Freyr - 01.01.1999, Qupperneq 44
Alþjóðleg markaðsráðstefna
um útflutning hrossa
í tengslum við Landsmót hesta-
manna á Melgerðismelum síðast-
liðið sumar stóð Utflutnings- og
markaðsnefnd hrossa fyrir al-
þjóðlegri markaðsráðstefnu um
íslenska hestinn. Ráðstefnan var
haldin að Hrafnagili og sóttu
hana á flmmta tug manna úr
öllum geirum hrossaræktar-
innar.
Megin tilgangur ráðstefnunnar
var að veita hrossaræktendum og
seljendum aðgang að beinum upp-
lýsingum um markaðina í helstu
viðskiptalöndum okkar, finna út
áherslumun á milli landa og fá fram
viðhorf hvaða framtíðarmöguleika
við höfum í sölu á íslenska
hestinum að mati þeirra sem standa
markaðnum næst.
í upphafi flutti landbúnaðar-
ráðherra, Guðmundur Bjamason,
ávarp en að því loknu hélt Haraldur
Bessason prófessor fróðlegt erindi
sem hann nefndi „Um hestinn i lífí
þjóðar". Síðan fluttu fimm erlendir
fyrirlesarar erindi um stöðu
markaðarins í heimalöndum sínum.
Þá fjallaði fulltrúi útflutnings hér á
landi um þróun og stöðu útflutnings
og í lokin flutti dýralæknir hrossa-
sjúkdóma erindi um tíðni spatts og
sumarexems í íslenska hrossa-
stofninum. Ráðstefnustjóri var
Brynjólfur Sandholt. Mjög áhuga-
verðar umræður urðu um efni
fyrirlestranna og sérstaklega var
rætt um framtíðarmarkaðina í
Bandaríkjunum og Þýskalandi.
Rætt var um hvaða áhrif sjúkdómar
hafa á útflutninginn og höfðu menn
sérstakar áhyggjur af sumar-
exeminu og úrræðum til úrbóta.
Hér á eftir verður gerð stutt grein
fyrir helstu atriðum sem fram komu
eftir
Brynjólf
Sandholt
fyrrverandi
yfirdýralækni
í máli erlendu fyrirlesaranna og
dregnir fram þeir þættir sem eru
hvað helst áhugaverðir fyrir
íslenska hrossaræktendur.
Bandaríkin
Fulltrúi Bandaríkjanna var Ann
Elwell en hún hefur ræktað íslensk
hross síðan 1986 og er nú ritari
bandaríska íslandshestasambands-
ins. í erindi sínu íjallaði hún á
mjög skemmtilegan hátt hvers
vegna íslenska hestinum vegnaði
ekki betur í Bandaríkjunum en raun
er á þrátt fyrir stórkostlega frammi-
stöðu á hestasýningu í Madison
Square Garden í New York 1986
og þolreiðina frægu yfir þver
Bandaríkin. Vandamálið er að
íslenski hesturinn er skilgreindur
sem smáhestakyn og smáhestar
síðan skilgreindir sem bamahestar
og í Bandaríkjunum skiptir stærð
miklu máli. Það er ekki næg
umfjöllun um íslenska hestinn í
tímaritum og öðmm fjölmiðlum til
að sýna sérstöðu hans gagnvart
öðrum hestakynjum, m.a. hvað
varðar geðslag, uppeldi og þjálfun.
Það er markaður fyrir örugga
fjölskylduhesta og kaupendur em
flestir yfír fertugt og byrjendur í
hestamennsku. Besta söluvaran era
hestar sem hafa vanist byrjendum
og jafnvægislausum knöpum og
geti „bremsað". Að hennar mati
era hestar á Islandi ekki þjálfaðir til
að uppfýlla þessar kröfur.
Nauðsynlegt er að fá aukna aðstoð
frá íslandi varðandi fræðslu og ekki
síst að fá hæfa reiðkennara til að
ferðast um landið og sýna hvemig
eigi að hugsa um, hirða, jáma, og
ríða íslenskum hestum. Spatt og
sumarexem era ekki enn vandamál.
Verðmyndun er í stóram dráttum
sem hér segir, kaupverð á íslandi kr.
210 þús., flutningur og sóttkví kr.
140 þús og flutningur innan
Bandaríkjanna kr. 70 þús., meðal-
verð ca. kr. 420 þús. Góðan reið-
hest af öðrum kynjum er hægt að fá
fyrir kr. 100-200 þús. Að lokum
taldi hún að íslenski hesturinn ætti
eftir að verða ótrúlega vinsæll í
Bandaríkjunum því að hann hentaði
sérlega vel bandarískum hesta-
mönnum þegar þeir væra búnir að
uppgötva eiginleika hans.
Stóra-Bretland
Fulltrúi Bretlands var Clive
Philipps en hann hefur ræktað
íslensk hross í 15 ár í Skotlandi og
var formaður íslandshestasam-
bandsins í Bretandi um nokkurra ára
skeið. Hann kvað það umhugsunar-
vert hvers vegna Stóra-Bretland
hefði ekki notið athygli sem
mögulegur öflugur markaður fyrir
íslensk hross, þar sem þar í landi
væri löng hefð fyrir alhliða
hestamennsku. Fyrir tveimur áram
var gerð úttekt á hestamennsku í
Bretlandi og kom þá í ljós að af 55
milljónum íbúa vora um tvær
milljónir hestamanna og til viðbótar
höfðu 2,5 milljónir áhuga á að
stunda hestamennsku. Jafhframt
kom í ljós að af knöpum vora 72 %
40- FREYR 1/99