Freyr - 01.09.1999, Blaðsíða 12
Já, það tel ég vera. Þar má nefna
forystueiginleikann í íslensku for-
ystufé og fjölbreytta liti og litaerfð-
ir íslenska íjárins. Nú er farið að
vera með bæði forystuhrúta og mis-
lita á sæðingarstöðvunum, og verð-
ur það vonandi til þess að þessir
eiginleikar glatist ekki.
Hvernig hefur samskiptum LS og
BÍ verið háttað?
Ég held að þau hafi verið að
þróast í rétta átt á síðustu árum.
Það hefur verið unnið að því að
koma á formlegum verkaskipta-
samningi milli LS og BÍ en því
verki er enn ekki lokið, sem er
miður. Ég held þó að verkaskipt-
ingin sé orðin ljós og að það sé
viðurkennt að hjá LS séu teknar
ákvarðanir sem varða allan fram-
leiðsluferil sauðfjárræktarinnar og
önnur sérmál hennar.
Telur þú þá að ráðunautaþjón-
usta í sauðjjárrœkt eigi að heyra
undir LS?
Nei, og það hefur engin sam-
þykkt verið gerð innan LS um það.
Ég tel það einnig hæpið þar sem
ráðunautaþjónustan er víða blönd-
uð, auk þess sem æskilegt er að
búgreinarnar hafí sem mest sam-
starf.
Ég er hins vegar sérstaklega að
hugsa um að það séu aðalfundir LS
sem t. d. fjalli um sauðfjársamn-
inga áður en þeir fari í atkvæða-
greiðslu meðal bænda. Áður voru
það aðalfundir Stéttarsambands
bænda og Búnaðarþing, sem fjöll-
uðu um þessi mál, en sérákvarðan-
ir færast nú æ meira yfír á aðal-
fundi búgreinasambandanna, en
síðan er auðvitað margt sameigin-
legt.
En hvernig hafa almenn sam-
skipti LS og BÍ gengið?
Þau hafa gengið mjög vel og
eðlilega og þó að ekki hafi verið
gengið formlega frá verkaskipta-
samningi þá hefur það ekki skapað
nein vandkvæði. í ýmsum tilvik-
um hefur verið unnið eftir drögum
að samningi sem til eru og hlið-
| stæðum annars staðar. Ég veit
ekki annað en að forysta BI viður-
kenni að grundvallarákvarðanir
varðandi sauðfjárrækt eigi að taka
hjá LS.
En hvernig er háttað starfsemi
grunneininga LS? Eru þær nógu
virkar?
Þar er LS að glíma við sömu
vandamál og önnur hliðstæð sam-
tök, svo sem verkalýðsfélögin.
Grunneiningarnar eru misvirkar.
Og auðvitað eru þarna meiri vand-
kvæði vegna þess að þetta er á
vissan hátt tvöfalt kerfí, t.d. þar
sem sauðfjárrækt er eina eða næst-
um eina búgrein á viðkomandi
svæði. Þá eru allir fundir búnað-
arfélaga og búnaðarsambanda
sauðfjárbændafundir. Við þær að-
stæður fínnst mönnum óþarfí að
vera með sérstök félög sauðfjár-
bænda.
Kornið hefur verið til móts við
þetta sjónarmið með því að
heimila að sauðQárbændadeildir
innan búnaðarsambandanna yrðu
fullgildir aðilar að LS. Við vorum
að þreifa fyrir okkur í nokkur ár
við að fínna flöt á þessu. Það var
ekki hægt að gera búnaðarsam-
böndin sjálf að aðila að LS en ég
vona að þetta fyrirkomulag
gangi. Grunneiningarnar eru
virkar að því leyti að þær senda
fulltrúa á aðalfundi og formanna-
fundi LS til að taka þátt í ákvarð-
anatöku, en auðvitað er æskilegt
að einstök félög starfí vel og láti
að sér kveða, og sum sauðfjár-
bændafélögin gera það vissulega.
Hvernig er fréttum komið á fram-
fœri við félagsmenn?
Á tímabili voru gefín út frétta-
bréf einu sinni á ári til að leiðbeina
varðandi innleggið og þess háttar
við haustslátrun, en ég held að
menn telji núna að Bændablaðið sé
góður vettvangur til að koma frétt-
um og leiðbeiningum til bænda.
Auk þess gefa flest búnaðarsam-
böndin út fréttabréf fyrir svæði sín
og til er að sauðfjárbændafélög
gefi út slík rit.
Mig langar svo í lokin að biðja
þig um að segja frá fjárbúskap hér
i Biskupstungum.
Það sem er þar mest áberandi er
hve fé hefur fækkað mikið hér í
sveit. Fjárfjöldi er nú rétt um þriðj-
ungur af því sem fé var flest, um
1970, og fjárbúskapur hefur lagst
niður á mörgum bæjum. Hins veg-
ar eru langflest fjárbúin nú rekin
með hámarksafurðastefnu.
Hvernig eru fjallskil lögð á hér?
Það er lagt gjald á hverja kind, en
þriðjungur fjallskila er lagður á
jarðimar og er þá miðað við land-
verð jarða nema smábýla, þ.e. garð-
yrkjubýla. Þeir sem fara ekki með
fé á afrétt fá síðan 25% af fjallskil-
um. Um þetta er þokkaleg sátt í
sveitinni.
Hvað er hér margt fé og hve
margt af því fer á afrétt?
Hér í sveit er nú nærri 5 þúsund
fjár á vetrarfóðrum og af því fer um
þriðjungur á afrétt og hefur farið
lengi. Féð er réttað i Tungnarétt-
um, við Tungufljót hér rétt hjá
Vatnsleysu.
Hér áður fyrr, fram að fjárskipt-
um um 1952, var mikið stundaður
hér beitarbúskapur, og fjárhúsum
var dreift um landið. Þegar ég átti
heim í Gýgjarhólskoti um ferm-
ingu, um 1950, þá gaf ég á ærhús-
um alveg austur við Hvítá. Um það
leyti báru æmar úti um hagann, og
þannig var það fyrst eftir að ég fór
að búa á Bóli.
Þá var sauðfjárbúskapur að mestu
byggður á aldagamalli hefð. Siðan
hefur hann verið aðlagaður nútím-
anum, og núna þarf stöðugt að huga
að hagkvæmni í rekstrinum ásamt
kröfum og óskum neytendanna,
sem geta verið töluvert breytilegar
frá einum tíma til annars. Þetta er
vandasamt en verðugt verkefni
fyrir alla, sem vilja styrkja eigin
afkomu með markvissu starfi.
M.E.
12 - FREYR 10/99