Freyr - 01.07.2001, Síða 2
Sími 461 2600 • Fax 461 2196
Gúmmívinnslan hf.
Réttarhvammi 1 • Akureyri
Öflug dekk sem borga sig!
Móttökurnar á Vredestein dekkjunum síðastliðin tvö ár
hafa verið frábærar enda sjá bændur að vandaðri dekk
eru hagkvæmari kostur þegar upp er staðið. Vredestein
landbúnaðardekkin eru stöðugt að sópa til sín verðlaunum.
Nýjasta flotdekkið „Traxion" hefur mikið flot og pressar
jarðveginn því alveg í lágmarki, jafnvel í erfiðri vinnu.
Akstur á malbiki eykst stöðugt hjá bændum og því eykst
slit á dekkjum nema menn velji Vredestein. Vredestein
hjólbarðarnir standast einnig vel niðurbrot sólarljóss.
Ekki ætti að kaupa annað en bestu landbúnaðardekk á
4X4 dráttarvélar og þær sem eru yfir 80 hestöfl. Óvandaðri
merki hafa komið illa út og verið dýr fyrir bændur.
Sendum um land allt!
Mon
fíapsolfa sem eldsneyti á vélar
í þýska sambandsríkinu Brand-
enburg er ræktaður olíuraps á 29
þúsund hektörum til framleiðslu á
rapsolíu sem eldsneyti fyrir vélar.
í öllu Þýskalandi nemur þessi
ræktun 320 þúsund hektörum.
Hækkun á olíuverði hefur gefið
rapsolíu vind í seglin á þýska
markaðnum. Æ fleiri bílaverk-
smiðjur, með Volkswagen í farar-
broddi, viðurkenna þetta eldsneyti
til notkunar á díselbifreiðum sín-
um. Aðrar verksmiðjur, svo sem
BMW, bjóða upp á viðbótarbúnað
á bíla sína sem kosta nokkur
hundruð þýsk mörk. Áæltað er að
nú þegar séu um tvær milljónir
bíla í Þýskalandi sem geta notað
rapsolíu sem eldsneyti. Þá hefur
rfkisstjómin hrundið af stað áætl-
un um að vélar í landbúnaði geti
notað rapsolíu, jafnframt því sem
hún býður fram styrk til að breyta
vélum í því skyni.
Um sl. páska var hafin bygging
á stærstu rapsolíuverksmiðju í
Þýskalandi, í Schwarzheide í
Brandenburg og er áætlað að hún
framleiði 100 þúsund tonn af raps-
olíu (sem þar í landi er nefnd „bio-
dieselolía“). Á sl. ári vom alls
framleidd um 250 þúsund tonn af
þessu eldsneyti en áætlað er að
framleiðslan verði um 500 þús.
tonn í ár.
Eins og er nemur rapsolían um
einu prósenti af olíunotkun diesel-
bfla í landinu, en stefnt er að því að
koma henni fljótlega upp í 2,5%.
Rapsolía er metin sem umhverf-
isvænt eldsneyti. Losun á brenni-
steini og sóti er lítil við brennsluna
og olían brotnar niður í umhverfmu.
Hins vegar er rapsolían engu hag-
stæðari en hefðbundin dieselolía
hvað varðar köfnunarefnissýrlinga
en unnið er að því að bæta úr því.
(Lcmdsbygdens Folk nr. 18/2001).
2 - FR6VR 9/2001