Freyr - 01.07.1999, Page 39
frumvarps til laga um áburðar-
verksmiðju en bent á nokkur atriði
sem þyrfti að laga í frumvarpinu.
Súgþurrkun heys
Tilmælum var beint til landbún-
aðarráðherra að láta, í samráði við
Atvinnudeild Háskólans, gera til-
raunir með súgþurrkun heys til að
skera úr um notagildi aðferðarinn-
ar. Beri þessar tilraunir góðan
árangur að mati BÍ verði greitt fyrir
innflutningi tækja og síðan leið-
beint um notkun þeirra.
Framhaldsnám í búfræði
Stjóm BÍ falið að hlutast til um
að rikisstjómin láti svo fljótt sem
unnt er heija framhaldskennslu í
búfræði í samræmi við tillögur
milliþinganefndar Búnaðarþings og
tillögur þeirra Steingríms Stein-
þórssonar, Péturs Gunnarssonar og
Halldórs Pálssonar.
Rafvæðing sveitanna
Samþykkt áskorun til ríkisstjómar
um að hrinda af stað rafvæðingu alls
landsins.
Framleiðsluráð landbúnaðarins
Fjallað um tillögur milliþinga-
nefndar Búnaðarþings frá 1943 um
stofnun framleiðsluráðs landbúnað-
arins. Mælt var með frumvarpi
nefndarinnar með nokkmm breyt-
ingum og samþykkt að senda það
búnaðarsamböndunum til umsagn-
ar.
Aukaþing í ágúst 1945
Stofnun Stéttarsambands bænda
Samþykktur viðauki við lög BÍ
um að stofna skyldi deild við það er
nefnist Stéttarsamband bænda og
átti það að vera „fúlltrúi bænda-
stéttarinnar um verðlag og verð-
skráningu landbúnaðarvara gagn-
vart Alþingi og ríkisstjóm og öðr-
um aðilum, sem um þau mál kunna
að fjalla.“
Framleiðsluráð landbúnaðarins
Farið var yfir umsagnir búnaðar-
sambanda um málið og gengið frá
frumvarpi til laga um „framleiðslu-
ráð landbúnaðarins verðskráningu
og verðmiðlun á landbúnaðarvör-
um“ og ákveðið að senda það ríkis-
stjóm og Alþingi til fyrirgreiðslu.
Þar var Stéttarsamband bænda til-
greint sem málsvari bændastéttar-
innar.
Þingiö 1947
Súgþurrkun
Stjóm falið að vinna að því að greitt
verði svo sem frekast er unnt fyrir
innflutningi véla til súgþurrkunar.
Æðarvarp
Samþykkt að stuðla að því að
hlunnindi manna af æðarvarpi varð-
veitist og aukist svo sem frekast er
kostur og að Olafur Sigurðsson bóndi
á Hellulandi yrði fenginn til að leið-
beina á því sviði.
Lengsta setu
á Búnaðarþingi
á Egill Jónsson á
Seljavöllum, frá 1955
til 1994, að báðum
þingum meðtöldum og
sat hann 43 þing.
Leiðbeiningar um mjaltavélar
Stjóm falið að láta athuga hvaða
tegundir mjaltavéla hentuðu best og
ráðunaut í mjólkurmálum falið að
leiðbeina um þær og líta eftir notkun
þeirra.
Meðferð og hirðing búvéla
Heimilað að ráða mann til að veita
forstöðu námskeiðum um hirðingu og
meðferð búvéla.
Þingiö 1949
Innflutningur stórvirkra rækt-
unarvéla
Skorað á Fjárhagsráð að veita inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir
stórvirkum jarðræktarvélum handa
þeim ræktunarsamböndum sem enn
búa við ónógan vélakost.
Raforka til súgþurrkunar
Stjóm falið að vinna að því að raf-
magnsveitur selji raforku til súgþurrk-
unar á hagstæðasta taxta.
Rannsóknir á gripahúsum
Stjóm falið að láta safna upplýs-
ingum um gerð og gæði gripahúsa,
sem best hafa reynst. BÍ semji leið-
beiningar fyrir bændur um gerð
gripahúsa.
Hátíðarþingið á
Egilsstöðum 1949
Þingið gerði tvær viðamiklar
ályktanir, aðra um skógræktarmál,
og fer hún hér á eftir; hina um land-
búnaðarmálin og stöðu þeirra. Þar
er lögð áhersla á öflug heildarsam-
tök bænda, að þau séu jafnan í for-
ystu í faglegum, sem félagslegum
efnum, vinni að alhliða framfomm í
búskap og að bættu mannlífi í sveit-
um auk þess að standa vörð um kjör
bænda.
Alyktun um skógræktarmál
I ítarlegri ályktun um skógrækt og
framtíð hennar segir Bþ. m.a.:
„Að skógræktin geti verið mikil-
vægur þáttur í ræktunarmálum lands-
ins, til jarðvegsvemdar, landgræðslu
og skjóls fyrir verðmætan nytjagróður
og að takast megi, er tímar liða, að
framleiða gagnvið til mikilla hagsbóta
og eflingar efnalegs öryggis fyrir
landsmenn.
Búnaðarþing lítur svo á, að ræktun
gagnviðarskóga hér á landi sé mjög
merkilegur og þýðingannikill þáttur í
hagnýtingu á gróðurskilyrðum lands-
ins og að með þeirri starfsemi sé lagð-
ur grundvöllur að nýjum atvinnu-
rekstri með þjóð vorri.
Með tilliti til þessa lýsir Búnaðar-
þing yfir stuðningi við skógræktar-
starfsemina og vill beita sér fyrir
því, að stjórn Búnaðarfélags ís-
lands, búnaðarsamböndin og
hreppabúnaðarfélögin hafi ávallt
náið samstarf við Skógrækt ríkisins
og Skógræktarfélag íslands um
hverskonar fyrirgreiðslu og stuðn-
ing er miðar að eflingu skógræktar-
innar.“
FREYR 8/99 - 39