Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 13

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 13
Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn Aseinni árum hefur athygli beinst að því að omega-3 fitusýrur er að fmna í ýms- um matvælum frá landbúnaði. I fæði íslendinga koma þessar fitu- sýrur aðallega úr fiskmeti en tilvist omega-3 fítusýra í landbúnaðaraf- urðum má meðal annars rekja til sjávarfangs í fóðri. Gagnvart land- búnaðinum hafa þessar fítusýrur tvær hliðar: Annars vegar er holl- ustugildi þeirra en það er ótvirætt. Hins vegar eru atriði sem lúta að bragðgæðum og geymsluþoli af- urða. Bæði þessi atriði skipta máli fyrir sölu- og kynningarstarf. Fita og fítusýrur í afurðum eru því mik- ilvægir gæðaþættir sem nauð- synlegt er að huga að til að tryggja samkeppnisstöðu afurðanna. Fitusýrur og heilsa Þegar fjallað er um omega-3 fítu- sýrur þarf einnig að gera grein fyrir öðrum gerðum fitusýra og magni fitunnar sjálfrar. Einkum þarf að hafa í huga að mettaðar fitusýrur auka líkur á hjarta- og æðasjúk- dómum. Manneldisráð Islands mælir með því að íslendingar dragi úr neyslu á fitu og þá sérstaklega mettuðum fítusýrum. Mettaða fitu er að finna í mörgum fæðutegund- um, þar á meðal kjöti og mjólkur- vörum. I breskri rannsókn kom í ljós að omega-3 fitusýrur úr kjöti skipta máli í neyslunni þegar fiskneysla er takmörkuð (1). Á íslandi er físk- neysla með þvi mesta sem þekkist í heiminum og því mætti ætla að fískur legði til stóran hluta af omega-3 fítusýrum í fæði íslend- inga. Samkvæmt útreikningum Manneldisráðs Islands koma að meðaltali um 8% af omega-3 fítu- sýrum í fæðunni úr kjöti og um 1% úr eggjum. Lambakjöt leggur til 4% eftir Ólaf Reykdal, Matvæla- rannsóknum Keldnaholti, og Guðjón Þorkelsson, Rannsókna- stofnun fisk- iðnaðarins af omega-3 fítusýrum. Að meðaltali koma um 17% af mettaðri fítu úr kjöti og 1% úr eggjum. Útreikning- amir em byggðir á könnun á matar- æði íslendinga 1990 og viðbótar- upplýsingum frá 1996. Fitusýrur í kjöti Erlendis hafa ljölmargar tilraun- ir miðað að því að auka hlut omega-3 fitusýra í kjötvörum og eggjum. Hér á landi hefur hagnýt- ing á fiskimjöli skapað hefð fyrir afurðum með omega-3 fítusýrum úr sjávarfangi. Neytendur hafa notið góðs af þegar litið er á holl- ustuhliðina en þeir hafa líka kvart- að undan bragðgöllum og vel má vera að það hafí komið niður á sölu. Líklega er smekkur íslenskra neytenda aðlagaður hefðbundnum íslenskum vömm. Hins vegar þarf að hafa í huga að erlendir neytend- ur gætu gert allt aðrar kröfur en þetta skiptir miklu máli við út- flutning og þjónustu við ferða- menn. Gera þarf greinarmun á kjötteg- undum þegar Qallað er um omega- 3 fítusýrur. Omega-3 fítusýrur, eins og önnur ómettuð fíta, skilar sér beint í afurðir einmaga dýra, og geta verið þar í talsverðu magni og haft áhrif á eiginleika afurðanna. Hins vegar sleppur að- eins hluti ómettaðar fítu óbreyttur í gegnum meltingarveg jórturdýra og því þarf ekki að óttast miklar breytingar á eiginleikum afurð- anna. Lambakjöt Athyglinni hefur nokkuð verið beint að omega-3 fitusýrum í lambakjöti á seinustu árum. Áður fyrr var þessum fítusýrum tæpast gefínn gaumur þegar rætt var um samsetningu á lambakjöti. Með betri mælitækni og fleiri rann- sóknum hefur orðið ljóst að Hvað eru omega-3 fitusýrur? Omega-3 fitusýrur eru ákveðin gerð fjölómettaðara fitusýra. Omega-3 fitusýrum má skipta í fitusýrur sem eru upprunnar í plöntum (C18:3 n-3) og þær sem nefndar hafa verið sjávar- fangsfitusýrur eða langar omega-3 fitusýrur (C20:5 n-3, C22:5 n-3 og C22:6 n-3). Þegar talað er um omega-3 fitusýrur í þessari grein er átt við summu framangreindra fjögurra fitusýra. Omega-3 fitusýrur úr sjávarfangi draga úr líkum á hjarta- og æðasjúk- dómum. Talið er að ákveðið jafnvægi hafi verið milli omega-3 og omega-6 fitusýra í fæði mannsins frá öndverðu en á síðustu áratugum hafi hlutur omega-3 fitusýra minnk- að. FREYR 8/99 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.