Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 6

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 6
þyngd, ef þær eru vel fóðraðar og vel um þær sinnt, að það sé alveg nóg. Hagur okkar er að vemda og efla það sem er séríslenskt, það verður okkur hagstæðast til framtíðar. Hvað gefur þú kúnum mikinn fóðurbœti? Ég hef gefið þetta 1200 kg á kú og meðalnytin síðasta ár var 5700 - 5800 kg á árskúna. Þess ber að geta að um síðustu áramót var tæpur helmingur kúnna í fjósinu fyrsta- kálfskvígur af því að það var verið að fjölga kúnum. Ég set ríflega á og sker kvígumar strax ef mér líkar ekki við þær. Ertu kominn með þá aðstöðu f fjósinu sem þú stefhir að? Nei, í hitteðfyrra byggði ég geld- neytahús, tók geldneytin út úr fjós- inu og stækkaði það um 12 bása, upp í 40 bása. í geldneytahúsinu er svo pláss fyrir 40 hausa, þar af eru 12 básar þar sem ég frumtem kvíg- umar. Ég tel mikilvægt að temja þær nokkuð áður en þær fara að mjólka, frekar en að taka þær beint úr stíunni. Ég tel að þær þurfí ekki síður frumtamningu en hrossin. Ég er svo búinn að byggja við fjósið hús fyrir mjaltabás og ég stefni að því að taka hann í notkun næsta vor. Hefur þú þá ekki líka verið að kaupa kvóta? Jú, þegar ég fór í þessar fram- kvæmdir þá var ég með 155 þúsund lítra kvóta en keypti 30 þúsund lítra í fyrra, árið 2000, og svo 20 þúsund lítra núa í vor. Fyrri viðbótin kost- aði kr. 172 á lítra og kr. 205 á lítra í seinna skiptið. Stjórnendur Kaupfélags Skag- firðinga og mjólkursamlagsins, sem það rekur, voru afar framsýnir menn og byrjuðu mjög snemma að styrkja bændur til kvótakaupa, með lánum á lágum vöxtum meðan mjólkurkvótinn var tiltölulega ódýr. Ég man að ég keypti kvóta fyrir mörgum árum á 110 kr. lítr- ann. Það þótti vitlaust þá en væri afar ódýrt í dag. Það er ekki hægt að segja annað en að Kaupfélagið hafi styrkt kúa- bændur afar vel bæði til fram- kvæmda og kvótakaupa. A hinn bóginn má líka segja að mjólkursamlagið okkar byggir á því að framleiðslunni sé haldið uppi. An þessa framtaks þá býst ég við að það væru ekki nema 6-7 milljón lítrar lagðir þar inn á ári í stað hátt í 10 milljóna lítra nú. Ég hef grun um að í öðrum héröðum séum við öfundaðir af þessu. Og hér í héraði eru engar hug- myndir um að breyta eignarfyrir- komulagi á kaupfélaginu eða af- urðastöðvum þess? Ég held að almennt talið vilji menn standa að afurðastöðvunum hér heima; mjólkursamlagi og slát- urhúsi, því að við vitum ekkert hvað er framundan. Ég er ekkert hræddur við það þó að einhver segi að við séum búnir að missa af lestinni eða eitthvað þess háttar. Við vitum ekkert hvemig öðmm vegnar, en það er mikill styrkur fyrir eitt hérað, eins og Skagaljörð, að ráða yfir afurða- stöðvum sínum. Það er ekkert smá- ræði sem sláturhúsið hér greiðir í laun. Við sjáum líka hvað hefur gerst í kvótamálum í sjávarútvegi þar sem kvótinn hefur sópast burtu úr litlum sjávarplássum sem áður stóðu vel en búa nú við hreint volæði. Kaupfélag Skagfirðinga er blandað samvinnufélag, eins og þau voru flest áður. Samvinnufélög hafa átt erfitt uppdráttar á síðari ár- um og eru nú mörg að hverfa sem slík. Kannski erum við með síðasta kaupfélagið sem hefur haldið öllu sínu og stendur nú mjög vel; er í sjávarútvegi, landbúnaði og versl- un og ýmsu fleiru. Kannski er þetta einmitt það sem við þurfum að hafa úti í sveitunum, þ.e. ef illa gengur í einu þá geti önnur grein stutt við hina, en ekki þessi einstaklings- hyggja að hver sé út af fyrir sig og troði skóinn niður af öðrum. Menn sem stunda búskap, þeir hafa sömu þarfir hvort sem þeir búa með kýr eða kindur, og þurfa að standa saman og sýna styrk sam- takamáttarins í stað þess að hver oti sínum tota sem mér finnst sum bú- greinafélögin dálítið hafa brennt sig á, svo sem Landssamband kúa- bænda. Búnaðarsamband Skagfirðinga Þú ert formaður stjórnar Búnað- arsambands Skagfirðinga, þar er að verða breyting á starfseminni? Já, og aðdragandi þessara breyt- inga er sá að flest eða öll búnaðar- sambönd á landinu eru í fjársvelti og mörg þeirra verið rekin með halla, sem hefur verið að aukast, þar á meðal hjá okkur. Á síðasta ári var hér á svæði Bsb. Skagfirðinga farið að ræða þessi mál af meiri al- vöru en áður og skipuð nefnd til að kanna möguleika á að stofna hluta- félag um leiðbeiningaþjónustuna. Bændasamtökin hafa verið að stefna á það að santeina leiðbein- ingaþjónustu á landinu í þremur til fimm miðstöðvum. Við hér vorum búnir að ræða við önnur búnaðar- sambönd hér norðanlands, einkum hér fyrir vestan, um sameiningu á þessari starfsemi en það strandaði og þá einkum á peningaleysi. Ég viðurkenni alveg að ég er hall- ur undir það að halda þessu heima í héraði og í framhaldi af þessu fóru í gang viðræður milli Búnað- arsambandsins, Kaupfélags Skag- firðinga og Atvinnuþróunarfélags- ins Hrings, sem starfar hér í sýslu, um að stofna hlutafélag um þessa starfsemi. Þessar hugmyndir voru kynntar á fundum með bændum, þ.e. að stofna þetta hlutafélag, þar sem búnaðarsambandið ætti 40%, kaupfélagið 40% og Hringur 20% og þann hlut gætu bændur síðan keypt. Vildu þeir kaupa meira, þá er það frjálst en þá minnkar bara hlut- ur hinna sem því nemur. Hringur dró sig síðan út úr þessu verkefni. En hvaða hag hafa bœndur afþví að kaupa sér þama hlut? Ég tel að bændur, sem stunda bú- skap hér í héraði og hafa notið leið- beiningaþjónustu, muni sjá sér hag 6 - FréVR 9/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.