Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1999, Side 33

Freyr - 01.07.1999, Side 33
Fyrstu hestaverkfœrin komu á síðustu áratugum 19. aldarinnar. rannsaka hvort tiltækilegt sé hér á landi að koma á meiriháttar vatnsveit- ingum til engjabóta, sérstaklega að athuga og gera áætlanir um veitingu Þjórsár yfir Skeið og Flóa. Kælt skiprúm Búnaðarþing skorar á stjóm BÍ að stuðla að því að kostur verði á smjör- útflutningi í kældu skiprúmi á næstu árum. Þingið 1907 Áveitumál Forseti gat þess að hinn danski verkfræðingur, Thalbitzer, hefði lofað kostnaðaráætlun um áveituna á Skeiðin. Kosin neind í málið: Eiríkur Briem, Ágúst Helgason og Júlíus Havsteen. Afurðasölunefnd Rætt um markað fyrir landbúnaðar- afurðir, aðallega fyrir kjöt og ull. Samþykkt að kjósa nefnd i málið til að athuga hvort félagið gæti haft bæt- andi áhrif á þá markaði. Hraðskreitt kæliskip Skorað á Alþingi að hlutast tii um að hraðskreitt skip með kældu rúmi, fari að minnsta kosti fjórar ferðir á ári milli Reykjavikur og Leith í mánuð- unum júlí-október og tvisvar á ári frá Norðurlandi til Leith. Lærðir slátrarar Skorað á stjóm að hlutast til um að völ sé á góðum slátrurum sem víðast þar sem kjöt er útflutt, og að sam- vinna komist á í því að tryggja gæði vörunnar og samræmi. Islenskur verslunarerindreki er- lendis Skorað á Alþingi að koma þvi til leiðar að ráðinn verði sem fyrst að minnsta kosti einn fastur verslunar- erindreki fyrir ísland til þess sér- staklega, að greiða fyrir gengi og sölu islenskra afurða á erlendum markaði. Stóru áveitufyrirtækin „Búnaðarþing skorar á stjóm lands- ins að undirbúa í samráði við BÍ á- veituna á Skeiði og Flóa.“ Leiðbeiningar í votheysverkun Um sætheys- og súrheysverkun gerir Búnaðarþing þá ályktun að fé- iagsstjómin feli ráðunautunum að þeir leiðbeini þeim er þess óska í slíkri heyverkun á ferðalögum sínum. Búnaðarþing var síðan háð annað hvort ár fyrstu hálfu öldina en frá 1951 hefur það komið saman árlega. Skógrækt og landgræðsla Fjárlaganefnd Alþingis fer þess á leit að BI taki að sér skógræktina og sandgræðsluna en Búnaðarþing telur BI ekki fært um að svo stöddu að sjá um skógræktina en býður fram að BÍ sjái um sandgræðsluna. Þingið 1909 Kornforðabúr Rætt er um þörf fyrir komforðabúr. Ferðir kæliskipa Afurðasölunefnd leggur til að kom- ið verði á ferðum skipa með kældu rúmi á milli íslands og Bretlands til að geta komið smjöri og nýju kjöti óskemmdu á markað. Áskorun um Flóaáveitu Búnaðarþing treystir því að Alþingi veiti nauðsynlegt fé til undirbúnings Flóaáveitunnar. Lagt verði fyrir Al- þingi 1911 lagafrumvarp um ffarn- kvæmd verksins. Þingið 1911 Skipulag búnaðarsambanda og búfróðir ráðunautar og skylda hreppabúnaðarfélaga til að vera í búnaðarsambandi. Samþykkt að reynt sé að koma á samvinnusamböndum með öllum búnaðarfélögum landsins undir yfir- stjóm BI, um hvemig deildaskipun búnaðarsambanda skuli vera, tillög búnaðarfélaganna og styrkir til þeirra. Að samböndin hafi í þjónustu sinni búfróða menn er annist mælingu jarðabóta í félögunum árlega og leið- beini í jarðrækt, notkun verkfæra, áburðarhirðing og öðm, er að búnaði lýtur. Að búnaðarsamböndin velji búnaðarþingsfulltrúana, og að þau búnaðarfélög, sem ekki em í neinu sambandanna njóti eigi jarðabóta- styrks eftir 1915. Fundur búfræðinga og kennara búnaðarskólanna „Búnaðarþing ályktar að fela stjóm félagsins að leita umsagnar búnaðar- sambandanna og landstjómarinnar um fjárframlag af þeirra hálfu til þess að starfsmenn sambandanna og kenn- arar búnaðarskólanna geti ásamt FREYR 8/99 - 33

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.