Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1999, Page 12

Freyr - 01.01.1999, Page 12
mest sútaðar í leður en einnig smávegis loðsútaðar. Við höfum ekkert verið gírugir í að taka þátt i auglýsingum á öðru en líf- hrossum, við höfum kannski óttast að það færi ekki saman að auglýsa hross sem vin þinn og um leið að auglýsa einhverja aðra afurða af honum. Er hrosshár nú einhvers virði? Við fáum ekkert fyrir það. Þegar ég var krakki voru bændur að raka hrossin og halda þessu saman og gátu lagt þetta inn i kaupfélagið, en þetta er allt liðin tíð. Hins vegar kemur það oft fyrir að ég fæ beiðni frá handverksfólki um fax- og taglhár. Er ekki litafjölbreytni islenska hestakynsins sérstök meðal hesta- kynja? Jú, hún er sérstök. Flestir eða allir þessir litir eru til í erlendum hestakynjum en það er sjaldgæft að þá sé að fínna í sama kyninu, og auk þess tvílit hross. Þetta hefur hjálpað okkur heilmikið i markaðs- setningunni, t.d. sækist Evrópu- markaðurinn eftir skjóttum og vindóttum hrossum og þessum sjaldgæfu litum sem við erum með. Aftur Bandaríkjamarkaðurinn vill ekkert síður einlit hross. Við erum núna að þreifa fyrir okkur á írlandi. Þar vilja menn alls ekki skjótt hross vegna þess að á Irlandi hafa verið sígaunar sem hafa ferðast um með skjótt hross og þeir eru ekki hátt skrifaðir. Þetta eru dæmi um hvað við njótum góðs af litafjöl- breytninni og okkur ber að halda henni við. Blóðsöfnunin? Hún hefur gengið mjög vel nú hin síðari ár. Það er lyfjafyrirtækið Isteka, sem er dótturfyrirtæki Lyfjaverslunar íslands, sem hefur séð um þessa söfnun og unnið hormóna úr blóðinu. Það var hins vegar fyrirtækið G. Ólafsson hf. sem ruddi brautina í þessu upp úr 1980 uns það hætti rekstri. Eftir það lá þetta verkefni niðri í nokkur ár þangað til ísteka tók það upp aftur upp úr 1990. Það er alveg ljóst að fyrir þá bændur sem eiga umtalsverðan fjölda af hryssum er þetta veruleg búbót. Menn fá greitt ákveðna upphæð á litra blóðs og það hafa verið teknir 25 og allt upp í 35 lítra úr hverri hryssu yfir sumarið og dýralæknar telja þetta ekki skaða þær neitt. Það eru dýralæknar sem framkvæma blóðtökuna og þeir hafa síðan fylgst með hryssunum Litafjölbreytni íslenska hestsins er sérstök. 8- FREYR 1/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.