Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1999, Page 39

Freyr - 01.01.1999, Page 39
Gœðastýring í hrossarækt Inngangur Fagráð í hrossarækt vinnur að því að koma á gæðastýringu í hrossa- rækt á árinu 1999. 1 þessari grein eru kynntar þær hugmyndir sem nýverið voru til umræðu á samráðs- fundi hrossaræktarinnar en endan- leg ákvörðun um útfærslu þeirra verður tekin fljótlega. Gæðastýringin mun byggja á því að veigamiklir þættir í hrossabú- skapnum verða unnir í samvinnu við opinbera aðila og í kjölfarið verður framleiðslan vottuð sem vistvæn gæðaframleiðsla þar sem eftirfarandi þættir verða lagðir til grundvallar: * Vemdun landgæða * Velferð hrossa * Áreiðanleiki ættemis og upp- mna hrossa Gæðastýringin verði skilgreind í viðauka reglugerðar nr. 504/1998 um vistvæna landbúnaðarfram- leiðslu. Þó að í eftirfarandi tillögum sé aðaláherslan lögð á reiðhesta- ræktina og sölu lífhrossa verður einnig gert ráð fyrir möguleikum á gæðavottun á hrossakjöti. Reiðhestaræktin/ sala lífhrossa. Gæðastýringin gerist með þeim hætti að ræktunarstarf og bú- skapur hvers ræktanda eða bús verður gæðavottað til eins árs í senn. Tekið verður á þremur þáttum: 1. Skýrsluhaldi 2. Heilbrigðiseftirliti eftir Víking Hi' Gunnarsson kennara á Hólum i . V 3. Landnýtingu Ræktandi eða hrossaræktarbú getur aðeins fengið umrædda gæða- vottun ef allir þessir þættir standast tilskildar kröfur. Hugmyndin er að Bændasamtök Islands fari með útgáfu vottunar- skjala en búnaðarsamböndin hafi umsjón með eftirlitinu innan héraðanna. Framleiðsla búsins er vottuð til eins árs í scnn með skjali sem ræktandinn fær í hendur. Einn- ig verða nafnskírteini hrossa (upprunavottorð) frá búinu auðkennd með hinu opinbera Hrossarœktarbú eru vottuð til eins árs í senn. FREYR 1/99 - 35

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.