Freyr - 01.07.1999, Síða 29
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1999
Samræming
fóðurefnagreininga
Inngangur
Um þessar mundir eru rúmlega
30 ár frá því að skipulagðar efna-
greiningar á gróffóðri hófust hér á
landi. Það var haustið 1967 þegar
Rannsóknastoffiun landbúnaðarins
og Búnaðarfélag íslands stóðu fyrir
töku heysýna hjá bændum um allt
land(4). Síðan tók Rannsóknastofn-
unin alfarið við verkefninu. Var
þetta unnið að hluta til sem rann-
sóknarverkefni næstu fjögur árin,
þar sem ýmsum upplýsingum var
safnað samhliða efnagreiningun-
um. Árin 1971-1972 hóf rannsókn-
arstofa hjá Ræktunarfélagi Norður-
lands undirbúning að fóðurgildis-
mælingum og bauð í framhaldi af
því efhagreiningaþjónustu á fóðri<9).
Það var svo árið 1975 sem rann-
sóknastofa Bændaskólans á Hvann-
eyri hóf einnig að veita þessa þjón-
ustu(2). Var starfsemi fyrir heyefna-
greiningar rekin af þessum aðilum
til ársins 1996 þegar Ræktunarfélag
Norðurlands (RN) lagði starfsem-
ina niður og gerður var samningur
við Bændaskólann á Hvanneyri um
að þeir yfírtækju rekstur og verk-
efhi RN. Það stóð aðeins í eitt ár
þar sem ekki urðu frekari efndir á
samningnum og Búnaðarsamband
Eyjafjarðar (BSE) keypti rekstur og
tæki og hefur síðan þjónustað Eyja-
fjarðarsvæðið. Á síðasta sumri
ákváðu Bændaskólinn á Hvanneyri
(HVE) og Rannsóknastofnun land-
búnaðarins (RALA) að vinna sam-
eiginlega að þessu verkefni.
Mælingaaðferðir
Það sem mælt hefur verið í hey-
sýnum á öllum stofúnum er þurr-
efni, meltanleiki (fóðurgildi), pró-
tein, og meginsteinefnin; kalsíum,
fosfór, magnesíum, kalíum og natr-
eftir
Tryggva
Eiríksson,
Rannsókna-
stofnun
landbún-
aðarins
og
Björn
Þorsteinsson,
Bænda-
skólanum
á Hvanneyri
búvísindadeild
íum, auk sýrustigs í gerjuðu fóðri.
Hefur þetta verið óbreytt frá upp-
hafi. Til viðbótar þessum föstu
hefðbundnu greiningum hafa ýmis
fleiri efhi verið mæld, en einungis í
sérstökum tilvikum og ekki boðið
upp á það í almennri þjónustu.
Mjög erfitt er að byggja upp aðferð-
ir fyrir marga hluti vegna smæðar
þessara stofa. Aðferðaþróun er
tímaffek og tæki oft mjög dýr. Því
hefur verið tekin sú stefna (á
RALA) að taka helst upp nýjar
ódýrari aðferðir á þeim greiningum
sem helst er óskað eftir.
Ekki hafa sömu aðferðir verið
notaðar í öllum tilvikum. Hreinar
efnafræðilagar úrlausnir byggja þó
á sömu grundvallaratriðum sem
eiga ekki að valda neinu misræmi.
Öðru máli kann að gegna með að-
ferðir sem byggja á líffræðilegum
grunni eins og geijun. Gott dæmi
um það er in vitro meltanleikamæl-
ingar. Svipaða sögu er segja með
óbeinar mælingar sem byggja á
gagnagrunni sem er reiknað út frá,
eins og við innrauðar mælingar
NIR (Near Infrared Re-flectance
Spectroscopy). Þar þarf að gæta vel
að öllum hlutum til að gildin verði
rétt og ekki verði misræmi.
Þessar aðferðir eru sumar ólíkar
innbyrðis og byggja á ólíkum for-
sendum, en eiga samt að gefa sömu
stærðina sem er fóðurgildi reiknað
út frá meltanleika. Komið hafa upp
Aðferðir sem notaðar hafa verið hér á landi til að
mæla meltanleika í gróffóðri:
Staður I upphafi Síðari breytingar (ár) Núverandi
RALA In vitro“’ In vitro+NIRC’(1990) In vitro+NIR
HVE In vitrob) Ensimd) (1979) Ensím
RN og BSE Invitro1” Ensím(1979) Ensím
a) In vitro: Vambarvökvi (aðferð Tilley og Terry 1963<7)).
b) In vitro: Vambarvökvi (aðferð Alexander o.fl. 1968(1), Derek
Mundell 1974<3).
c) NIR: Innrauð mæling (sjá skýringar Tryggva Eiríkssonar
1990(8).
d) Ensím: Sellulasi (byggt á Jones og Hayward 1975(6)).
FREYR 8/99 - 29