Freyr - 01.07.1999, Side 4
Ritstjórnargrein
Landbúnaður,
óðalserfingi eða olnbogabarn
Á þessari öld hafa mál skipast þannig, með hjálp nýrr-
ar tækni og þekkingar, að fæðuþörf í iðnríkjum heims
hefur verið fullnægt og gott betur. Um þessar mundir er
það þannig viðfangsefni stjómvalda í þessum ríkjum að
tempra ffamleiðslu matvæla. í stómm heimshlutum,
einkum þróunarlöndum, er þó matarskortur sem ekki
verður leystur til langframa nema með aukinni matvæla-
öflun heima fyrir.
Áhrif og völd einstaklinga, fyrirtækja, stétta og stofn-
ana í lýðræðisríkjum, eru m.a. háð því hversu mikilvægu
hlutverki þau gegna í þjóðfélaginu. Landbúnaður hefur
verið á undanhaldi á þessari öld í iðnríkjum heims, æ
færra fólk þarf til að framleiða mat, framboð á matvælum
umfram eftirspurn hefur veikt stöðu landbúnaðarins, sem
og opinber stuðningur við landbúnað, sem tíðkast um all-
an hinn iðnvædda heim.
Merki þessarar veiku stöðu verða sífellt ljósari; tekjur
bænda dragast saman, kynslóðaskipti verða æ erfiðari og
byggð í dreifbýli grisjast. Hér er ekki á ferðinni neitt sér-
íslenskt fyrirbæri, heldur gerist þetta víða um hinn vest-
ræna heim, að því undanskildu að i þéttbýlum löndum
grisjast ekki byggð.
Fyrir einni öld lifðu tæplega 80% íslensku þjóðarinnar
af landbúnaði og bjó i dreifbýli og staða dreifbýlisins var
sterk. Nú búa um 8% þjóðarinnar í dreifbýli og staða þess
hefur veikst að sama skapi. Þessi breyting kemur skýrt
ffam bæði í þjóðfélagsumræðunni og birtist jafhvel í
dómum dómstólanna. Er þar skemmst að minnast um-
ræðu um yfirráðarétt yfir hálendinu í tengslum lagabreyt-
ingar vorið 1998, (breytingar á sveitarstjómarlögum), þar
sem því var mótmælt að lögsaga yfir hálendinu félli undir
aðliggjandi sveitarfélög, (kölluð tertusneiðaskipting á há-
lendinu). Þá má minna á nýlega dóma Hæstaréttar um
eignarrétt á jörðum, svo sem heimalands Skjöldólfsstaða
á Jökuldal, Hundadals i Dölum og á Geitlandi i Borgar-
firði, þar sem þinglýstar landmerkjaskrár frá síðustu öld
og þessari hafa ekki verið viðurkenndar sem haldbær
sönnun um eignarrétt og vitnað til þess að Landnámubók
taki þar ekki af öll tvímæli!!
í sjávarútvegi á sér einnig stað þróun sem er óhagstæð
hinum fámennari byggðarlögum. Þar hefúr réttur til fisk-
veiða verið að flytjast ffá smærri byggðarlögum til hinna
stærri í viðskiptum með kvóta og jafnvel að sterk fýrir-
tæki á stærri stöðum kaupi hlut í fyrirtæki eða heil fyrir-
tæki á smærri stöðum.
Enn má nefha þá breyttu kjördæmaskipan, sem verið er
að ganga ffá á Alþingi, þar sem dreifbýliskjördæmum er
fækkað úr sex í þijú um leið og þau stækka verulega.
Kunnugleiki þingmanna á högum og háttum umbjóðenda
sinna hlýtur að minnka við þá breytingu.
Af þeim þáttum, sem hér hafa verið raktir, er ljóst að
landbúnaðurinn er aðeins einn lítill biti i stærra púslu-
spili, sem er hin almenna þjóðfélagsþróun, hér á landi og
annars staða um hinn vestræna heim. Hún gerist jafnt
fyrir það að fólk, sem lætur sig þjóðfélagsmál varða,
ráðamenn sem og almenningur, er uggandi i ýmsum
efnum yfir henni og margt er gert til að spoma gegn
þessari þróun. Stöðugur flutningur fólks til
höfuðborgarsvæðisins er t.d áhyggjuefni, annars vegar
vegna þess kostnaðar sem þjóðfélagið ber af opinberri
þjóðustu hvers konar á nýjum stað, en einnig af því að
eftir standa vannýtt verðmæti í opinberum þjón-
ustustofnunum sem og íbúðarhúsnæði og atvinnurekstri á
stöðum þar sem fólki fækkar. Þá eru ónefnd þau
menningarlegu og sögulegu verðmæti sem rýma í gildi ef
þeim er ekki haldið vakandi í lifandi umhverfi.
Eins og að líkum lætur spyija jafht lærðir sem leikir
hvort sú staða sem nú er uppi í þróun byggðar verði var-
anleg eða hvort breytinga sé að vænta. Því er að sjálf-
sögðu til að svara að fátt er varanlegt í heimi hér og allra
síst í atvinnu- og efnahagsmálum.
Utlit um fæðuffamboð miðað við eftirspum er allgott
næstu 10-15 árin. Búvömframleiðsla víða um heim
er um þessar mundir undir afar agaðri stjóm vegna
mikils framboðs og lágs verðs og er talið að um tveir
þriðju hlutar matvælaffamleiðslunnar lúti þessari al-
þjóðlegu stjóm. Eftir um fjögurra áratuga ofiffam-
leiðslutíma, þar sem verði á búvömm hefur verið þrýst
niður, hafa gæði þeirra minnkað á ýmsa vegu; óhófleg
notkun áburðar og jurtvamarefni hefur spillt jarðvegi
og uppskeru, hormónanotkun í búfjárrækt er viðhöfð
en mætir andspyrnu, erfðabreyttum jurtum var í
upphafi tekið fremur jákvætt, en andstaða gegn þeim
fer vaxandi. Varasöm notkun hráefna í fóður og óvönd-
uð meðferð þess hefúr kallað ffam sjúkdóma svo sem
kúariðu og nú síðast díoxínmengun fóðurs í Belgíu og
grannríkjum, og hafa ósannfærandi viðbrögð
stjómvalda, bæði í Bretlandi og Belgíu, skert tiltrú
almennings til þeirra um að allrar varúðar sé gætt.
Frh. á bls. 18
4- FREYR 8/99