Freyr - 01.09.1999, Blaðsíða 14
vatnsjafna (flotholti). Ætla má að
skálin anni 30-40 ám, en trúlega
verða ákvæði um fjölda í aðbúnað-
arreglugerð sem er í smíðum. Á
Lambeyrum og Hrútsstöðum voru
skálamar tengdar með hraðtengi og
festar á fjöl sem svo var smeygt í
fals (2. mynd). Með þessu móti er
þægilegt að tæma og hreinsa skál-
amar, auk þess sem fljótlegt er að
setja þær upp á nýjum stöðum, t.d.
á sauðburði. Þetta er ótvírætt góð
brynningaraðferð sem hefur reynst
vel. Nokkrar gerðir af svona skál-
um em á markaðnum.
Gjafagrindur
Á bæjunum vom nokkrar mis-
munandi aðferðir viðhafðar til að
flytja fóðrið til fjárins. Gjafagrind-
ur voru í þremur fjárhúsum; á
Lambeyrum, Hrútsstöðum og
Eystri-Leirárgörðum. Eldri gerð af
þessum grindum er í fjárhúsunum á
Hvanneyri. Við eina gjafagrind em
hafðar 70-80 ær, en færri þegar nær
dregur burði.
Gjafagrindur hafa nú fyrir nokkm
sannað ágæti sitt, enda spara þær
bæði tíma og pláss í húsum. Á 50
fermetra plássi er hægt að hafa eina
gjafagrind og 72 ær, þannig að fer-
metmm á kind hefur fækkað frá
garðafyrirkomulaginu. Plássið sem
þannig sparast má nýta undir ein-
staklingsstíur á sauðburði, en á vet-
urna má hafa hrúta- og gemlinga-
stíur á þessu svæði.
Ljóst er að vinnuhagræðið við
gjafagrindumar er verulegt og lík-
amlegt erfiði að sama skapi mun
minna. Nú loksins er komin tækni
til að fóðra með rúllum, hér er um
að ræða byltingu sem kollvarpar
hinu hefbundna garðaskipulagi
fjárhúsa. Fjárbændur, sem heyja í
rúllur, ættu tvímælalaust að kynna
sér þessa tækni. Víða er hægt að
setja niður gjafagrindur án þess að
gera stórkostlegar breytingar á hús-
unum, t.a.m. má skera framan af
görðunum, eins og gert var á Hrúts-
stöðum, og láta afganginn af görð-
unum halda sér. Með því móti er
hægt að nota garðana á sauðburði
Kró
'Garði Gjafagrind
Kró Gangur
Kró
Garði Gjafagrind
Kró
Mynd 3. Oft má setja niður gjafagrindur án þess að breyta mikið öðrum inn-
réttingum.
og losna við að koma upp sérstakri
gjafaaðstöðu (3. mynd). Jóhannes
Sveinbjömsson skrifaði grein um
fóðmnartilraunir á gjafagrindum í
Frey 1997, bls. 409-412.
Nauðsynlegt er að hugsa fyrir
sauðburðarskipulaginu þegar gjafa-
grindur em settar niður. Er hægt að
setja upp stíur í öðrum húsum, s.s.
hlöðum? Á að nýta sér plássið sem
sparast til að ijölga fénu, eða setja
þar upp einstaklingsstíur? Huga
þarf að brynningu í einstaklings-
stíum og fóðrun, þ.e. hvar hentugt
Mynd 4. Gjafagrind með hurð.
Rúllugreipin hangiryfir.
er að hafa garða fyrir stíurnar?
Spurningum á borð við þessar verð-
ur að velta upp þar sem til stendur
að setja niður gjafagrindur.
Til að flytja rúllur í grindumar
em notaðir hlaupakettir og rúllu-
greipar af ýmsum gerðum. Einna
best þótti okkur rúllugreipin á
Eystri-Leirárgörðum (4. mynd) því
að hún tók rúlluna sjálf og einnig
var mjög þægilegt að losa rúlluna
úr greipinni. Þessi greip var smíð-
uð hjá Steðja ehf. á Akranesi.
Aðgengi í grindumar er víða
slæmt, þar sem þær em lokaðar í
báða enda. Bændur á Eystri-Leirár-
görðum fengu þá Vímetsmenn til
að setja hurð á þann enda grindanna
sem snýr að ganginum (4. mynd),
þannig er allt aðgengi mun betra og
auðvelt að taka moð úr grindunum.
I Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi em
gjafagrindumar með botni og á
hjólum þannig að auðvelt er að
flytja þær til i húsunum. Lausnir á
borð við þessar henta mjög víða.
Athygli skal vakin á því að ætlast
er til að smíðað sé undir gjafagrind-
umar, þannig að ef þær em settar
beint á slétt gólf þá sé um 7 cm bil
upp undir þær. Féð reytir svo heyið
þaðan undan og slæðir út um allt.
Þetta má leysa með að setja lista
14 - FREYR 10/99