Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 55

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 55
ráð í New York og Dan Slott í Bandaríkjunum, eru að ýta úr vör. Verkefnið er eins árs kynningar- prógramm sem felst m.a. í þvi að senda út stuttar kynningarmyndir um íslenska hestinn til 200 banda- rískra sjónvarpsstöðva, fá um- ijöllun í hestatímaritum, dag- blöðum og öðrum fjölmiðlum. Sérstök heimasíða um íslenska hestinn og hvar er hægt að kynnast honum í Bandaríkjunum verður sett upp og eins upplýsingasími þar sem áhugasamir geta hringt og fengið upplýsingar um hestakynið, án endurgjalds. Einnig verður leitað til ræðismanna og annarra íslandsvina um að koma íslenska hestinum á framfæri sem víðast og settur verður saman sérstakur fyrirlestur- kynningarpakki sem hægt verður að bjóða ýmiss konar klúbbum upp á. Verkefni þetta er mjög umfangs- mikið og er fjármagnað af aðilum hér á íslandi að helmingi, aðila í Bandaríkjunum að '/2 og af ferða- málageiranum að '/2. Verkefni þetta verður nánar kynnt í markaðs- nefnd aðalfundar. Ferðin til Bandaríkjanna var mjög lærdómsrík. Undirrituð heim- sótti fimm fylki, sótti sýningar, fundi og heimsótti bú og tamninga- stöðvar. Ljóst er að Bandaríkin bjóða upp á mikla möguleika, en þarfir þess markaðar eru þó allt aðrar en þarfir innanlands- markaðarins. Langmest eftirspum er eftir mjög ömggum hestum sem tölta hreint. Útlitið skiptir miklu máli og auðveldara er að selja stærri hrossin. Eitt stærsta vanda- málið í markaðssetningu í Banda- ríkjunum er hin mikla stærð markaðarins og hversu litla mögu- leika við höfum á að fullnægja eftirspurn eftir þekkingu og fróðleik tengdum hestinum. Þrátt fyrir að margt gott sé verið að vinna í Bandaríkjunum hafa einnig skapast þar margvísleg vandamál, flest sprottin af vanþekkingu, auk þess sem við eigum í mikilli samkeppni við Þjóðverja og aðra um þennan markað. Undirrituð vinnur nú að gerð fyrirlesturs um möguleika á Bandaríkjamarkaði og stendur deildum félagsins til boða að fá mig á fund til að kynna þetta mál, auk þess sem málið verður reifað í markaðsnefnd aðalfundar. IV. Kynningarefni 4.1 Auglýsingar. A árinu voru hannaðar aug- lýsingar til kynningar á íslenska hestinum og voru þær birtar víðs- vegar, t.d. í uppflettiritinu "Iceland Country and People" sem gefið er út af Iceland Review og kemur út í stóru upplagi og á mörgum tungu- málum. Einnig hefur verið auglýst í tímariti vamarliðsmanna "Iceland Explorer" og víðar. Þjónusta félagsins var auglýst í Eiðfaxa Intemational og í sérriti um Island hjá Islandshásten og Hást Fynd í Svíþjóð. Einnig auglýsti félagið í mótsskrá Landsmótsins sem og Islandsmótsins. 4.2 Hótelrásin. Islenski hesturinn hefur undan- farið ár verið kynntur á svokallaðri hótelrás. Um er að ræða stutta kynningarmynd sem sýnd er á hótelum víðsvegar um land. Við- brögð við myndinni hafa verið góð og því er til skoðunar að endumýja birtingarsamninginn og halda sýningu hennar áfram. 4.3 Handbók um hirðingu, þjálfun og meðferð. Verkefhi þetta, sem kynnt var á síðasta ári, er enn á undirbúnings- stigi, enda leyfðu aðstæður í ár ekki að farið yrði út í það af fullum krafti. Ljóst er þó að þörfin er mikil fyrir slíka bók og verður þetta tvímælalaust eitt af forgangsverk- efnum næsta árs. Slík bók myndi innihalda grunnupplýsingar um fóðrun, reiðmennsku, reiðtygi, járningar, aðbúnað og umhirðu. Hugsanlega gæti slík handbók fylgt upprunavottorðum. 4.4 Iceland Export Directory. Félagið hefur undanfarið ár skráð sig í Iceland Export Directory sem er skrá yfir íslensk útflutnings- fyrirtæki, gefin út af Útflutnings- ráði. Okkur hafa borist margar fyrirspurnir sem rekja má til þessarar skrár og er hún því góð leið til að koma félaginu á framfæri. 4.5 Eldra kynningarefni. Félagsmönnum stendur til boða að kaupa eldra kynningarefni á skrifstofu félagsins. Vandaður kynningarbæklingur i lit um íslenska hestinn er fáanlegur á þremur tungumálum; ensku, sænsku og þýsku, og kostar kr. 50 stk. Myndband félagsins Equus Islandicus fæst einnig hjá markaðs- fulltrúa og kostar kr. 1.250 fyrir félagsmenn. Myndin fæst á ensku og þýsku. V. Markaðsráðstefna Sjá grein eftir Brynjólf Sandholt fyrrv. yfirdýralækni, Alþjóðleg markaðsráðstefna um útflutning hrossa, hér framar í blaðinu. VI. Starf með deildum 6.1 Fundir. Vegna hitasóttarinnar varð lítið af ferðalögum markaðsfulltrúa út um land til fundahalda. Rétt áður en FREYR 1/99 - 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.