Freyr - 01.01.1999, Síða 6
Hjá okkur fæst allt efni og áhöld
til viðhalds og viðgerða
Leðurólar í ýmsum breiddum,
taumaefm, taumlásar
og fleira og fleira.
Gæðavara á góðu verði
Sendum í póstkröfu
LEÐ
URVÖRUD EI L D
BYGGGARÐAR7
170 SELTJARNARNES
S. 561 2141 • FAX 561 2140
MOLAR
Sænskir bændur óánægðir
Mikil óánægja ríkir nú meðal
sænskra bænda og samtaka þeirra.
Ástæðan er einkum skattar og
afgjöld sem lögð eru á ýmsa
rekstrarliði landbúnaðarins. Þar
má nefna rafmagn, tilbúinn áburð
og diselolíu. Einnig er óánægja
með að vonir um bjartari tíma með
inngöngu í ESB hafa ekki ræst.
Um tima leit út fyrir að gripið yrði
til „franskra aðgerða", þ.e. að
stöðva umferð um vegi og fleira
þess háttar, en niðurstaðan varð sú
að efna til mótmælafunda, hengja
upp veggspjöld og birta aug-
lýsingar.
Óánægja bænda með ríkisstjóm
Göran Perssons hefur farið
vaxandi. Sænsku bændasamtökin,
LRF, hafa átt í samningaviðræðum
við stjómina en lítið hefur miðað í
samkomulagsátt. Einn af þeim
dropum sem fyllti bikarinn voru
fregnir frá Danmörku um að
danska ríkisstjórnin hefur sýnt
þarlendum landbúnaði skilning
með því að fella niður ýmis gjöld
af honum. Þá er vitað um 400
milljarða króna stuðningsaðgerðir
Bandaríkjanna við þarlendan
landbúnað og að hollenska ríkis-
stjórnin stendur fyrir umfangs-
miklum stuðningsaðgerðum við
landbúnað sinn með niður-
greiðslum á búvöruverði.
Einn liður í mótmælum sænsku
bændasamtakanna er birting aug-
lýsinga. í einni þeirra er mynd af
málverki Leonardo de Vincis af
Síðustu kvöldmáltíðinni þar sem í
stað höfða Jesú og lærisveinanna
hafa verið sett höfuð Görans Pers-
sons og fleiri ráðherra í Svíþjóð,
sem og óþekkts sænsks bónda.
Yfirskriftin er: Hvað verður í
matinn, Göran Persson?
Þessi auglýsing hefur vakið hörð
viðbrögð, og bæði hneykslun og
hrifningu, en fyrst og fremst umtal
og athygli eins og til var ætlast.
(Landsbladet nr. 2/1999)
2- FREYR 1/99