Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Síða 59

Freyr - 01.01.1999, Síða 59
Athugið einnig að nauðsynlegt er að skila skýrslum til BÍ og Ormsson um hvaða merkingar- menn fá hvaða merki, þ.e. númeraraðir. Þetta er nauðsynlegt til að hægt sé að halda utan um skýrsluhaldið er tengist örmerkj- unum. XII. Ýmis mál 12.1 Starf með Útflutnings- og markaðsnefnd. Undirrituð hefur sótt fundi Utflutnings- og markaðsnefndar og starfað að ýmsum málum fyrir nefndina. Mestur tími fór á þessu ári í að starfa að undirbúningi markaðsráðstefnu í Hrafnagili í tengslum við landsmótið. Þar sá undirrituð m.a. um tengsl við erlenda fyrirlesara, auglýsingagerð, dreifingu á kynningarefni og annan undirbúning. Auk mín skipuðu undirbúningsnefndina þau Brynj- ólfur Sandholt og Ema Amardóttir, sem upphaflega átti hugmyndina að ráðstefnuhaldinu. 12.2 Vinnuhópur á vegum Alþingis. Síðastliðin vetur boðuðu nokkrir alþingismenn til fúndar um mikil- vægi íslenska hestsins og þeirrar verðmætasköpunar sem honum fylgir. Hópurinn hittist tvisvar og sóttu markaðsfulltrúi og formaður þá fúndi. Undirrituð tók svo sæti í undirhópi er hittist og fjallaði um útflutningsmál og sjúkdóma. M.a. ljallaði sá hópur töluvert um hita- sóttarmálin. Stefnt er að því að þessi hópur taki upp þráðinn að nýju nú í haust, en Ámi Mathiesen alþingismaður leiðir hópinn. 12.3 Fréttabréf. Fjöldi fréttabréfa hefur verið sendur deildum félagsins á árinu. Rétt er að hvetja félagsmenn til að hafa samband við deildarformenn sína og fylgjast með þeim málum er félagið kynnir deildunum. Eins og áður hefur komið fram sendi félagið frá sér mörg fréttabréf á meðan á hitasóttinni stóð, auk þess sem allir stjórnarmenn deilda fá fundargerðir stjórnar, auk annarra samstarfsaðila sem þess hafa óskað. Einnig hefúr markaðs- fulltrúi séð um að koma fréttum af starfi félagsins og sjónarmiðum greinarinnar á framfæri í fjöl- miðlum, með greinaskrifum og í viðtölum. 12.4 Samstarf við embætti yfírdýralæknis. Eins og komið hefur fram hér á undan starfaði markaðsfulltrúi tölu- vert með embætti yfírdýralæknis á árinu. Eg tel mikilvægt og jákvætt að félagið hafí sem mest samskipti við embættið og hafí þannig greiðan aðgang að upplýsingum um hagsmunamál er greinina varðar. Nauðsynlegt er að félagið styðji við bakið á mikilvægum rannsóknar- verkefnum, s.s. á sumarexemi og spatti, en það eru þeir sjúkdómar sem mest áhrif hafa á markaðsmálin. 12.5 Umsókn um styrk vegna landlæsisveggspjalds. Á árinu hafði Björn Barkarson hjá Landgræðslunni samband við mig og lagði til að við sæktum um styrk til Umhverfissjóðs verslunar- innar til gerðar veggspjalds er myndi auðvelda hestamönnum að meta ástand beitarlands. Sótt var um styrk í nafni félagsins, en sjóðurinn sá sér ekki fært að verða við þeirri umsókn. 12.6 Enn og aftur til umhugs- unar. I síðustu ársskýrslu greindi ég frá kvörtunum erlendra aðila um ormasmit í innfluttum hrossum. Því miður hefur ekki dregið úr þessum kvörtunum og því þurfum við að leggja áherslu á aukna orma- hreinsun og fræðslu þar um. Gæða- stýring er það sem koma skal og ormahreinsun og annað sem lýtur að venjubundnum heilbrigðis- aðgerðum verður að vera forgangsatriði í meðferð íslenska hestsins. Lokaorð Að lokum vil ég þakka öllum þeim er starfað hafa með mér á þessu ári, sérstaklega formanni og stjóm, forsvarsmönnum deilda okkar vítt og breitt um landið, starfsfólki BÍ, Framleiðsluráðs og öllum öðrum er hafa lagt eitthvað af mörkum til markaðsstarfa félagsins. Eg hvet félagsmenn alla til að kynna sér verkefni félagsins og hika ekki við að hafa samband við skrifstofu félagsins. Aðalfundi Félags hrossabænda 1998 er óskað góðra starfa. MOLAR Aukið frelsi í löndum ESB Meginreglan um að ESB sé eitt atvinnusvæði gildir einnig um bændur. Bóndi í hvaða ESB landi sem er getur sótt um að ganga í hvaða samvinnurekið afúrðasölu- félag sem er á svæðinu. Afurða- sölufélagið getur því aðeins hafnað umsókn að flutningur á t.d. lifandi búfé yfír landamæri bijóti í bága við lög viðkomandi lands urn sjúkdómavamir eða dýravemd. Bændur sem hyggjast nýta sér þennan rétt verða hins vegar að leysa vandamál er upp kunna að koma vegna tungumála eða ólíkra siða og reglna milli landa. (Bondebladet nr. 49/1S98) FREYR 1/99 - 55

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.