Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1998, Qupperneq 5

Freyr - 01.12.1998, Qupperneq 5
ekkert öðruvísi en hver önnur vinna og mörgu leyti miklu betra þó að hún sé bindandi, þetta er í raun og veru bæði frjálst og bindandi, kýmar gefa engin grið, í Svíþjóð kalla þeir það hvítu svipuna að búa við mjólkurkýr. Kynntir þú þér eitthvað sænskan búskap áður en þú fluttir heim? Nei, mjög lítið, ég fór þó í heimsókn á eina tvo bæi þegar ákveðið var að við flyttum heim. Svo eftir það hef ég lesið sænsk tímarit um landbúnað. Við erum með í NÖK (Nordisk ökonomisk kvægavl) og í gegnum það fæ ég lesefni frá Sviþjóð og Noregi. 60 mjólkandi kýr Hversu stórt er búið hér? Við búum bara með kýr og kvótinn er 237 þúsund lítrar. Aðstæðan leyfir þó meira, hér vom framleiddir 353 þúsund lítrar fyrir nokkmm ámm á félagsbúinu þegar mest var og áður en til skerðingar kom. Það era 108 básar í ijósinu og lausaganga fyrir ungviði og geldfénað. Hér era nú um 60 kýr mjólkandi og auk þess eru alin upp um 10-15 naut til kjötframleiðslu. Dálítið af litlum nautkálfum er slátrað ungum en stórir nautkálfar era aldir upp. Ég hef ekki pláss til að ala upp alla kálfana. Þetta virkar nokkuð mikið fyrir eina jjölskyldu. Já, en Elín hefur tekið þátt í gegn- ingum og svo höfum við notið mikillar aðstoðar foreldra minna. Faðir minn er ekki nema 74 ára og þarf að vinna til að halda heilsu, eins og hann segir. Auk þess höfum við verið með unglinga, nú síðastliðið ár sænska stelpu og árið þar á undan þýska og það munar mikið um það. Svo hefur elsti sonur okkar mjólkað mikið með mér um helgar, þannig að þetta tekst allt. Tekur þú þátt í skýrsluhaldinu? Já, og nytin er frekar lág eða tæplega 3.800 lítrar eftir árskúna, en kjarnfóður er um 600 kg á kú á ári. Ég stefni að því að auka nytina án þess, að auka kjamfóðurgjöfina. Ég vil þá gefa hey oftar á sólarhringnum og ná betri heyjum. Hve gamlar lætur þú kvígurnar bera? Svona 2 >/2 árs og ég reyni að láta þær bera á haustin þó að með aldrinum vilja þær seinka sér. Ég stefni að haustburði vegna álags sem er greitt á vetrarmjólkina frá nóvember fram til loka febrúar, að mig minnir 14 kr. á lítra. Tún? Hér era 103 ha af túnum, mest ræktað á mýri og þess vegna hefur þurft að kýfa þau. Hér mega spild- ur ekki vera meira en 50 m breiðar, annars næst ekki góð kýfing og hætta verður á kali. Ég hef notað alla þessa 103 ha tvö síðustu ár, sumt eingöngu til sláttar, annað til sláttar og beitar og svo erum við alltaf að rækta eitthvað. Ég sáði grasfræi í 6,5 ha í ár og er með 5 ha i viðbót með fóðurkál og kál og rýgresi saman. Ég ætla að rúlla kálið og rýgresið og prófa að gefa það í vetur, en kálið eitt og sér beitum við á haustin. Ætlunin er að endurrækta um 5-10 ha á ári. Elstu túnin hér vora orðin töluvert gömul, sjálfsagt um 40 ára. Þarf þá ekki líka að hreinsa upp úr skurðum? Nei, það hefur ekki verið þörf á því. Flestir skurðimir era þurrir. Það hefur lækkað það mikið grann- vatnsstaðan. Hér er alltaf komið niður á hraun þegar grafíð er, Suðurlandshraunið mikla, þannig að það er þónokkuð af grjóti í túnum hér. Þetta grjót lyftist svo upp á yfírborðið í frostum. A einstaka stað er líka mjög grannt niður á hraunið. Þurrkað í rúllur Heyverkun? Hér er nánast allt hey verkað í rúllur, það era kannski bundnir hér 500 baggar af þurrheyi, nánast til gamans, sem er ágætt að eiga til að bera i hross sem era inni á vetuma, eða í smákálfa. Hins vegar reynum við að þurrka heyið sem fer í rúllumar nokkuð vel. Hér er stór þurrheyshlaða með heydreifikerfi, en úthaldið til að hirða í hana var orðið slitið. Hins vegar var hér engin aðstaða til votheysverkunar. Það var búið að skipta um heyverkun áður en ég kom. Þá hafði allt verið heyjað í rúllur í tvö ár. Síðastliðin þrjú sumur hefur ekki viðrað fyrir þurrheysverkun hér svo að ég er ánægður með þetta. Hve mikið rúllar þú á ári? Um 1200 rúllur af stærðinni 1,20 xl,50 m, þ.e. stærri gerðin af rúllum, og það veitir ekki af því. Það er annars veralegur áramunur í uppskera, árið 1996 rúllaði ég um 1400 rúllur, en bæði í íyrra og núna hefur verið minni uppskera vegna þurrka. Ég er með lausakjamavél, en er að velta fyrir mér að fá mér fastkjamavél, og fá þannig 10-20% meira hey í hverja rúllu, það sparar heilmikið plastið. Lítil heyrúlla og stór kosta álíka mikla fyrirhöfn þannig að hagurinn er ótvíræður. Hvað verður um plastið eftir notkun? Eins og er fer það með sorpbíln- um og er urðað úti í Ölfusi með öðru sorpi. Mér persónulega fmnst að það mætti brenna því, þetta er tiltölulega hreint plast, það verður bara eftir vatn og koltvísýringur, en svo er sjálfsagt framtíðin að endurvinna það, en vandinn er að það fylgja plastinu alltaf einhver óhreinindi, heyrasl og annað. Erlendir bœndur, sem eru á ferð hér á landi, furða sig á hve rúlluheyskapur er algengur hér og telja hann óhagkvæman vegna plastsins. Ég held að skýringin á þessu sé sú að bændur víða í útlöndum hirða rúlluhey mjög blautt og reyna ekki að þurrka það. Sænska stúlkan sem hér er og var áður á Irlandi hefur aldrei séð rúlluhey svona þurrt. Það er svo rétt að plastið kostar sitt, en næringarefnatap er lítið og afköstin við að taka heyið saman era geysimikil. Það tel ég stærsta kostinn. Við heyjum hér um 1.200 rúllur yfir sumarið og notum þetta 60-70 rúllur af plasti. Hvernig gengur að jyrna rúllur? Rúllumar geymast nokkuð vel ef þær era heilar. Ég hef gefið tveggja ára og jafnvel þriggja ára hey og það ést mjög vel. Göt koma fyrir en þá helst í flutningum. Ef rúllur era hins vegar látnar liggja úti á túni þá koma fuglar og stinga göt, FREYR 14/98 - 5

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.