Freyr - 01.01.1999, Side 48
Folöld aö kljást. Ljósmynd: Machteld Van Dierendonck.
eftir köstun sóttust folaldsmeramar
eftir félagsskap annarra hryssna
með folöld.
Mjög var það einstaklingsbundið
hversu mikið hrossin skiptu sér
beint af samskiptum annarra og
tiltölulega fá hross hegðuðu sér á
þann hátt. Aðeins hryssur (full-
orðnar og tryppi) vörðu merar með
ungt folald. Flestar sýndu þessa
hegðun aldrei eða mjög sjaldan en
þrjár, ein 2ja vetra og tvær fylfullar
merar, mjög mikið eða oftar en 15
sinnum. Engin auðsæ tengsl reynd-
ust vera á milli geranda og þiggj-
enda. Meramar skiptu sér aldrei af
öðmm sem vom að leika sér (ein
undantekning) og sjaldan þegar
þeir vom að kljást en geldingamar
og tryppin gerðu töluvert af því.
Það kom ekki á óvart að ógeltu
veturgömlu hesttryppin og sumir
geldingarnir hefðu áhuga á
merunum en fleiri stunduðu þá
hegðun að fara upp á merar í látum.
Fimm fylfullar merar sýndu slíka
hegðun, einkum þó tvær (16
sinnum og 26 sinnum). Ýmsir
þekkja þessa hegðun hjá íslenska
hestinum en henni hefur ekki verið
lýst meðal annarra hesta. Áhuga-
vert er að kanna nánar þessa
hegðun, þ.e. athuga hver tengsl
dýranna em, hvort hegðunin stýrist
af hormónum o.fl.
Þess vegna
skaltu verða bóndi
Framhald afbls. 11.
hugsjónin er nú sem fýrr þunga-
miðja í dönskum landbúnaði. Þess
vegna gefur bóndastarfið meiri
færi á að ná áhrifum í þjóðfélagið
en flest önnur störf.
5. Búskapur er sjálfstætt starf.
Af því leiðir að bóndinn hefur
öðmm fremur möguleika á að
stjóma sínu eigin lífi.
6. Búðu úti á landi. Sífellt fleiri
Qölskyldur kjósa að búa úti á landi
til að njóta náttúmnnar og lífsins á
annan hátt en í bæjum og borgum.
Enginn er færari um þetta en
bóndinn sem lifir af og með
náttúmnni.
7. Taktu þátt í spennandi
faglegri þróun þar sem ögrandi
nýjungar eru sí og æ á ferð.
Danskur landbúnaður hefur aldrei
staðið í stað og kröfumar vaxa
sífellt, en jafnframt er þar einnig
faglegt umhverfi þar sem kall
tímans á hverjum tíma er rætt.
8. Landbúnaðurinn er í mikilli
þróun alþjóðlega. Þó að danskur
landbúnaður sé rekinn á dönskum
forsendum á hann sér mikla
möguleika í aljþóðlegu samhengi.
Viðskipti með matvæli fara
vaxandi milli landa og með þann
grunn sem danskur landbúnaður
hvílir á em markaðsmöguleikar
víða um heim. ví fer fjarri að allir
aðrir atvinnuvegir geti hagnýtt
reynslu sína í öðmm löndum.
9. Taktu þátt í því að nýta
náttúragæðin. Meira en helmingur
af Danmörku er ræktunarland.
Þess vegna er það meginmál fyrir
náttúru danmerkur hvernig
landbúnaður er þar rekinn. Það er
spennandi verkefni.
10. Fyrst og síðast eiga menn að
kjósa sér starf bóndans af því að
það höfðar til þeirra. Hið mikil-
vægasta við starfsval er að hafa
áhuga á starfmu. Ef sálin er ekki
með í ráðum á enginn að velja sér
bóndastarfið.
44- FREYR 1/99