Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1999, Qupperneq 46

Freyr - 01.01.1999, Qupperneq 46
íslandi hafa verið flutt til Dan- merkur um langan aldur, aðallega sem brúkunarhross, en brúðargjöfm 1967 vakti áhuga margra Dana á íslenskum hestum. Hestamót og kynbótadómar eru að íslenskri fyrirmynd og oft eru fengnir dómarar fá íslandi. Áhersla er lögð á öryggi útflutningsvottorða og mættu kynbótadómar líka fylgja nteð. Uppruna-vottorð fylgja ekki alltaf með útflutningshrossum og er það óþolandi og verður að lagfæra. Ef öruggar upplýsingar um ættemi liggja ekki fyrir skal aðeins votta að um hreinræktað íslenskt hross sé að ræða. Á síðari ámm hefur ræktunin í Danmörku aukist mikið og eru Danir að verða sjálfum sér nógir á þvi sviði. Innflutningur hefur verið nokkuð stöðugur síðastliðin 10 ár, um 200 hross á ári. Aukinn ferða- mannastraumur til Islands virðist auka eftirspumina. Ótti við sumar- exem er mikill og spatt er nokkurt vandamál. Eigendur íslenskra hrossa í Danmörku eru ólíkir inn- byrðis og aldursdreifíng mikil. Frí- stundir fólks yfir miðjum aldri verða stöðugt fleiri og íslenski hesturinn hefur verið aðlaðandi kostur þessa hóps. Þörfín fyrir þæga, geðgóða, hæfilega viljuga og þýða reiðhesta verður því alltaf fyrir hendi. Almennt verð á tömdum íslenskum hesti í Dan- mörku er í kringum kr. 275 þúsund og erfitt að fá hærra verð en kr. 400 þúsund. Þýskaland Fulltrúi Þýskalands var Bmno Podlech, sem er einn umsvifamesti hrossaræktandi í Þýskalandi og hefur verið leiðandi í markaðs- setningu íslenska hestsins víðs- vegar um heim. Fjöldi íslenskra hrossa í Þýskalandi er um 50 þúsund. í íslandshestamannafélög- unum em um 16 þúsund félags- menn og hefur árlega fjölgað um 7% á undanfömum ámm. Með stöðugt auknu framboði þýsk- fæddra hrossa af íslenskum upp- mna taldi framsögumaður að inn- flutningur til landsins myndi dragast saman í framtíðinni en þó ekki að marki fyrr en framboð ykist í Þýskalandi á tömdum fullorðnum hrossum. Ávallt mun verða markaður fyrir kynbótahross, góð keppnishross og vel tamda 8-10 vetra töltara. Mjög mikilvægt er að ræktendur heima á íslandi geri sér glögga grein fyrir því hvers konar hross þýski markaðurinn sækist eftir og hagi tamningu og þjálfun í samræmi við þær óskir. Fyrir 30 ámm vom mun fleiri sem vildu ríða hratt og skemmta sér. Vegna geðslags og þægilegra gangtegunda á íslenski hesturinn góðan hug hjá fólki sem er hrætt, fer mjög varlega og er stíft og af þessu fólki eru mun fleiri ein- staklingar til heldur en af lipru og lagtæku fólki. Sífelldur skortur er á velmenntuðum, áhugasömum kennumm og þjálfumm sem eiga létt með að kenna byrjendum en huga ekki eingöngu að keppnis- þjálfun. Þama gætu hagsmuna- samtök hrossaræktenda á Islandi unnið stórvirki. Einnig að þjálfa sem fjölbreyttastar gerðir hrossa til þess að uppfylla sem flestar óskir kaupenda. í ræktuninni er mikil- vægt að varðveita gamla hesta- stofna. Sumarexem er vandamál og seljendur sitja oft uppi með exem- hross. Spatt er stöðugt vandamál en ekki afgerandi. Verð hrossa er sem hér segir, hestar fyrir byrj- endur, ca. 10 %, kr. 150-280 þús., útreiðarhestar, 50 %, kr. 280-480 þús., eðlisgóðir töltarar, 25 %, kr. 400-600 þús., kynbótahross og góð keppnishross, 15 %, kr. 600 þús. og þar yfír. Fyrir hönd útflytjenda flutti Axel Ómarsson fróðlegt erindi um útflutning hrossa á undanfömum árum og lýsti markaðsátaki og sölu á hrossum til Norður- Ameríku sem hann stendur að ásamt fleirum. Að lokum fræddi Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossa- sjúkdóma, um rannsóknir á spatt og sumarexemi sem hún er i forsvari fyrir. Lagði hún áherslu á að samræmt átak yrði gert um að auka sumarexemsrannsóknimar því að þar væri um stórt vandamál að ræða sem ráða þyrfti bug á. Samandregið yfirlit Með þær upplýsingar í huga sem komu fram á ráðstefnunni skal hér bent á eftirtalda þætti til um- hugsunar. I Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð er mikil eigin ræktun en útflutningur til þessara landa mun þó haldast en i minna mæli en áður. Möguleikar á auknum mörkuðum í Bretlandi og sérstaklega i Bandaríkjunum em í uppsiglingu ef rétt er á haldið. Nauðsyn er á aðstoð héðan að heiman sérstaklega varðandi reið- kennslu og umgengni við hrossin. Auka þarf kynningar, auglýs- ingar og sýningar í samvinnu við heimamenn sem em áhuga-samir og staðkunnugir. Nýta þarf intemetið í markaðs- starfinu og til að efla samskipti milli hestamanna um allan heim. Leggja verði meiri áherslu á ljölskyldu- og frístundahross og stefna að því að þau séu gangföst, gæf, hæfilega viljug og síðast en ekki síst ömgg. Leggja aukna áherslu á menntun reiðkennara. Fylgja sölu eftir með áfram- haldandi tengslum við kaupendur. Auka rannsóknir á sumarexemi. 42- FREYR 1/99

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.