs 84036 og eins og margar dætra hans með of lágt próteinhlutfall í mjólk. Móðir hennar er Alvíð 74 sem einnig var sýnd nú, en hún var með athyglisverðustu kúm í félaginu fyrir fjórum árum og sonur hennar Krummi 95034 var nýverið í notkun sem ungnaut á Nautastöðinni. Einnig vom þær mæðgur Snegla 85 og Bringa 96 mjög eftirtektarverðar kýr, en Bringa er afar efnileg dóttir Hafurs 90026. Af öðrum kúm sem fengu háan heildardóm skulu nefndar Brá 15 í Brekkukoti, dóttir Þráðar 86013, Opía 17 í Deildartungu, sem er dóttir Suðra 84023, og Skrauta 40 í Skáney sem einnig er Suðradóttir. Eitt naut úr þessu félagi Tónn 88006 hefur verið mikið notað undanfarin ár eftir góðan afkvæmadóm. Skotta 117 á Stekkjarvöllum með 85 stig í útlitsmati. Faðir er Ái 83023. Mýrasýsla Þar var skoðun á 39 búum og komu til skoðunar samtals 152 kýr og af þeim voru 38 sem fengu nautsmæðradóm. Nf. Þverárþings. Þetta félagið nær um sveitir í ofanverðu héraðinu; Hvítársíðu, Þverárhlíð, Norðurárdal og Stafholtstungur. Þama komu til skoðunar samtals 84 kýr. Hæstan heildardóm kúnna í fé- laginu fékk Búbót 117 á Steinum. Þetta er ung kýr, dóttir Bleiks 89003, feikilega afurðasöm og falleg kýr. Hún er hálfsystir Steins 94027, sem notaður var sem ungnaut á Nauta- stöðinni fyrir skömmu, sammæðra, en móðir þeirra var Kolbrún 101. Lína 83 í Lundum er mikill afurðagripur og mjög snotur kýr en sonur hennar og Tóns 88006, sem hét Lundi 96019, var nýverið i notkun á Nautastöðinni, sem ung- naut. Aðrar kýr sem fengu háan heildardóm sem skulu nefndar em; Systa 155 í Hlöðutúni, ung dóttir Hvanna 89022, og Blökk 18 á Helgavatni, dóttir Sporðs 88022, falleg kýr en því miður ekki gallalusí mjöltun. Stúfur 90035 er eina nautið úr þessu félagi sem hefur verið í mikilli notkun á síðustu misserum eða frá þvi afkvæmarannsókn hans lauk. útlitsmati. Dóttir Stúfs 90035. 24- FREYR 14/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.