Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1999, Page 49

Freyr - 01.01.1999, Page 49
r Arsskýrsla Félags hrossabœnda 1997 - 1998 I. Félagsstarfið 1.1 Stjórn og starfsmenn F.hrb. Bergur Pálsson, Hólmahjáleigu, formaður, Ólafur Einarsson, Torfastöðum, varaformaður, Ingimar Ingimarsson, Ytra- Skörðugili, gjaldkeri, Armann Ólafsson, Litla-Garði, ritari, Skjöldur Stefánsson, Búðardal, meðstjómandi. Varamenn: 1. Jósef Valgarð Þorvaldson, Víðivöllum fremri 2. Ægir Sigurgeirsson, Stekkjar- dal 3. Már Ólafsson, Dalbæ. 1.2 Aðalfundur 1997. Var haldinn fímmtudaginn 13. nóv 1997 á Hótel Sögu. Nítján til- lögur eða tillöguflokkar voru sam- þykktar og vom þær sendar þeim aðilum er málið varðaði og fylgt eftir af stjóm og markaðsfulltrúa. 1.3 Stjórnarfundir. Fundimir vom sex á árinu; 4. des. 1997, 5. febrúar 1998, 20. mars 1998, 29. maí 1998, 18. sept. 1998 og 11. nóv. 1998, auk óformlegra símafunda og annarra funda er stjórnarmenn sóttu, m.a. vegna hitasóttarmála. 1.4 Formannafundur. Hinn árlegi formannafundur var haldinn 19. mars 1998 í Bænda- höllinni. Bergur Pálsson og Hulda G. Geirsdóttir fluttu yfírlit um starfsemi félagsins undanfarna mánuði og fulltrúar deilda fluttu skýrslur um starfssemi sína. Allar eftir A Berg Pálsson formann x/|l#JL Félags hrosabænda deildir, utan Hornafjarðardeildar, áttu fulltrúa á fundinum. Halldór Runólfsson, yfirdýra- læknir, kom til fundar og ræddi stöðuna í hitasóttarmálum og gerði grein fyrir stöðu yfirdýra- læknisembættisins í þeim málum og sat síðar fyrir svörum um málið. Jón Vilmundarson, framkvæmda- stjóri Hrossaræktarsamtaka Suður- lands, flutti erindi um gæðastjómun í hrossarækt og Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur BÍ flutti erindi um gæðaskýrsluhald. Að þess- um erindum loknum fóm ffam um- ræður. Þijár tillögur vom samþykktar á fundinum og var þeim fýlgt eftir af stjóm og markaðsfulltrúa. 1.5 Samráðsfundur fagráðs í hrossarækt. Samráðsfundurinn var haldinn 14. nóvember 1997 á Hótel Sögu og mættu fulltrúar hinna ýmsu hagsmunasamtaka og stofnanna er eiga aðild að fundinum. Hulda G. Geirsdóttir, markaðsfulltrúi F.hrb., flutti erindi um niðurstöður markaðskönnunar Félags hrossa- bænda meðal hestaáhugamanna erlendis og Sigríður Bjömsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, flutti erindi um niðurstöður viðamikillar spattrannsóknar. Að erindunum loknum fóm fram umræður um þau, auk umræðna um önnur hags- munamál. 1.6 Fréttabréf og starf deilda. Fréttir vom sendar út í Bænda- blaðið og Eiðfaxa eftir því sem til- efhi gafst og stjómarfundargerðir fengu allir stjómarmenn deilda og stjómarmenn F.hrb sem og aðrir samstarfsaðilar sem óskað hafa. Nánar er fjallað um útsendingar fréttabréfa í skýrslu markaðs- fulltrúa. Starfandi em átta deildir innan Félags hrossabænda: - Hrossaræktarsamtök Suður- lands - Hornafjarðardeild Félags hrossabænda - Hrossaræktarsamtök Austur- lands - Hrossaræktarsamtök Eyfírð- inga og Þingeyinga - Hrossaræktarsamband Skag- firðinga - Samtök hrossabænda í A- Húnavatnssýslu - Hrossaræktarsamtök V-Húna- vatnssýslu - Félag hrossabænda á Vestur- landi. Auk þess eiga fulltrúar annarra hrossaræktarsambanda, er enn starfa sjálfstætt, seturétt á aðal- og aukafundum. Deildimar sjá um hagsmunamál á sínum svæðum og starfa m.a. að markaðsmálum lífhrossa, umsjón sláturmála, kynbótamálum, fræðslumálum og fleira. 1.7 Félagslegt umhverfi. Nú er ár síðan F.hrb. og Hrossa- FREYR 1/99 - 45

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.