Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 57

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 57
IX. Markaðs- hindranir og flutningsleiðir 9.1 Blóðpróf í Kanada/USA Unnið hefur verið í því að fá að gera blóðpróf, sem gerð er krafa um vestanhafs, hér á landi. Þessu máli hefiir nokkuð miðað, en enn hafa yfirvöld vestanhafs ekki gefið grænt ljós á að greina megi blóðið á Keldum. 9.2 Tollamál. Ekki hafa orðið neinar breytingar á tollamálum í viðskiptalöndum okkar á árinu. Félagið hefur lagt þunga áherslu á úrbætur í tolla- málum í öllum viðræðum sínum við yfirvöld og nú nýverið sögðust fúlltrúar landbúnaðarráðuneytisins bjartsýnir á að úrbætur næðust í tollamálum í Noregi. Nauðsynlegt er fyrir alla hagsmunaaðila að standa saman að því að þrýsta á yfirvöld um úrbætur í þessum málaflokki. 9.3 Útflutningsleiðir. Sú ánægjulega þróun átti sér stað á árinu að nú er kominn í gang útflutningur beint frá bæði Norður- landi og Austurlandi. Austlend- ingar bjóða upp á flutninga með Norrænu, auk þess sem flugvöllur- inn á Egilsstöðum er alþjóðlegur flugvöllur og því er hægt að flytja hross beint þaðan. Útflutningur frá Norðurlandi er einnig hafín og hafa hross verði flutt þaðan beint með skipi og eru flugflutningar einnig framundan. Hagstæðir samningar hafa náðst um flug til Bandaríkjanna og hefúr sá kostnaður því lækkað. Á heildina litið eru flutningamál í góðum farvegi og samkeppni flutninga- félaganna hefur orðið til þess að valkostir í flutningum eru orðnir fleiri og betri. X. Hitasótt í hrossum í febrúar varð vart við smitandi sjúkdóm í hrossum á höfuðborgar- svæðinu og náðist ekki að einangra hann við einstök hesthús eða hesthúsahverfí. Fljótlega var sett bann á allan útflutning hrossa og stóð það bann í fjóra mánuði. Ekki þarf að rekja sögu þessa sjúkdóms hér enda hrossabændum vel kunnugt um það ferli sem á eftir fýlgdi. Hins vegar ætla ég hér að fjalla um hugsanleg áhrif sjúk- dómsins og útflutningsbannsins á markaðinn og starf markaðsfulltrúa er tengdist sjúkdómnum. 10.1 Áhrif á markaðinn. Enn er of snemmt að spá fyrir um endaleg áhrif þessa sjúkdóms á markaði íslenska hestsins. Ljóst er þó að útflutningsbannið skaðaði erlenda markaði og varð til þess að kaupmenn og söluaðilar erlendis urðu að leita annað eftir hrossum. Við það mynduðust ný viðskipta- sambönd sem líklega munu, a.m.k. í einhverjum tilfellum, halda í framtíðinni. Veglegt landsmót og niðurfelling útflumingsbanns urðu til þess að markaðimir tóku aftur við sér og hefúr útflutningur verið með eðlilegu móti nú í haust. Vissulega höfðu menn gert sér vonir um að árið í ár yrði metár í útflutningi, enda landsmótsár og menn horfðu á 3000 hrossa takmarkið. Sá draumur varð hins vegar ekki að veruleika og um langan tíma snerist lif þeirra er lifa af hrossaútflutningi upp í martröð. Hitasóttin hafði líka þau áhrif að meira og minna öll sala lá niðri, líka innanlands, og því er framboð söluhrossa mikið þessa dagana sem gemr leitt til verðlækkanna. Það er því mikilvægt fyrir bændur að grisja stóð sín og reyna að vinna vel úr þeim hrossum sem geta verið verðmætaskapandi. Einnig má velta því fyrir sér hvort að útflutningsbannið hafi haft meiri áhrif á suma markaði en aðra, t.d. sjáum við mikinn samdrátt í útflutningi til Þýskalands og má gera því skóna að þar hafi bannið haft meiri áhrif enda er hrossa- framboð á innanlandsmarkaði þar meira en á öðrum mörkuðum. í viðtölum við aðila erlendis hef ég ekki orðið vör við að menn muni setja þennan sjúkdóm fyrir sig þegar kemur að því að kaupa hross hér aftur og flestir hestamenn erlendis litu á sjúkdóminn sem léttvægan. Hins vegar munum við ekki sjá fyrr en að næsta ári loknu hversu mikið erlendir markaðir okkar hafa skaðast til lengri tíma. Árið 2000 gæti svo orðið prófsteinn á það hvort við náum aftur að nálgast 3000 hrossa takmarkið í útflutningi. 10.2 Starf markaðsfulltrúa tengt hitasótt. Undirrimð starfaði að dreifingu upplýsinga til bænda á meðan á sjúkdómnum stóð. Eg sendi út á annan tug fréttabréfa með upp- lýsingum af fundum á vegum yfirdýralæknis, reglugerðum og fréttatilkynningum frá yfirdýra- lækni. Einnig sat undirrituð alla fundi er haldnir voru á höfúðborgarsvæðinu og tengdust málinu og reyndi eftir fremsta megni að miðla upplýs- ingum til bænda og hestamanna sem hringdu á skrifstofu félagsins. Markaðsfulltrúi tók að sér að vera nokkurs konar blaðafúlltrúi yfírdýralæknisembættisins og sá um að dreifa réttum upplýsingum um sjúkdóminn og þróun og dreifingu hans til aðila erlendis. Send voru fréttabréf á stjómarmenn í landssamtökum allra FEIF landa, FREYR 1/99 - 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.