Freyr - 01.09.1999, Blaðsíða 8
um að leita eftir því. Við þetta
bættist það að mig langaði mikið
um þetta leyti að fara að fást við
búskap.
Hvað tók þarna við?
Ég var á sjó um veturinn, á togara
fram að jólum en á bát í Þorláks-
höfn til vors.
Þá tók ég Bólið á leigu. Jörðina
átti þá María Eiríksdóttir, ekkja
Bjarna Guðmundssonar, en þau
höfðu búið þar. Börn þeirra voru
Sigrún í Haukadal, kona Sigurðar
Greipssonar, og Eiríkur, hótelhald-
ari í Hveragerði.
Þetta er árið 1960 sem ég fer að
búa á Bóli og bý við sauðfé.
Nokkrum árum síðar, eða árið
1964, fór ég að kenna í forfollum
hér í bamaskólanum í Reykholti og
í framhaldi af því er ég í kennslu
með búskapnum fram yfir 1980.
Árið 1972 fór ég að kenna stærð-
fræði við Lýðháskólann í Skálholti,
en rektor hans þá var séra Heimir
Steinsson. Þar er ég stundakennari
fyrsta veturinn en er þar svo átta ár
í föstu starfi, við ýmiss konar
kennslu, bókhald og reikningsskil,
þ.e. til ársins 1981, en skólinn var
svo lagður af sem slíkur fáeinum
ámm síðar.
Hvernig skóli var Lýðháskólinn í
Skálholti?
Fyrirmyndin var dönsku lýðhá-
skólarnir. Þama vom kenndar al-
mennar námsgreinar, auk þess sem
mikil rækt var lögð við þroska ein-
staklingsins. Það nýttist mér þama
að ég hafði starfað mikið að félags-
málum, m.a. í ungmennafélagi
sveitarinnar, en sú hreyfmg er af
sama meiði og lýðháskólarnir, þ.e.
hugsjón Grundtvigs.
Það var mikil þörf fyrir svona skóla
á þessum tíma. Þá var landsprófið
við lýði, og töluvert af ungu fólki
þoldi ekki hörkuna í því, þó að það
væri vel gefið. Við fengum nokkuð
af fólki fyrstu árin sem hafði guggnað
frammi fýrir því og það þurfti ekki
annað en að láta það átta sig á stöðu
sinni til að koma því áfram.
Lýðháskólinn var ekki blindgata
og það gekk vel að fá hann viður-
kenndan þannig að nemendur kom-
ust áfram, t.d. i Fóstmskólann og
víðar.
Hins vegar er það yfirleitt regla í
lýðháskólum að þar era ekki tekin
próf.
Síðan breytast aðstæður í skóla- j
kerfmu, ljölbrautaskólarnir koma
til sögunnar og langflestir fram-
haldsskólar verða lýðháskólar á
sinn hátt þannig að fólk getur farið
í gegnum skólana á sínum hraða og
endurtekið eitt og eitt próf.
Hvað tekur svo við eftir Skál-
holtsveru þína?
Árið 1980 þarf ég að víkja frá
Bóli. Þá vill dóttir eigandans,
Eiríks Bjarnasonar í Hveragerði,
fara að búa þar. Ég fæ þá hluta af
Arnarholtinu til ábúðar og bý hér í
hjáleigubúskapi í fjögur ár. Þá
bjuggu hér fyrir hjónin Olafur
Jónasson frá Kjóastöðum og Theó-
dóra Ingvarsdóttir, sem er héðan
frá Amarholti. Síðan seldu þau
hjónum frá Selfossi, Smára Guð-
mundssyni og ídu Stanleysdóttur,
jörðina, en þau höfðu reyndar búið
í Upphólum hér í sveit um 30 áram
áður, en sú jörð var lögð undir af-
réttinn árið 1958. Þau kaupa jörð-
ina árið 1982, en það var ekki mik-
ill grandvöllur fyrir þeirra búskap.
Þau höfðu ekki búið síðan um
1950 og frá þeim tíma hafði margt
breyst í bústörfum, auk þess sem
Smári var mikið í vinnu annars
staðar.
Þau vildu því hætta eftir tveggja
ára vera hér, og ég fæ frænda minn,
Guðna Lýðsson frá Gýgjarhóli, til
að kaupa jörðina á móti mér. Við
eigum jörðina saman enn, og ég bý
hér einn með hátt á annað hundrað
fjár.
Svo kemur að afskiptum þínum af
Landssamtökum sauðfjárbœnda.
Já, ég tek mikinn þátt í því þegar
þau era stoíhuð árið 1985. Jóhann-
es Kristjánsson á Höfðabrekku er
fyrsti formaður þeirra. Ég fer í
stjóm samtakanna árið 1989, verð
formaður þeirra árið 1991 og gegni
því starfi til ársins 1997. Eftir að ég
tek við formennskunni tekur það
alla krafta mína ásamt með bú-
skapnum. Um það leyti er enginn
starfsmaður hjá LS þannig að ég er
líka með alla skrifstofuvinnuna.
Síðan er margt sem tengist for-
mennskunni, svo sem seta í Fram-
leiðsluráði, Verðlagsnefnd búvara
og stjóm ÍSTEX.
Hvað var einkum við að glíma I
málefnum sauðfjárrœktar á þessum
tíma?
Þetta var ákaflega erfíður tími
fyrir sauðfjárræktina, bæði fyrir
bændur i greininni og okkur sem
vorum í forystu. Það varð sölu-
samdráttur innanlands, bæði vegna
aukinnar samkeppni við annað
kjöt, einkum svína- og fuglakjöt,
en einnig vegna þess að pitsur og
aðrir tilbúnir réttir vora að hasla
sér völl.
Á hinn bóginn höfðu útflutnings-
bætur á búvöram verið lagðar af,
sem var langmesta breytingin fyrir
sauðfjárræktina um langt skeið.
Það var auðvitað erfítt að taka
þessu en menn gerðu sér vonir um
að geta haldið innanlandssölunni í
horfinu, en það varð ekki.
Um þetta leyti fara neytendur að
sjá fyrir alvöra muninn á ffystu
kjöti og ófrystu og þar hafði ferska
kjötið betur. Auk þess var að stór-
fjölga fólki, sem hafði verið lang-
dvölum erlendis, við vinnu og nám,
og aukin ferðalög höfðu sín áhrif.
Þar kynntist fólk nýjum matarvenj-
um. Enn má bæta við að á þessurn
tíma komu til sögunnar hér á landi
austurlenskir matsölustaðir sem
seldu ódýra rétti og notuðu lítið
kindakjöt.
Vöruþróun í kindakjöti var held-
ur ekki mikil um þetta leyti?
Nei, hún hafði náttúrlega verið
afar lítil. Kindakjöt var að lang-
mestu leyti selt frosið og niðursag-
að. Þegar hér er komið er orðið
mikið um það að fólk tæki ákvörð-
8 - FREYR 10/99