Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1999, Page 10

Freyr - 01.01.1999, Page 10
sér og þetta var frumraun þeirra. Fyrst var ósamstaða um mótsstað, síðan kom hrossapestin, og á tímabili var vafi á því hvort unnt yrði að halda mótið vegna hennar, og þegar það var allt yfirstaðið þá fengu þeir, þegar mótið var að byrja, eitthvert versta veður sem gert hefur að sumarlagi á Norður- landi í áratugi. Enn allt fór vel og mótshaldarar stóðu sig frábærlega að mínu mati. Samstarf Félags hrossabœnda og BÍ? Það hefur verið mjög gott og er fyrst og fremst í gegnum fagráðið. Reyndar er F.hb. aðili að BÍ og milli þeirra hefur verið gerður samstarfssamningur. / sumum búgreinafélögum eru raddir uppi um að hœtta þátttöku i BI, þið eru ekki í þeim hópi? Nei, ég sé yfirleitt ekki lausn í því að rífa niður. Það má vera að það séu hnökrar á þessu samstarfi en það eru þá hlutir, sem við sem að þessu stöndum, eigum að laga. Útflutningur Hvað er "Fengur"? ' Fengur er ekkert annað en skýrsluhald fyrir íslensk hross, sem BÍ rekur. Fiann er orðinn mjög umfangsmikill, mörg hross skráð þar og mikið af dómum um þau. / hrossarækt er starfandi "Utflutnings- og markaðsnefnd". Á hvers vegum er hún? Hún er á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins og starfar samkvæmt lögum um útflutning hrossa frá 1995. í nefiidinni eru fimm manns og þar af tilnefndir F.hrb. einn. Formaður, tilnefndur af ráðherra, er Sveinbjöm Eyjólfsson. Af hverju útfluttu hrossi er tekinn skattur, hluti af honum fer í dýralæknakostnað og sjóðagjöld, en annar hluti fer í Utflutnings- og markaðssjóð og úr honum er úthlutað tvisvar á ári til útflutnings- og markaðsverkefna. Síðan er til Stofnvemdarsjóður. Hann fær einnig tekjur sinar af áðumefndum skatti og úr honum er unnt að sækja um styrki til að kaupa úrvals stóðhesta sem ella væru seldir úr landi. Hvernig stendur útflutningur á íslenskum hestum? Hann stendur nokkuð vel. Síð- ustu 5-8 ár hafa verið seld út þetta 2500-3000 hross árlega og virðist útflutningurinn vera nokkuð stöð- ugur á því bili. Fyrir um 15 árum voru þetta ekki nema um 300-500 hross á ári. Langmikilvægasta markaðslandið hefur verið Þýska- land og þar á eftir Svíþjóð og Danmörk. Nú em hlutimir að breytast og það er okkur nokkurt áhyggjuefni. Það er greinileg efna- hagskreppa í Þýskalandi sem hefur leitt til þess að í fyrsta sinn hefúr Svíþjóð í ár komist upp fyrir Þýska- Hólmahjáleiga. 6- FREYR 1/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.