Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Síða 52

Freyr - 01.01.1999, Síða 52
Stóðhross á leið í Víðidalstimgurétt. Krossaneshestar vegna "írlands- ævintýrisins", 500 þús. kr. Konráö Gylfason vegna farar á kvikmyndahátíð með "Equus Is- landicus", 25 þús. kr. Hólaskóli og yfirdýralæknis- embœttið vegna rannsókna á sumarexemi, 900 þús. kr. Sigurður Marinusson, ferða- styrkur v/markaðsuppbyggingar í Vermont, USA, 200 þús. kr. IV. Kjötverslun 4.1 Folaldakjöt. Heilarffamleiðsla á folaldakjöti var 333.844 kg. sem er aukning upp á 21 tonn frá fyrra ári. Seld vom 339.219 kg. á árinu sem er aukning upp á 12 tonn. Birgðir em orðnar nánast engar, þar sem eftirspum er meiri en fram- leiðsla. Sum slátuhús hafa verið að borga allt að 185 kr. fyrir kg til bænda og hlýtur það að teljast þokkalega gott verð. Greinilegt er að bændur ættu að geta afsett öll þau folöld sem nýtast ekki til ræktunar. 4.2 Hrossakjöt. Heildarframleiðsla (tryppi og full- orðin hross) var um 448 tonn. Innan- landssala var um 192 tonn og út- flutningur 219 tonn. Kjöt birgðir hafa aukist svolítið en em engu að síður mjög litlar. Sala á hrossakjöti minnkar smám saman innanlands ár frá ári. Þetta þýðir m.a. að útflutn- ingur hrossakjöts verður alltaf mikil- vægari. Eins og áður sagði vom 219 tonn flutt út, mest af því til Ítalíu. Smávegis var flutt til Japans. Sá markaður hefur aldreí lokast alveg, en illa gengur að koma honum aftur í fyrra horf. Það er hastarleg stað- reynd að aðeins eitt sláturhús hefur leyfi til sláfrunar á ESB. Ekki em miklar líkur á að breyting verði þar á alveg á næstunni. Miklar líkur eru á að nægur markaður sé til fyrir hrossakjöt, í ESB löndunum, en flöskuhálsinn em sláturhúsin og við það er illt að una. Þessi útflutningur er fyrst og fremst fyrir atbeina F.hrb., við höfum einungis notið óverulegs styrks frá opinberum eða hálf- opinbemm aðilum. Það er fróðlegt að skoða það í ljósi útflutnings á öðmm kjötvömm. Öflugur útflutn- ingur á hrossakjöti kemur fleimm til góða en hrossabændum. Þetta þyrfti mönnum að vera ljóst. V. Blóðsöfnun Blóðsöfnun gekk með svipuðum hætti og undanfarin ár. Safnað var á Suðurlandi, aðallega í Rangárvalla- sýslu, einnig var safnað í Húna- vatnssýslum og var það í fyrsta sinn sem ísteka safnaði á því svæði. Greinilegt er að hér er um bú- hnykk að ræða fyrir þá sem aðstöðu hafa til að nýta sér þetta. Hægt er að hafa umtalsverður tekjur af góðum hópi hryssna í blóðtöku. VI. Landgræðsla Samstarf við Landgræðsluna um beitarmál er komið í nokkuð fastar skorður og gengur það samstarf vel. Formaður félagsins var skipaður í nefnd á vegum landbúnaðarráðu- neytis sem á að gera tillögu til ráð- herra um takmörkun hrossa og hrossabeit. Þetta er tilkomið vegna þingsályktunar sem samþykkt var á síðasta Alþingi. Við hrossabændur verðum með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir ofnýtingu lands. Þetta er til í nokkrum tilfellum. Hver og einn hrossabóndi verður að vera á varðbergi. VII. Lokaorð og þakkir Stjóm Félags hrossabænda þakk- ar öllum samstarfsaðilum og þeim er starfað hafa fyrir félagið á árinu samstarfíð og væntir góðrar sam- vinnu um öll hagsmunamál greinar- innar. í þessari skýrslu er reynt að greina frá ölltun helstu verkefnum félagins og þeim málum er stjómin hefur fjallað um á umræddu starfstímabili. Aðalfundi Félags hrossabænda er óskað góðra starfa. 48- FREYR 1/99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.