Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1998, Side 26

Freyr - 01.12.1998, Side 26
hefur því eitt hæsta kynbótamat kúa hér á landi, 129, og heildareinkunn hennar við skoðun er 219 stig. Aðeins einu stigi neðar í heildar- einkunn var Von II 37, einnig á Efri-Brunná, sem líka er glæsikýr með mjög hátt kynbótamat og 218 stig í heild. Þessi kýr er dóttir Sopa 84004 og Vonleysu 87 sem var með nautsmæðradóm á sýningum fyrir íjórum árum. Þriðja toppkýrin í Dalasýslu að þessu sinni var Ljósa 100 í Mikla- garði, sem vakti verðskuldaða athygli á sýningunum fyrir fjórum árum. Þetta er feikilega sterkbyggð og glæsileg kýr með 87 stig í útlitsmati og 216 stig í heildardóm. Þessi kýr er dóttir Daða 87003 en sonur hennar og Þráðar 86013, Kaðall 94017, var nýverið í notkun á Nautastöðinni sem ungnaut. Snemma á þessu ári lauk afkvæmarannsókn á Skut 91026 frá Vogi á Fellsströnd, sem fékk feikilega hátt mat fyrir afurðasemi dætra og er því nú í mikilli notkun sem reynt naut. Nokkur naut frá Efri-Brunná hafa einnig fengið afkvæmadóm á síðustu árum, flest gefið afurðamiklar kýr, og eitt þeirra, Dalur 90010, er nú í notkun frá Nautastöðinni sem reynt naut. Vestfirðir Á Vestíjörðum voru skoðaðar kýr á 36 búum samtals 134 kýr. Úr þessum hópi voru 20 kýr sem fengu nautsmæðradóm. Nf Bœtir. Á félagssvæðinu komu til skoðunar 35 kýr. Langathyglis- verðasti gripur þar er Rauðka 51 á Ingunnarstöðum. Þessi kýr er feiki- lega sterkbyggð og vel gerð með 87 stig í útlitsmati. Hún er dóttir Tvists 81026 og Subbu 16 sem á sinni tíð var mikil afrekskýr og bar af á sýningum fyrri ára. Nýverið lauk notkun á sem ungnauti syni hennar og Svelgs 88001, Hetti 96020, og nýlega er nautkálfur undan henni og Almari 90019 kominn á Uppeldisstöðina. Kýmar á Tindum, Blístra 110, sem er dóttir Rauðs 82025, og Vinkona 121, sem er dóttir Heimis 89009, em báðar myndarkýr. Nf. Vestur-Barðstrendinga. Sam- tals komu 44 kýr til skoðunar á félagssvæðinu að þessu sinni. Sú kýr sem vakti mesta athygli var tvímælalaust Gullbrá 34 á Breiðalæk, sem er sérlega mikil glæsikýr og fékk samtals 87 stig í útlitsmati. Þessi kýr er ein af fullorðnum dætrum Þistils 84013. Sonur hennar og Almars 90019 er nú á Uppeldisstöðinni. Önnur kýr úr yngri hópi Þistilsdætra vakti einnig atitygli, en það er Trilla 60 á Stökkum, sem augljóslega er glæsigripur. Nf. Dýrfirðinga og Önfirðinga. Þar vora að þessu sinni skoðaðar 29 kýr. Langhæstan heildardóm hlaut Kráka 99 í Hjarðardal innri. Þessi kýr hefur mjög hátt kynbótamat en veralega skortir á að júgur- og spenagerð hennar standist samanburð við það sem best þekkist meðal hálfsystra hennar, en hún er dóttir Suðra 84023. Kinna 46 á Hóli er sterkbyggð og falleg kýr, en hún er dóttir Þistils 84013. Nfi Skutulsfiarðar. í þessu félagi voru skoðaðar 26 kýr. Mesta athygli vöktu tvær kýr í Efri- Engidal. Skvetta 81 er dóttir Suðra 84023, mikill afurðagripur með feikihátt kynbótamat, en skortir nokkuð á að júgurgerð sé á við það betra sem finna má hjá systrum hennar. Dimma 83, sem er dóttir Hólms 81018, er hins vegar feikilega glæsileg og öflug kýr, sem fékk 88 stig í útlistmati eða hæst mat allra kúa á VestQörðum að þessu sinni. Þá skal nefna Bíu 137 í Þjóð- ólfstungu sem er myndarleg kýr með hátt kynbótamat, en faðir hennar er Heimir 89009. Strandasýsla Nf. Bæjarhrepps. Mjólkurfram- leiðslu er nú aðeins að finna á tveim búum í Strandasýslu. Á öðra þeirra búa, Hlaðhamri, hefúr lengi verið gott skýrsluhald. Þar vora að þessu sinni dæmdar þrjár kýr sem allar fengu I. verðlauna viðurkenningu. Stærstu dætrahópar Við kúaskoðun á stóra svæði eins og þessa fæst ávallt um leið gott yfirlit um áhrif og einkenni þeirra dætrahópa sem era mest áberandi í kúastofninum á hverjum tíma. Meðal kúnna sem skoðaðar vora mátti finna sex systrahópa sem töldu fleiri en 20 kýr og skal örstutt vikið að þeim hér á eftir. Flestar vora dætur Suðra 84023 eða samtals 55. Margar dætra hans era með feikilega hátt kynbótamat og því að fmna í hópi allra hæstu kúnna að heildarstigum. Hins vegar era þær all breytilegar að ytra útliti og stigast í heild ekki nema um meðaltal. Margar þeirra hafa mjög góða júgur- og spenagerð, en hjá öðrum ber nokkuð á göllum í þessum þáttum. Oft era þetta fremur fínbyggðar kýr. Þistill 84013 átti einnig stóran hóp dætra eða samtals 41. Þistils- dætur era öflugar kýr og yfirleitt með góða júgur- og spenagerð og fá góða umsögn um mjaltir og skap og stigast því mikið yfir meðaltal. Hólmur 81018 átti 29 dætur. Þetta era margt feikilega öflugar kýr að skrokkbyggingu og hafa góða júgur- og spenagerð en mjaltir og skap hjá þessum kúm er nokkuð breytilegt. Meðal þessara kúa er að fínna nær allar toppkýrnar í stigagjöf á sýningunum og útlits- mat fyrir þennan hóp var að meðal- tali 84,1 sem er feikilega hátt mat. Þráður 86013 átti einnig 29 dætur en dætur hans era flestar enn mjög ungar kýr. Þetta era afar efnilegar kýr, yfirleitt ekki stórar en hafa góða júgurgerð og ágæta spenagerð. Bjartur 83024 átti 24 dætur. Þær era yfírleitt öflugir afurðagripir, oft aðeins grófbyggðar og hafa alla jafnan óþarflega grófa spenagerð og of mikla skiptingu í júgri. Útlitsmat hjá þessum kúm er þvi að jafnaði nokkuð undir meðaltali. Belgur 84036 átti 21 dóttur. Þetta era yfírleitt fallegar kýr með góða spenagerð, en í þessum dætrahópi, eins og meðal dætra Suðra og Þistils, kemur lágt próteinhlutfall mjólkur í veg fyrir að margar af úrvalskúm undan þessum nautum verði nýttar sem nautsmæður. Bassi 86021 átti einnig eins og Belgur 21 dóttur í skoðun. Þetta era feikilega bolfallegar kýr með góða júgur og spenagerð en of oft galla í mjöltum og/eða skapi. í útlitsmati fá þær samt mjög háan jafnaðardóm. 26- FREYR 14/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.