Freyr - 01.01.1999, Side 8
Víðáttur landsins viðhalda
eðli íslenska hestsins
Viðtal við Berg Pálsson, bónda og
fyrrv. formann Félags hrossabænda.
Bergur Pálsson er Eyfellingur
að ætt, fæddur árið 1953 á
Hvassafelli í Austur-Eyjafjalla-
hreppi, sonur hjónanna Páls
Magnússonar frá Steinum og
Vilborgar Sigurjónsdóttur frá
Núpakoti. Hann er búfræðingur
frá Hvanneyri árið 1971 og hefur
búið í Hólmahjáleigu, ásamt
konu sinni Agnesi Antonsdóttur
frá Vík í Mýrdal, frá árinu 1976.
Þau eiga þrjú börn, tvo upp-
komna syni og 10 ára dóttur. Þau
búa við kýr, sauðfé og hross og
eru með 102 þúsund lítra
mjólkurkvóta, um 100 fjár á
fóðrum og um 80 hross.
Bergur var formaður Félags
hrossabænda þangað til í haust og
formaður stjórnar Bsb. Suður-
lands, auk þess sem hann situr á
búnaðarþingi fyrir hrossabændur
og Agnes lætur einnig að sér kveða
í félagsmálum.
En það er um málefni Félags
hrossabænda og hrossaræktar-
innar sem þetta viðtal á að fjalla
og fyrst spyr ég Berg hvenær
félagið hafi verið stofnað?
Félagið er stofnað árið 1975,
fyrsti formaður þess var Sigurður
Haraldsson í Kirkjubæ, í eitt ár, á
eftir honum kom Sigurður Líndal á
Lækjamóti, því næst Einar Eylert
Gislason á Skörðugili og ég tók við
formennskunni árið 1993 en var
kosinn í stjómina árið áður.
Hvert er hlutverk félagsins
Það er mjög víðfeðmt, en er
einkum fólgið í því að vera í for-
svari fyrir félagsmenn sína, hrossa-
bændur. Félagið hefur einn starfs-
mann, Huldu G. Geirsdóttur,
markaðsfulltrúa, en hún sinnir
einkum lífhrossamarkaðnum.
I hrossarœkt er starfandi fagráð,
þar sem þú gegnir formennsku,
hvert er hlutverkþess?
Fagráð mótar kynbótastefnu í
hrossarækt og síðan fjallar það
mikið um rannsóknar- og kennslu-
mál. Félag hrossabænda á Qóra
fulltrúa í ráðinu, tveir em frá BI
og einn frá Bændaskólanum á
Hólum.
Er sátt og eindrœgni ifagráðinu?
Þetta er kannski ekki óeðlileg
spuming þegar verið er að tala um
hross, en að mínu mati hefur starfið
í fagráðinu gengið vel og sem betur
fer er nú meiri sátt meðal
hrossabænda heldur en var hér
áður. Það er t.d. óhætt að segja að
það er meiri sátt um kynbóta-
stefnuna en áður var.
Bergur Pálsson. (Freysmyndir)
4- FREYR 1/99