Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1999, Blaðsíða 41

Freyr - 01.09.1999, Blaðsíða 41
931 með afbragðsgóða niðurstöðu um gerð, eða 116, en afkvæmi hans koma slaklega út úr fitumati. Þetta er í fullum samhljómi við það sem áður var þekkt úr fyrri rannsóknum á afkvæmum hans. Sonur Þéttis, Mjaldur 93-985, sýnir um flest nið- urstöðu á líkum nótum og faðirinn. Hrútar eins og Moli 93-986, Peli 94-810, Garpur 92-808, Hnykkur 91-958 og Hörvi 92-972 sýna allir verulega jákvæða niðurstöðu þar sem mat þeirra fyrir báða þætti er jákvætt. Þetta á sömuleiðis við um Sólon 93-977, sem sýnir einna já- kvæðasta niðurstöðu kollóttu stöðvarhrútanna. Sérstök ástæða er til að benda á niðustöður fyrir Hörva. Synir hans sýndu all breyti- lega niðurstöðu síðastliðið haust, en varla er nokkurt vafamál að þeir hrútar sem ná að sameina kosti um litla fitusölhum og góða vöðvafyll- ingu eru gulls ígildi í kjötfram- leiðslunni á komandi árum og af þeim hrútum sem hafa verið í mik- illi notkun, og enn eru ofan moldar, hefur Hörvi líklega skilað fleiri slíkum en nokkur annar hrútur. í töflu 3 er síðan sýnt kynbótamat fyrir nokkra af þeim stöðvarhrútum sem eiga enn í notkun mikinn Qölda sona og margar dætur í fram- leiðslu, en eru sjálfir fallnir. Þessir hrútar eru hins vegar enn í ræktun- arstarfinu mjög áhrifamiklir og á þeim þeirra kann því að vera for- vitnilegt fyrir marga ræktendur. Þegar töflur 2 og 3 eru bomar saman sést greinilega sá munur sem að framan er ræddur vegna úrvals- áhrifa, enda ætti úrvalsáhrifa ekki að gæta i niðurstöðum fyrir þá hrúta sem aðeins eru dæmdir á gmnni fullorðinna afkvæma. Nær undantekningarlaust fá þessir ætt- feður mjög jákvæðan dóm um gerð. Gagnvart fitumati er myndin breytilegri og langt í frá jafn já- kvæð. Þama er of mikil fitusækni hjá afkomendum Oddgeirshóla- hrútanna, Glóa 88-927 og Goða 89- 928, Snæfellinganna, Nökkva 88- 942 og Fóstra 90-943 og Þistilfjarð- arhrútanna Álfs 87-910 og Frama 94-996. Myndin fyrir marga Hest- hrútanna og kollóttu hrútana er í þessum efnum jákvæðari. Fádæma hátt mat Kela 89-955 hlýtur að vekja athygli, en þess má minnast að hann er faðir Búts. Lokaorð Hér verður ekki að þessu sinni íjallað frekar um þessar niður- stöður. Eins og áður segir höfum við lagt áherslu á að koma niður- stöðunum strax á framfæri og því ekki gefist tími til eins ítarlegrar skoðunar á þeim og æskilegt væri. Á næstu dögum verður unnið að því að koma niðurstöðum út til búnaðarsambanda og einstakra fjár- ræktarfélaga. Þó að á þessum niður- stöðum kunni að vera ýmsir ann- markar, eins og fjallað hefur verið um, hvetjum við samt fjárræktend- ur til að kynna sér þær sem best og skoða með hliðsjón af þeim ábendingum sem fram hafa verið settar. Reynslan af BLUP kynbóta- mati, bæði í nautgriparækt og hrossarækt, hefur kennt okkur að margt í fyrstu niðurstöðum kemur ýmsum spánskt fyrir sjónir. Reynsl- an hefúr líka kennt okkur að með slíku mati hefur fengist traustari grunnur en áður til að byggja rækt- unarstarf á og í kjölfar þess kemur aukinn ræktunarárangur. Það er von okkar og vissa að slík verði einnig þróunin í sauöfjárræktinni þegar grunnurinn þar verður styrktur með enn meiri og traustari upplýsingum og nánari rannsóknum. Með það að leiðarljósi skulum við vega og meta þessar niðurstöður. Altalað 3l kaffistofunni Gránukvœði Eftirfararandi Ijóð var ort í Suður-Þingeyjarsýslu snemma á öldinni. Það er til í ýmsum útgáfum og birtist hér ein þeirra: Gránukvæði Nú er Gráni faliinn frá fóstursonur pabba. Áratugi lifði þrjá hættur er hann nú að labba. Þar kom gloppa í pabba bú og glataðist alveg Lútherstrú en mamma huggar pabba nú sem skyldi. Sú kemur tíð að faðir minn fer sömu leiðina og Gráni hinn þá hittir hann aftur vininn sinn og verður feginn að skrfða inn hjá þeim gamla. FREYR 10/99-41

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.