Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1999, Blaðsíða 24

Freyr - 01.09.1999, Blaðsíða 24
Línurit 3. Vöxtur lamba í sumar- og vetrarslárunum Fæð. 23.sept. 27.okt. 7.des 12.feb. Vigtardagar slátrunar var þyngdar- aukningin 4,7 kg. Fyrir slátrun vógu lömbin 41,5 kg á fæti til jafnaðar og lögðu þau sig með 16,31 kg meðalfalli. Hlutfallsleg flokkun fallanna reyndist: í U fóru 8,5%, í R 61,7% og í O 29,8%, og i fitu- flokk #1 fóru 2,1%, fitu- flokk #2 74,5%, fituflokk #3 19,1% og í fituflokk #3+ 4,3%. Hinn 17 mars sl. var slátað 44 lömbum, 25 haustgelding- um og 19 gimbrum. Öll voru þessi lömb afbrigðileg af ýmsum orsök- um eins og áður getur. Vöxtur þeirra frá fæðingu til júlíbyrjunar var aðeins 189 g á dag og síðari- hluta sumars til liaustvigtunar 171 g til jafnaðar. Við haustvigtun 23 september var þungi þeirra á fæti aðeins 25,5 kg að meðaltali. Þeim var síðan beitt á fóðurkál og rýgresi þar til þau voru tekin á hús hinn 27. október. Á grænfóðurbeitinni bættu þau við þunga sinn 9 kg til jafnaðar og höfðu því náð 34 kg þunga, er innistaðan hófst. Á innistöðunni voru lömbin fóðruð eingöngu á úrvalstöðu (0,63 FE/kg) og nam meðalátið um einu kílói á dag. Fyrstu 3 vikurnar á innistöðunni bættu lömbin sáralítið við þunga sinn, en tóku síðan vel við sér og uxu og áfallalaust til slátrunar 17. mars og vógu þá á fæti 43 kg og höfður bætt 18 kg við lífþunga sinn frá 23 september. Þau lögðu sig með 17,92 kg meðalfalli og voru föllin afar vel holdfyllt en alls ekki feit, þar sem meðalfituþykkt á síðu var aðeins 7,8 mm. Hlutfallsleg flokkun fall- anna reyndist: í E fóru 4,5%, í U fóru 43,2%, í R 50,0% og í O 2,3%. í fituflokk #1 fóru 2,3%, fituflokk #2 72,7%, fituflokk #3 15,9%, i fituflokk #3+ 4,5% og í fituflokk #4 4,5%. Vaxtarferli lambanna í þessum þremur slátrunum er sýnt á línuriti 3. Ritað í maí 1999. IN/loli Meiri upplýsingar um innihald fóðurs í ESB Embættismannaráð ESB vinnur nú að því að setja reglur um ítarlegri lýsingu á innihaldi fóðurs á markaði en hingað til. Kúariðan og díoxinhneykslið hafa valdió því að ráðið leggur nú til að allt hráefni í fóðurblöndur skuli tilgreint sem og hundraðshluti hvers um sig. Hingað til hafa gilt þær reglur að einungis hefur þurft að geta um meginflokka hráefnis í fóðurblönd- um, svo sem korn eða aukaafurðir frá jurtaolíufram- leiðslu, án þess að upplýsa nánar um tegundir korns eða olíujurta. Danskur landbúnaður styður þessa breytingu, með henni eiga bændur auðveldara með að velja úr þær fóðurtegundir sem þeir æskja og sneiða hjá hinum, en áður en Danir gengu í ESB voru þar í gildi strangari reglur um innihaldslýsingu á fóðri. Hinar væntanlegu reglur ntunu einnig gefa aukna möguleika á að rekja hvaðan ákveðnar sendingar af hráefni í fóðurblöndur eru upprunnar. Þetta er mik- ið framfaraskref ef aftur kæmu upp mál á borð við kúariðuna og díoxinhneykslið. Hugmyndin um betri rekjanleika er upphaflega komin frá þingi ESB í kjölfar kúariðumálsins. Hún er nú þáttur í stærri aðgerð varðandi eftirlit með fóðri sem embættis- mannaráð ESB vinnur nú að. Á fundi landbúnaðanáðherra ESB um miðjan júlí sl. lagði landbúnaðarstjóri sambandsins, Franz Fischler, fram aðgerðaáætlun í málinu. Þar er m.a. lögð til: * Kynning á hraðvirku viðvörunarkerfí fyrir fóðurefni, tilsvarandi því kerfi sem gildir um mat- væli. * Samþykkt dagaramma sem beita má varðandi fóðurefni til að vemda og tryggja hollustu og um- hverfi. * Endurskoðun á reglum um upplýsingagjöf um innihald fóðurblandna. * Krafa um viðurkenningu á starfsemi allra fyrirtækja í fóðurframleiðslu sem framleiða nánar skilgreind fóðurefni. * Ákvörðun á siðareglum um vandaða fóðurefna- framleiðslu. * Kannað verði hvort unnt sé að taka saman lista yfir öll leyfð fóðurefni. * Endurskoðun á reglum um kjöt- og beinamjöl. (Landsbladet 23. júlí 1999). 24 - FREYR 10/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.