Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 25

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 25
Gullbrá 34 á Breiðalœk með 87 stig í útlitsmati. Faðir er Þistill 84013. Nf. Mýramanna. Félagssvæði þessa félags eru sveitir í vesturhluta Mýrasýslu. Þama komu til skoð- unar 68 kýr. Hæsta heildareinkunn af kúnum hafði Rós 90 á Hundastapa sem var með 84 stig í úlitsmati og 119 í kynbótamati. Þessi ágæta kýr er dótt- ir Suðra 84023. Búbót 78 sem vakti athygli fyrir fjórum árum kom einnig nú til skoðunar og stóð meðal efstu kúa en sonur hennar og Andvara 87014, Seiíur 95001, var nýverið í notkun sem ungnaut frá Nauta- stöðinni. Dóttir Búbótar, Blossa 110, er mikill glæsigripur í útliti og fékk hæstan útlitsdóm kúa í félaginu, 88 stig. Rós 184 á Mel, sem er dóttir Belgs 84036 er mjög falleg kýr og í hópi athyglisverðu kúa í félaginu. Við skoðun á Mel vakti Alma 98 verðskuldaða athygli en þessi kýr er ein af dætrum Alms 76003 sem sýna undraverða endingu. Þessi kýr hefur nú verið í framleiðslu í rúm 13 ár en sýndi samt engin ellimerki. Úr hópi efstu kúnna í félaginu skal að síðustu geta Sunnefu 107 á Leimlæk sem er ein af hinu fallegum dætrum Rauðs 82025. Síðustu ár hefur eitt naut úr þessu félagi, Þymir 89001, verið í mikilli notkun eftir að hann fékk mjög góð- an afkvæmadóm en hann var á sínum tíma fengin frá Sveinsstöðum. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla Sýndar vom samtals 145 kýr á svæðinu ffá 28 búum. Þama var að vanda að fínna margt af mjög athyglisverðum kúm þvi að 31 af kúnum fékk nautsmæðradóm. Búnaðarsamabandið veitir farand- grip sem eigandi þeirrar kýr sem fær bestan heildardóm varðveitir á milli Lukka 100 í Innri-Hjarðardal fékk 80 stig i útlitsmati. Faðir Þistill 84013. sýninga. Að þessu sinni vom tvær kýr sem stóðu langsamlega efstar og jafnar að heildarstigum, en sú regla gildir þá að sú kýr sem hæsta hefur dómseinkunn á sýningu hljóti farandgripinn. Að þessu sinni fellur því sú viðurkenning í hlut Sjafnar 129 á Hjarðarfelli, en hún hlaut 82 stig í dómseinkunn og 214 stig í heildareinkunn. Sjöfn er rétt meðal- kýr að stærð, mjög gallalaus að gerð og hefur verið feikilega mikill afurðagripur. Undan henni var nautið Gróandi 95038 sem nýverið var notað sem ungnaut _ á Nautastöðinni. Sjöfn er dóttir Óla 88002 en mjög álilegar systur hennar að föðumum vom þama sýndar eins og Rjóð 39 á Stakkhamri og Ólafía 135 í Furubrekku. Bræðumir á Hjarðarfelli fá því farandgrip búnaðarsambandsins til varðveislu vegna Sjafnar. Jöfn Sjöfn að heildarstigum var Dúna 118 í Jörfa. Þetta er dóttir Suðra 84023, feikilega mjólkur- lagin kýr, með góða byggingu, júgurgerð samt ekki eins og best gerist hjá Suðradætrum, en örlítið gölluð í mjöltum. Getið skal örfárra fleiri athyglis- verðra kúa af sýningunum; Aría 162 í Hrauntúni er mikil hetjukýr, dóttir Tóns 88006, Síða 134 í Miðgörðum er óvanalegur glæsigripur og fékk 87 stig í útlitsmati, en hún er dóttir Hólms 81018, en nautkálfur undan henni er nýverið kominn á Upp- eldisstöðina. Skotta 117 á Stekkjar- völlum er feikilega stór og mikil kýr og glæsileg með 86 stig í útlitsmati, en hún er dóttir Áa 83023, en kúahópurinn sem skoðaður var á Stekkjarvöllum var í heild feikilega glæsilegur. Lokka 44 í Bláfeldi er ein af eldri dætmm Andvara 87014, Snót 158 i Birkihlíó fékk 85 stig i útlitsmati. Dóttir Hyls 89012. öflugur afurðagripur og glæsikýr. Búkolla 85 í Naustum er ein af hinum afurðasömu dætrum Svelgs 88001. Hæsta útlitsmat kúnna í félaginu fékk Öskubuska 179 í Hrauntúni, mikil glæsikýr með 88 stig samtals i útlitsmati. Eitt reynt naut úr þessu félagi, Haki 88021 ffá Gröf í Breiðuvík, hefur verið allmikið notað síðustu ár eftir að afkvæmarannsókn hans lauk. Kúabú á Snæfellsnesi em flest að kúafjölda vart að landsmeðaltali að stærð en mörg þeirra era mjög vel rekin og bændur þar hafa náð meiri árangri en aðrir bændur á landinu með að framleiða mjólk að hausti og fýrri hluta vetrar. Búfjárræktaráhugi bænda þar er einnig mjög almennur þannig að ræktun er vel sinnt. Dalasýsla Þarna voru að þessu sinni skoðaðar 65 kýr á 17 búum. Hvergi á landinu er þátttaka mjólkurfram- leiðenda í skýrsluhaldi orðin jafh almenn og í Dalasýslu sem er vel, en veiki hlekkurinn í ræktunarstarfi á svæðinu er að sæðingar em ekki notaðar eins mikið og æskilegt væri til að tryggja árangur ræktunar- starfsins. Til skoðunar kom fjöldi af athyglisverðum kúm og þama er að finna þær þrjár kýr sem fengu hæsta heildareinkunn við kúa- skoðunina á Vesturlandi og Vest- fjörðum vorið 1998. Efsta sætið skipar Flekka 922 á Efri-Bmnná. Þessi kýr er ung dóttir Suðra 84023 en móðir hennar er hin gifurlega mikla afurðakýr, Frekjudolla 94, sem mikla athygli vakti á sýningum fyrir fjórum ámm. Flekka er stórglæsileg kýr að ytra útliti með 86 stig í útlitsmati og hefur verið farsæll afurðagripur og FREYR 14/98 - 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.