Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 26

Freyr - 01.07.1999, Blaðsíða 26
Hundapest eða hundafár Nú er liðið nokkuð á fjórða áratug síðan hundapest (hundafár) gekk síðast hér á landi, og þá einungis um suðurhluta landsins, og rúm sextíu ár síðan næstsíðasti faraldur gekk yfir. Því eru nú margir hundaeigendur alls ókunnir þessum sjúkdómi og því full ástæða til að greina lítilsháttar frá honum og síðasta faraldri sem hér gekk því að ef að líkum lætur á sjúkdómur þessi eftir að heimsækja landið á ný og gerir ekki boð á und- an sér. Það er hins vegar mikilvægt að hundaeigendur geti fljótt gert sér grein fyrir því ef sjúkdómurinn ger- ir vart við sig í hundum þeirra og gert viðhlítandi ráðstafanir án tafar. Hundafár eða hundpest (febris catarrhalis epizotica canis) er bráð- ur smitsjúkdómur sem er landlægur víða um lönd, einkum í stórborg- um. Þar er sjúkdómurinn einkum bundinn við hvolpa en síður full- orðna hunda þar sem fullorðnir hundar hafa flestir fengið veikina sem hvolpar. Sjúkdómnum er nú víða haldið í skefjum með regluleg- um bólusetningum en þær eru kostnaðarsamar og hafa vissa ann- marka. Þó að hundapest hafí aldrei orðið landlægur sjúkdómur hér á landi hefur hann oft borist til lands- ins með innfluttum hundum eða svonefndum skipshundum. Tjón af völdum sjúkdómsins hefur þá orðið tilfmnanlegt því að í sumum sveitum gjöreyddust hundar og var það mjög bagalegt meðan menn þurftu mjög á hundum að halda við smalanir og ijárgæslu nær allan árs- ins hring. Hundapest áður vel þekkt hér á landi Alla 18. og 19. öldina má heita að faraldrar af hundapest bærust til landsins á 30-40 ára fresti og dóu eftir Páll A. Pálsson dýra- lækni svo út á einu eða tveimur árum. Undir lok 19. aldar urðu faraldrar af þessum sjúkdómi tíðari og voru þá sett lög árið 1909 sem bönnuðu innflutning á hundum nema með sérstöku leyfi stjómvalda. Var á þann hátt reynt að girða fyrir að hundafár bærist til landsins, „en það hefur oft gjört landsmönnum óbætanlegt tjón“, eins og segir í greinargjörð fyrir frumvarpinu. Þrátt fyrir hömlur á innflutningi hunda hefur faraldur af hundafári þrívegis gert vart við sig síðan lög- in voru sett, þ.e. skömmu eftir 1920, 1941-1942 og 1966. Eins og fyrr greinir er orsök hundapestar paramyxoveimr sem náskyldar em mislingaveirum. Valda þær hitasótt og bólgu i önd- unarfærum og meltingarfæmm, og oft einnig er ffá líður bólgum í mið- taugakerfí með meiri og minni löm- unum. Fyrir nokkmm áram höfðu menn gran um að samband væri milli hundapestar og mænusiggs í fólki, en sá grunur reyndist vera ástæðulaus. Mönnum stafar engin hætta af hundapest. Hins vegar leggst hundapest bæði á minka og refí og getur á þann hátt valdið veralegu tjóni. Venjulega líða ekki nema 3-5 dagar frá því að hundur smitast af hundapest þar til sjúkleg einkenni koma fram. Þó getur meðgöngu- tíminn verið allt að 10-12 dögum. Einkenni hundapestar geta verið margvísleg þar sem mörg líffæri era venjulega undirlögð samtímis. Venjulega byrjar veikin með hita- sótt, 40-4 loC. Jafnframt verður hundurinn daufur, leitar eftir að liggja afsíðis, missir matarlyst, og verður ógegninn. Eftir tvo til þrjá daga fara einkenni hundapestar að koma fram, þá fer að bera á rennsli úr augum og nösum, sem fyrst er tært og slímkennt, en verður brátt vogkennt og sest utan á trýnið og í augnkróka, þomar þar og verður að brúnleitum skorpum. Hundurinn verður ljósfælinn og píreygður. Sjúklinginn klæjar oft og nuddar trýnið og hausinn með framlöppun- um. Við það magnast bólgan og getur gripið yfir á sjáaldrið, sem verður mjólkurlitað og ógagnsætt. Oft ber töluvert á hnerra eða hósta þegar hálsbólga og lungakvef fara að gera vart við sig. 1 kjölfar kvefs- ins fylgir iðulega lungnabólga sem oft dregur hundinn til dauða. Sér- kennileg útbrot á húðinni era oft einkenni hundapestar. Fyrst sjást litlar rauðar bólur sem fyllast af vogkenndri vilsu. Þessar bólur era helst að flnna á kvið og innanvert á læram. Hundapest leggst oft á meltingarfæri og veldur bólgu í slímhúð maga og mjógama. Lýsir það sér einkum með uppköstum og daunillum niðurgangi og miklum þorsta. Einkenni, sem benda til sýkingar á miðtaugakerfí, koma í ljós eftir nokkurra daga veikindi. Mest áberandi era krampadrættir í höfði og hálsi en geta komið annars staðar, t.d. í ganglimi. Þegar frá liður sjást oft lamanir, einkum í aft- urfótum. Af því sem hér er á drepið er ljóst að hundapest getur hagað sér mjög misjafnlega allt eftir því hvaða lif- færi verður fyrir barðinu á sýkingu. Hér á landi, þar sem hundapest gengur yfir sem faraldur, er grein- 26 - FREYR 8/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.