Freyr - 01.07.2001, Síða 28
Sjálfvirk mjaltatækni
Niðurstöður nokkurra rannsókna
Undanfarin misseri hefur
átt sér stað töluverð um-
ræða meðal rannsóknar-
manna og bænda um
nýja tækni við mjaltir, svokallaða
„róbóta” eða mjaltaþjóna eins og
þeir hafa verið nefndir á íslensku,
sem á undanförnum árum hafa
einkum rutt sér til rúms í Hollandi
og í Danmörku. Hér á landi eru
komin nokkur tæki í notkun en af
eðlilegum ástæðum er takmörkuð
reynsla af þeim og lítið um skipu-
legar innlendar rannsóknir. Nýlega
birti danska Rannsóknastofnun
landbúnaðarins (Danmarks Jord-
brugsforskning) yfirlit yfir þær
rannsóknir sem að nú liggja fyrir
frá hendi opinberra aðila urn þessa
tækni. Greinarnar eru samantekt
efnis sem lagt var fram á ráðstefnu
sem haldin var í Danmörku síðast-
liðinn vetur. Hér á eftir verður leit-
ast við að draga saman í stuttu máli
það helsta sem fram kemur í skýrsl-
unni.
Sérkenni og möguleikar
sjálfvirkrar mjaltatækni
Sjálfvirk mjaltatækni, hér eftir
nefnd „SMT”, býður upp á marga
jákvæða möguleika. Bóndinn og
búalið geta hnikað vinnutíma sín-
um og þannig aðlagast betur samfé-
lagslegu unthverfi en jafnframt
losnað við íþyngjandi líkamlegt
álag. Jafnframt er samtímis og
stöðugt unnið að því að skrá allar
grunnupplýsingar varðandi ástand
hjarðarinnar sem er ein af forsend-
um fyrir framleiðslustjórnuninni.
Kúnum eru skapaðar aðstæður til
þess að vera í umhverfi þar sem
þær geta nálgast eigin þarfir, eink-
unt er varða dægursveiflur. Einnig
eru skráðar nákvæmar upplýsingar
urn einstaka gripi þannig að á frum-
stigi er hægt að greina það sem úr-
Grétar
Einarsson,
Rannsókna-
stofnun
landbúnaðarins,
bútæknideild,
Hvanneyri
skeiðis fer varðandi heilbrigði og
fóðrun gripanna og gera viðeigandi
ráðstafanir fyrr en ella. Það leiðir
væntanlega til þess að hjörðin í
heild verður heilbrigðari og fram-
leiðslan heilnæmari.
í Danmörku hefur SMT verið í
notkun á fjórða ár en þar eru í notk-
un hlutfallslega fleiri tæki en í öðr-
um löndum. Talið er að útbreiðslan
mótist nokkuð af því hvernig hlut-
fallið er milli vinnulauna og verðs á
tækjabúnaði. Fyrstu kerfin voru
tekin í almenna notkun í Hollandi
1992 og er nú talið að þar séu um
250 kerfi en þar eru þau langflest. í
Danmörku er talið að um 100 kerfi
séu í notkun eða svipað og í Þýska-
landi. Á hinum Norðurlöndunum
eru samtals um 30 kerfí og til sam-
anburðar má geta þess að í Eng-
landi eru 8 kerfi í notkun. Á Nýja-
Sjálandi og í Ástralíu eru að hefjast
rannsóknir á þessu sviði. Almennt
má segja að mikill áhugi sé á að
þróa tækni sem léttir störfin við
mjaltir.
Sjálfvirk mjaltatækni þróast með
líkum hætti og aðrar tækninýjungar
sem koma á markaðinn. Þróunin
hefur jákvæð áhrif á þann búnað
sem fyrir er og þar sem hægt að að-
laga ýmsar tækninýjungar hefð-
bundnum mjaltaaðferðum. Mikil-
vægt er að gera sér grein fyrir því,
áður en ráðist er í svo miklar fjár-
festingar, að tæknin ein og sér dug-
ar skammt ef hún er ekki aðlöguð
framleiðsluferlinum í heild sinni.
Þróun mjaltabúnaðarins
Fyrstu tilraunir með SMT hófust
um miðjan áttunda áratuginn í Hol-
landi. Á tilraunastöð var útbúin
mjaltaaðstaða með einu venjulegu
mjaltatæki. Mjaltirnar fóru fram í
tengslum við sjálfvirkan kjarnfóð-
urgjafa. Síðan voru gerðar tilraunir
þar sem mjólkað var stöðugt allan
sólarhringinn og kýmar komu sjálf-
viljugar til mjalta um leið og þær
sóttu sér kjarnfóður. Niðurstöður
þessara athugana leiddu til að há-
mjólka kýr sóttust eftir því að vera
mjólkaðar þrisvar á sólarhring og
einstaka fjórum sinnum. Tilraunin
sýndi ennfremur að nytin jókst þeg-
ar mjólkað var oftar en tvisvar á
sólarhring, jafnvel allt að 15%.
Síðan hafa ýmis fyrirtæki og til-
raunastöðvar spreytt sig á að þróa
ýmsa tækni til að nálgast sjálfvirka
mjaltatækni. Flestar tilraunastöðv-
amar sem voru komnar áleiðis í
þróuninni hafa selt einkaleyfin til
einkarekinna fyrirtækja sem hafa
unnið áfram að þróuninni með
prófunum og markaðssetningu. Það
sem er sameiginlegt tæknilega með
öllum SMT tækjum sent nú eru á
markaðnum er m.a.:
* Grunngerð líkt og tamdem
mjaltabás.
* Fóðrun á kjarnfóðri í mjalta-
básnum.
* Magnmælingar á mjólk.
* Leiðnimælingar mjólkur m.t.t
efnasamsetningar.
Til að SMT kerfm vinni eins og
þeirn er ætlað og væntanlegur
ávinningur náist er mikilvægt að
bústjómin sé mjög markviss. Þó að
rnenn byggi fjós af nýjustu gerð og
setji í það fullkominn tæknibúnað,
séu með arðvænlega hjörð gripa og
framleiði gæðafóður leiðir það ekki
til vænlegs árangurs ef bústjómin er
28 - pR€VR 9/2001