Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 11

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 11
Heygæði, FE/kg þe Myitd 2. Áltrif heygœöa (FE/kg þe) og tegundir eldisgripa á nauðsynleg verðhlutföll i heyi (kr/kg þe) til þess að halda óbreyttri framlegð. 100 = Galloway blendings naut sem fóðruð eru á heyi með 0,85 FE/kg þe. Miöað við 200 kg fall og 94% fóðurnýtingu. Byggt á niðurstöðum fóðurtilrauna á Möðruvöllum í Hörgárdal 199! - 1996. meiri i uxaeldinu en í nautaeldinu vegna þess að það tekur lengri tíma að ala uxana i sláturstærð (sjá töflu 2). Galloway blendingar skila mestri framlegð en er hún næganleg? A mynd 3 er sýnt hvaða áhrif grunnfóðurverðið og tegundir eldisgripa hafa á framlegð eldis- gripsins til búsins. Hér er gert ráð fyrir því að allar tegundir lendi í sama verðflokki, þ.e. UNI A. Grunnfóðrið er hey og kjarnfóður en mjólkurverðið er sett fast eins og kemur fram í töflu 2. A mynd- inni kemur greinilega fram hvaða áhrif mismunandi tegundir eldis- gripa hafa á framlegðina. Munur- inn á milli tegunda eykst með dýr- ara grunnfóðri. Uxaeldið gefur lang minnstu framlegðina miðað við sama grunnfóðurverð þannig að einungis er hægt að réttlæta þannig eldi með minni grunn- fóðurkostnaði í samanburði við nautaeldi. Er raunhæft að ætla að hægt sé að fóðra uxa á 30 - 50% ódýrara grunnfóðri en naut? Til- raunirnar á Möðruvöllum sýna að auðveldar er að ná ásættanlegri fituhulu á uxum en nautum á heyfóðrun eingöngu. Holdfylling uxa er hins vegar mun lakari. Verðfelling er engu að síður liklegri í nautunum en uxum ef þau eru eingöngu alin á heyjum miðað við núverandi kjötmat. Þess vegna er ekki ósennilegt að grunnfóðurkostnaður á fóður- eininguna sé heldur hærri hjá nautunum. Það vegur hins vegar engan veginn nægjanlega mikið til þess að réttlæta uxaeldi í stað nautaeldis. Annar möguleiki til þess að lækka grunnfóðurkostn- aðinn í uxaeldinu var talinn vera sumarbeit. Tilraun á Möðru- völlum, sem gerð var til þess m.a. að skoða þetta atriði, bendir hins vegar til þess að slíkt eldi skili enn minni framlegð en innieldi ein- göngu. Þetta er vegna þess að heildar heyfóðurþörf uxanna til þess að ná sláturstærð var sú sama hvort heldur sem þeir voru á sumarbeit (á ræktuðu landi eða í úthaga í þrjá mánuði) eða á inni- stöðunni allan eldistímann. Þó að framlegð Galloway blend- ingsnauta sé talsvert meiri en ís- lenskra nauta er umdeilanlegra hvort það borgi sig fyrir kúabónd- ann að sæða með Galloway nauti. Margir kúabændur kjósa að sæða eingöngu með íslenskum nautum til að fá myndarlegri kvíguhóp til þess að velja úr til ásetnings. Þetta er stefna sem hver og einn verður að meta fýrir sig. A Möðruvöllum eru allar kýr sæddar með íslenskum nautum fyrir búið einmitt af þessum sökum. Mynd 3. Ahrif grunnfóðurverðs og tegundir eldisgripa á framlegð sláturgrips. Miðað við 200 kg fall, 94% fóðurnýtingu og 310 kr/kg fall skilaverð. Byggt á niðurstöðum fóóurtilrauna á Möðruvöllum i Hörgárdal 1991 - 1996. FREYR 14/98 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.