Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1999, Blaðsíða 32

Freyr - 01.09.1999, Blaðsíða 32
5. mynd. Meðáleinkunnir spœnskra neytenda fyrir gœði eldaðra lambalœra. 6. mynd. Meðaleinkunnir islenskra neytenda fyrir gœði eldaðra lambalœra. af gimbrarlömbum var aðeins meyrara og með minna lifrarbragð og þurr- ara en kjöt af hrútlömbum. Þjálfuðum smökkurum á Islandi, í Englandi og Frakklandi fannst íslenska kjötið best. Ekki var marktækur munur á kjöti af íslenskum sumarlömbum, ungu 2-3 mánaða gömlum Merinó- lömbum sem höíðu fengið mjólk og kjarmfóður, svo kjöti af u.þ.b. 5 mánaða gömlum fjalla- lömbum frá Wales. Rétt þar á eftir kom kjötið af íslensku hrútlömbunum sem slátrað var í desem- ber og janúar og kjöt af breskum geldingslömbum á svipuðum aldri. Kjötið af spænsku Merinó-lömbunum og islensku sumar- lömbunum var meyrast, þá komu íjallalömbin frá Wales og svo kjötið af íslensku hrút- unum. íslenska kjöt- ið var frekar þurrt miðað við annað kjöt. Aukalykt af kjöti var mjög lítil af kjöti af íslensku sum- arlömbunun en töluvert meiri af kjöti af hrútlömbunum. Aukalyktin af hrútakjötinu var samt sem áður ekkert afgerandi mikil og svipuð og jafhvel minni en af öðru kjöti. Aukalykt af fitu var minnst í kjöti af íslensku sum- arlömbunum og frekar lág í kjöti af hrútlömbunum. Aukabragð var einn- ig minnst af kjöti af íslensku sum- arlömbunum og svipað eða minna í hrútakjötinu en í öðru kjöti í þessum hluta tilraunarinnar. Liffarbragð var mest í íslenska og breska kjötinu, mest af kjöti af sumarlömbum og breskum kjamfóðurlömbunum. ( villibráðarbragð). Athyglisverðasta niðurstaðan er sú að kjötið af hrút- lömbunum, sem slátrað var í desember og janúar, fær nokkuð góða dóma þótt þeir séu ekki eins góðir og fyrir kjötið af sumarlömbunum. Bragðgæði læra dæmd af 36 fjölskyldum í hverju landi Fólki í Suður-Evrópu finnst kjöt af litlum mjólkurlömbum best en kjöt af lömbum á grasi eða kjam- fóðri of bragðsterkt. Fólki norðar í 32 - FREYR 10/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.