Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1999, Page 45

Freyr - 01.01.1999, Page 45
konur og er það hliðstæð niðurstaða og fékkst í markaðskönnun Félags hrossabænda á sl. ári, 1997. Félagar í íslensku hestamanna- félögunum eru aðeins um 170 og talan hefur verið óbreytt undanfarin ár. Flest hross eru í kringum þjálfunar-, ræktunar- og sölustöðvar sem segir okkur að það sé mikilvægt að halda sambandi við kaupendur eftir að sala hefur átt sér stað. Nauðsynlegt er að aðrir hestamenn samþykki hestana og skapgerð hrossanna er mikilvægur þáttur. í auglýsingum eftir íslenskum hrossum kemur oftast ffarn að þeir skulu vera þægir, góðir í umgengni, gott að ná þeim, auðveldir i jámingu og lausir við ósiði. Viljinn í meðal- lagi en þeir fari af stað þegar þess er óskað og stoppi auðveldlega. Gott söluhross á að vera 7-8 vetra og með „langa reynslu“. I kynningu skal leggja áherslu á gangtegundimar því að þær skilja íslenska hestinn frá öðrum smáhestakynjum. Mikilvægt er að losna við smáhestastimpilinn. Verð á tömdum íslenskum hesti í Bretlandi er kr. 300-400 þús. og að frádregnum útflutningskostnaði, kr. 120 þús., er söluverð á íslandi á bilinu kr. 180-280 þús. Sumarexemið gæti orðið stórt vandamál og sömuleiðis spattið. Við kynningu í Bretlandi er aðstoð ffá íslandi nauðsynleg og væri fólgin í því að fara um með hóp sýningarhrossa þar sem áhersla yrði lögð á geðslag og gangtegundir, þó ekki svo ýktar að þeim verði líkt við sirkushesta. Einnig væri nauðsynlegt að hafa meðalhesta með á sýning- unum til að leyfa áhugasömum að fara á bak. Lýsti hann sig reiðubúinn til að vera innan handar um skipulagningu slíks átaks. Svíþjóð Fulltrúi Svíþjóðar var Jenny Mandal sem er íslenskum hrossa- ræktendum að góðu kunn, bæði ffá dvöl sinni hér á landi og sem innflytjandi og ræktandi íslenskra hesta í Svíþjóð. A síðustu tuttugu árum hefur íslenskum hestum í Svíþjóð fjölgað mikið eða úr ca. 300 upp í 9 þúsund og félagar í sænsku íslandshestasamtökunum eru um 6 þúsund. Flestamennska í Svíþjóð er stelpusport en vel hefúr tekist að ná til stráka með íslensk- um hestum. Kaupendur eru fólk sem vill þægilega hesta fyrir böm, ömmur og afa og því verða hestamir að vera gæflr, þýðir og öruggir með velþjálfaðar gang- tegundir. Á þetta skortir off og yfirleitt þarf að þjálfa hestana í tvo til þrjá mánuði eftir komuna til Svíþjóðar. Glæsihestur með miklar hreyfingar er ekki hentug söluvara ef hann er óömggur og hlýðir ekki. Á undanförnum ámm hefur sænsk ræktun vaxið ört en að mati fyrirlesarans mun innflutningur halda áffam að aukast. Sala á kyn- bótahrossum og góðum keppnis- hrossum verður alltaf trygg. Svíar hafa ofurtrú á röntgenmyndum sem hamlar sölu á hrossum þegar fram koma „skuggar" um gmn á spatti. Sumarexem er vandamál sem hrekur frá. Utflutningsvottorðin fylgja yfirleitt ekki hrossunum og er það ótækt og verður að lagfæra. Innflutningstolllur er 17 % á geldingum er veldur því að fluttar em inn frekar lélegar hryssur sem notaðar em í hestaleigur og síðan í folaldseignir. Islenski hesturinn er í dag mest aðlaðandi af þeim fjölskylduhestum sem em í boði í Svíþjóð en auk þess hefúr áhugi á alls kyns keppni jafhframt aukist, t.d. þolreið. Danmörk Fulltrúi Danmerkur var Jens Otto Veje en hann rekur hrossaræktarbú í Danmörku og var kosinn ræktunarfulltrúi FEIF 1997. Fjöldi íslenskra hrossa í Danmörku er um þessar mundir nálægt 15 þúsundum og um 1300 folöld fæðast árlega. Innan danska íslandshestasam- bandsins starfa 40 félög og félags- menn em um 5 þúsund. Hross frá Útflutingur á lífhrossum til Svíþjóðar hefur aukist mikið á siðari árum. FREYR 1/99 - 41

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.