Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 16
Hagstœð þróun
r
Oðum styttist í aldamótin og
því ekki úr vegi að horfa til
baka og athuga það sem
hefur verið að gerast í veiðimálum.
Stórfelld breyting hefur orðið á
seinni hluta aldarinnar frá því sem
var áður, hvað varðar veiðifyrir-
komulag á laxi og göngusilungi og
í tekjuöflun vegna þessara hlunn-
inda.
Þrátt fyrir að stangaveiði hafí
hafíst hér á landi eftir miðja sein-
ustu öld, fyrst og fremst fyrir til-
verknað enskra veiðimanna, sem
hingað lögðu leið sína, komst ekki
verulegur skriður á þátttöku lands-
manna í stangaveiði í ám og vötn-
um hér á landi fyrr en eftir heim-
styrjöldina seinni, 1939-1945.
Stangaveiði Islendinga hefur vaxið
stöðugt seinustu 50 ár. Nýlega
hélt elsta og öflugasta stangaveiði-
félagið, sem nú er starfandi,
Stangaveiðifélag Reykjavíkur, upp
á 60 ára afmæli sitt. Félagið telur
2.300 félagsmenn og leigir SVFR
um 15 veiðisvæði víðsvegar um
land. Það hefur til ráðstöfunar
veiðimála
eftir r \
Einar
Hannesson 1 -/
fulltrúa
6.600 stangaveiðidaga á þessu
sumri fyrir lax og silung og er með
stærsta stangaveiðipottinn hér á
landi.
Stangaveiöi ört vaxandi
Á þessum seinni aldarhelmingi
hefúr stangaveiði því vaxið hröðum
skrefúm og nær það til allra þjóðfé-
lagshópa sem rekja má m.a. til al-
mennra þjóðfélagsbreytinga sem
orðið hafa á þessum tíma. Er því
nú svo komið að stangaveiðin er sú
veiðiaðferð sem beitt er í langflest-
um straumvötnum landsins en neta-
veiði verið aflögð. Jafnframt komu
silungsárnar með sjóbirting og sjó-
bleikju til sögunnar sem skemmti-
legar stangaveiðiár, þar sem víða
var áður stunduð netaveiði og
ádráttur, eins og í Vestur- Skafta-
fellssýslu.
Laxalagnir týna tölunni
Seinustu vatnsföllin, þar sem
netaveiði á laxi og göngusilungi
var viðhöfð í ríkum mæli, eru
Hvítársvæðið í Borgarfírði, Ölfusá
og Hvítá í Ámessýslu og Þjórsá,
en í Þjórsá er eingöngu unnt að
veiða lax í net. Netaveiðin fyrir
lax í Hvítá í Borgarfírði hefur um
margra ára skeið verið keypt upp
með sérstökum samningi milli
netabænda og bænda við hliðarár
Hvítár, sem ráðstafa veiðinni til
stangaveiðimanna. Þá hefur veru-
lega dregið úr netaveiði á vatna-
svæði Ölfusár frá því sem áður var
og stangaveiði tekin upp í staðinn.
Þá hafa allar sjávarlagnir til lax-
veiði verið keyptar upp með
frjálsum samingum við eigendur
þeirra að frumkvæði Félags um
uppkaup laxalagna í sjó, sem nær
til Faxaflóasvæðisins, og Norður-
Atlantshafslaxasjóðsins, sem Orri
Vigfússon, veitir forustu. Þá
hefur laxalögn í sjó í Vopnafirði
verið tekin upp og lögð til nær-
liggjandi ár með sérstökum samn-
ingi og fær sjávarveiðijörðin arðs-
hlut í tekjum af laxveiðiánni. Er
því loksins komið til fullra fram-
kvæmda eitt mikilvægasta ákvæði
laganna frá 1932 um bann við lax-
veiði í sjó.
Veiðilöggjöfin lagði
grundvöilinn
Fullyrða má, að grundvöll þess-
arar hagstæðu þróunar megi þakka
setningu lax- og silungsveiðilag-
anna 1932. Sú félagslega uppbygg-
ing með stofnun og starfsemi veiði-
félaga, sem veiðilögin gerðu ráð
fyrir meðal annars, er tvímælalaust
Fossinn Glanni i Norðurá í Borgarfirði. (Ljósm. Einar Hannesson).
16 - FREYR 8/99