Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1999, Side 38

Freyr - 01.01.1999, Side 38
hjá ungum hrossum áður en einkenni hans koma fram. Framundan eru einnig rannsóknir á því hvemig og hvenær bijósk- eyðingin byrjar og hvort unnt sé að sjá mun á liðbrjóskinu hjá ung- hrossum í háum og lágum áhættu- hópi. Sumarexem Sumarexem er ofnæmissjúkdómur sem hrjáir íslensk hross sem flutt hafa verið úr landi. Aðal ofnæmisvaldur- inn eru örsmáar, blóðsjúgandi flugur sem ekki þrífast hér á landi en em algengar víðast hvar annars staðar í Evrópu og Ameríku. Faraldsfræði- legar rannsóknir benda til að um 30% útfluttra hrossa fái sumarexem en tíðnin er talin vera um 10% meðal íslenskra hrossa sem fædd eru erlendis. Einkennin, kláði og húð- bólgur, koma offast fram u.þ.b. þrem árum eftir útflutning og ágerast effir það ár frá ári nema gripið sé til sérstakra ráðstafana. I verstu tilfell- unum verða hrossin ónothæf til reiðar en offast er þó hægt að halda ein- kennunum niðri með því að taka hrossin inn eða vemda þau með öðmm hætti gegn flugunni. Einnig er hægt að halda einkennunum niðri, a.m.k. tímabundið, með lyijameð- höndlun. Slíkar ráðstafanir kosta þó tíma og fyrirhöfn og hinn nýi eigandi situr uppi með sjúkling í stað þess að eiga hraustan hest sem lítið þarf að hafa fyrir. Árið 1996 hófst rannsókn á arfgengi sumarexems i íslenskum hrossum á vegum Flólaskóla, Embættis yfirdýralæknis, Tilrauna- stöðvarinnar á Keldum, Bænda- samtakanna og Erfðaffæðistofhunar Animal Health Tmst í Newmarket. Rannsóknin miðar að því að greina veikleikann fyrir sumarexemi í erfðaefni hrossa og meta arfgengi sjúkdómsins. Nú þegar liggja fyrir vísbendingar um að veikleiki fyrir sumarexemi tengist vefjaflokkum sem em arfgengir. Rannsóknin tekur til hrossa (afkomenda fyrirffam valinna stóð- hesta) sem flutt hafa verið til Norður- landanna og Þýskalands á undan- fömum ámm. Þau em sjúkdóms- greind m.t.t. sumarexems og blóð- prufur teknar. Upplýsingum er einnig safnað um umhverfísað- stæður, aldur við útflutning og fleiri þætti sem kunna að hafa áhrif á tiðni sjúkdómsins. Nú þegar hafa verið skoðuð um 400 hross sem em afkomendur 15 óskyldra stóðhesta og stefht er að því að stækka gagnagmnninn enn ffekar á komandi sumri. Nú er verið að koma fyrirliggjandi gögnum á tölvutækt fonn og stefnt er að því að hefja arfgengi útreikninga á næstunni. Blóðprafumar hafa verið sendar til Newmarket þar sem erfðaefhið hefur verið einangrað. Með erfðatæknilegum aðferðum verður athugað hvort veikleiki fýrir sumarexemi tengist þekktum stöðum á erfðaefninu, t.d. genum sem ákvarða vefjaflokka. Erfðagreining gæti þannig nýst til að meta líkumar á að einstök hross fái sumarexem áður en til útflutnings kemur og einnig sem tæki í ræktunarstarfinu. Langtímamarkmiðið er að draga úr veikleikanum fyrir sumarexemi í íslenska hrossastofhinum. Einnig er hugsanlegt að þessi tækni nýtist til lækninga í framtíðinni. Um þessar mundir er verið að kanna möguleika á að koma á fót víðtækari rannsóknum á sumarexemi í íslenskum hrossum. Sú rannsókn miðar að því að greina ofnæmis- valdinn nákvæmar en tekist hefur hingað til, þ.e.a.s. greina hvaða efhi i munnvatni flugunnar valda ofhæm- inu. Einnig verður sjálf ónæmis- svömnin skoðuð til að varpa ljósi á það hvers vegna sum hross mynda ofnæmi en önnur ekki. Vonir standa til að hægt verði að nýta þær upplýsingar til að þróa próf til að finna út hvaða hross væra líkleg til að fá sumarexem yrðu þau flutt úr landi. Þátttakendur í verkefhinu verða, auk þeirra íslensku aðila sem íyrr em nefndir, Félag hrossabænda og Ónæmisfræðideild Dýralækna- háskólans í Hannover. Smitandi hitasótt í hrossum Vegna einangmnar landsins hafa smitsjúkdómar verið sjaldgæfir í hrossum hér á landi og er það grundvöllur þeirrar góðu heilsu sem íslensk hross búa alla jafnan við. Síðastliðinn vetur var þó brotið blað í þessum efhum þegar "smit- andi hitasótt" kom upp í hrossum hér á landi. Nú í árslok er veikin að mestu gengin yfir á hrossa- stofninum og svo virðist sem þau hafí myndað ónæmi gegn veikinni sem ver þau gegn endursmiti, a.m.k. enn sem komið er. Helstu einkenni veikinnar em hár hiti og lystarleysi sem gengur yfir á fáum dögum, en í sumum tilfellum koma fram alvarlegir fylgikvillar. Vitað er um 160 hross sem drápust í kjölfar veikinnar, sem er um 0,2% af hrossastofhinum. Flest dauðs- föllin vom á mjólkandi hryssum sem urðu klumsa. Veðurfar virtist hafa mikil áhrif á affollin. Ekki er enn vitað með vissu hver orsök veikinnar er en vísbendingar hafa komið fram um að hún sé af völdum entero-veim. Sérstakt rannsóknarverkefni, sem miðar að því að einangra veimna, er nú í gangi á Keldum. ítarleg samantekt á einkennum veikinnar og faraldsfræði, auk þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið til að leita orsaka hennar, em birtar í Dýralæknaritinu og því verður ekki gerð nánari grein fyrir henni hér. 34- FREYR 1/99

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.