Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1999, Side 28

Freyr - 01.07.1999, Side 28
frá hundapestafaraldri þeim sem hér geisaði árið 1966. Þessi faraldur mun eftir því sem næst verður kom- ist hafa hafist austur í Hvamms- hreppi í V-Skaftafellssýslu í septem- ber og má rekja upphafið til hunds sem smyglað var til landsins. Strax voru sóttir austur fjórir hundar og var unnt að staðfesta sjúkdómsgreining- una á þeim á Keldum. Þar sem yfir stóðu smalanir og réttir víða um Suðurland var erfitt að fá menn til að einangra hunda sína. Jafnframt voru aðvaranir sendar út í útvarpi og blöðum til hundaeiganda um að einangra hunda sína svo sem frekast væri unnt. Menn tóku þessu misvel og áfram breiddist pestin út um austur Rangárvallasýslu og Amessýslu. Mest varð hennar vart í lágsveitum sýslnanna. Þaðan barst hún síðan vestur um Hellisheiði og olli miklum usla í minkahundabúi Karls Carlsens í Mosfellssveit en þar drápust eða vora drepnir nær 80 hundar. Veikin stakk sér líka niður á næstu bæjum við minka- hundabúið. Um svipað leyti barst veikin einnig suður til Hafnar- íjarðar þegar eigi voru virt fyrir- mæli stjórnvalda. Voru menn gerðir út til að farga hundum sem voru á flækingi á víðavangi. Máttu eigendur þeirra kenna tjón sitt eign óaðgæslu og kæruleysi. Einna tilfinnanlegast var tjónið í minkahundabúi Carlsens en marg- ir hundanna sem drápust þar eða var fargað voru góðir veiðihundar. Eigendur reyndu að flytja hunda sína burt úr búinu strax og veik- innar varð vart en urðu of seinir. Þegar leið fram í nóvember bar minna á veikinni og um áramótin 1966-67 virtist veikinni lokið. Hafði hún þá geisað á svæðinu ffá Vík í Mýrdal að Hvalfirði og orðið nær 200 hundum að fjörtjóni, auk nokkurra sem var fargað vegna ílækings. Einna verst tókst að ein- angra tíkur sem voru lóða. Ef hér verður tekin upp bólusetn- ing á hundum með lifandi bóulefni má búast við að hundapest verði hér landlæg með allri þeirri fyrir- höfn og kostnaði, sem því yrði sam- fara, því að seint fáum við alla hundaeigendur til að bólusetja hunda sína, m.a. vegna kostnaðar, fyrirhafnar og óhagræðis. Þá má ekki gleyma því að hunda- pest leggst á minka og refi og gæti valdið miklu tjóni í refa- og minka- búum ef illa tekst til. Helstu heimildir: Jón Hjaltalín: Lækningabók, Kaup- mannahöfn 1837. Magnús Einarsson: Dýralækninga- bók, Reykjavík 1931. Neal Nathanson og Páll A. Pálsson: Multiple Sclerosis an canine Distemper in Iceland. The Lancet 1976. B. Riis: Nord. Vet. Med. 1962, 13. Sigurður Einarsson: Alidýrasjúk- dómar, stutt ágrip. Akureyri 1915. Snorri Jónsson: Heilbrigðistíðindi, Reykjavík 1871. Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing íslands IV. Kaupmannahöfn 1922. Kristleifur Þorsteinsson: Héraðssaga Borgarfjarðar II. Reykjavík 1938. The Merck Veterinary Manual, eight edition, 1998. IVlol Frakkar krefjast tafarlauss banns á notkun kjötmjöls í fóður Fátt hefur vakið meiri athygli síðustu vikur í Evrópu og víðar um heim en díoxínmálið í Belgíu þar sem í ljós kom að díoxín, sem er hættulegt eitur fyrir búfé og menn, hafði komist í fóður. Mikið af belgískum mat- vælum hefur verið eyðilagt í kjölfar þess og önnur lönd, nr.a. Bandaríkin og Japan, hafa sett viðskiptabann á belgísk matvæli sem og mat- væli frá nálægum löndum. Þetta mál hefur orðið til þess að ríkisstjórn Frakklands, undir forystu Bernards Kouchners, heilbrigðisráð- herra, hefur krafist tafarlauss banns á notkun kjöt- og beinamjöls í búfjárrækt. í viðtali við franska dagblaðið Le Monde kveðst hann vilja binda sem fyrst enda á það „matvælastríð“ sem ríki um þessar mundir. Við viljum ekki, segir hann, standa í þeirri „villtu frjálshyggju“, með skammtímahagnað að leiðarljósi sem ógnar heilsu evrópskra neytenda. í Evrópu, segir hann, vatnar skipulega og samræmda stefnumörkun varðandi eftirlit og rannsóknir á gæðum mat- væla. Til að komast í fram- tíðinni hjá því að tekin sé áhætta með heilsu fólks krefst franska ríkisstjórnin banns við notkun á kjötmjöli í fóðri. Krafan nýtur stuðnings bæði fóðurframleiðenda og bænda- samtaka í Frakklandi. Heilbrigðisráðherrann telur að allur framleiðsluferill mat- vælanna frá býlinu til mat- borðsins skuli vottaður. Franska stjórnin leggur því til að á vegum ESB verði kornið á fót samræmdu opinberu eftirliti með heilbrigði og hollustu matvæla. (Intemationella Perspektiv nr. 19/1999) 28 - FREYR 8/99

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.