Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1999, Page 21

Freyr - 01.07.1999, Page 21
3.tafla. Heildarforöi köfnunarefnis (kg/ha) í efstu 10 sm nokkurra jarðvegsgeröa, hlutfall kolefnis og köfnunarefnis og losun (kg/ha) miðað við aö 0,5, 1 eða 2 % losni yfir vaxtartímann. Heildar N Losun í efstu 0,5% af 1% af 2% af 10 sm heild, heild, heild, Jarðvegur kg/ha C/N kg/ha kg/ha kg/ha Athugasemdir Mýrajörð [1] Hvanneyri 4000 18 20 40 80 -Mjög mikill forði -Mýramar rotna, alltaf einhver losun -Bleyta og hátt C/N hlutfall draga úrlosun Móajörð [1] Hvanneyri 5000 12 25 50 100 -Mjög mikill forði, jafnvægi á háu stigi Gljáajörð [1] Hvanneyri 3000 17 15 30 70 -Mikill forði -Bleyta og hátt C/N hlutfall draga úrlosun Móajörð [4] Gunnarsholt 1900 12 9 19 36 -Meðal forði, e.t.v. enn í uppbyggingu -Mjög hagstæðar aðstæður fyrir losun Sandjörð [4] Víkursandur 100 9 0,5 1 2 -Forði í uppbyggingu. Hér þarf áburður eða uppsöfnun með belgjurtum að vera umfram það sem fjarlægt er með uppskeru. Klapparjörð [4] Geitasandur 200 11 1 2 4 [10] þá hefur vaxtarsvörun fyrir öll næringarefnin N, P og K úr búfjár- áburði sem dreift var með yfir- breiðslu verið 40 - 70% af því sem fékkst fyrir samsvarandi magn í til- búnum áburði. Hér þarf að athuga ástæður lélegrar svörunar og athuga svigrúm til betri nýtingar búfjár- áburðarins og athuga hvemig ná megi betri nýtingu köfhunarefnis- ins og allt að 100% nýtingu fosfórs og kalís. Mat á áburðarþörf í vistvænum landbúnaði Við mat á áburðarþörf í vistvæn- um landbúnaði eins og það er fram- kvæmt í Þýskalandi er tekið tillit til eftirfarandi atriða en þetta er sam- bærilegt við aðferð sem Friðrik Pálmason [3] hefur kynnt: Áætlað er hve mikil, uppskeran muni verða t.d. 40, 50 eða 60 hkg/ha af heyi (þurrefni). Efnamagn í uppskeru (NPK) er einnig áætlað og það er reiknað út hversu mikið muni verða fjar- lægt með uppskemnni. Það gefur hina eiginlegu grunnáburðarþörf, en siðan er leiðrétt eftir efna- ástandi jarðvegs. Eftir ástandi jarðvegsins, jarð- vegsgerð og tölum úr jarðvegs- greiningu, er metið hvemig nær- ingarefnaástand jarðvegsins er og fyrir köfnunarefni hversu mikið muni losna yfír vaxtartímann og hversu mikið muni bindast úr andrúmslofti. Fyrir akurlendi er áætlað hversu mikið muni losna úr jurtaleifúm fyrra árs, mismikið eftir því hvort graslendi er brotið eða t.d. kom eða kartöflur hafa verið ræktuð í landinu árið á undan. Áburðarþörfin er þá gmnnáburð- arþörfm, stundum með viðbót eða frádrætti fyrir fosfór og kalí eftir því hver staða þessara næringarefna í jarðveginum er [2,7]. Síðan er það efnamagn, sem losnar úr jarðveg- inum yfír vaxtartímann og því sem skilar sér úr jurtaleifum fyrra árs, dregið frá. Til að útskýra þetta nán- ar er rétt að taka dæmi og þá sér- staklega líta á köfnunarefnið. Köfnunarefni Köfnunarefni jarðvegsins er nær eingöngu bundið í lífrænum efnum og lífVerum jarðvegsins. Einungis örlítill hluti er í ólífrænu formi, ammónium og nítrat, sem jurtir geta tekið beint upp. Losun köfnun- arefnis úr lífræna forðanum og binding úr andrúmslofti byggir nær eingöngu á lífstarfsemi jarðvegsins, sem aftur er háð hita, vatni og magni lífrænna efna í jarðveginum: Hiti. Innan við 5°C er lífsstarf- semi mjög takmörkuð en eykst hratt við aukinn hita. Þar sem jarðvegur á íslandi nær ekki meira en 10-15°C hita er þessi þáttur alltaf takmarkandi. Það er mjög líklegt að það samband FREYR 8/99 - 21

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.