Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Síða 31

Freyr - 01.07.2001, Síða 31
aðgang að búnaðinum til eftirlits og viðhalds. Rýmið umhverfis mjalta- eininguna þarf að vera frostlaust, möguleiki á upphitun og nægri lof- træstingu ásamt góðri lýsingu. Allt umhverfi þarf að vera þannig að þrif séu auðveld, gólf ekki hál, til taks sé þvottaslanga og aðstaða til þvotta á skófatnaði við innganginn. Atferli kúnna við sjálfvirka mjaitatækni Frá náttúrunnar hendi hafa naut- gripir ákveðið atferlismynstur sem tengist dægursveiflum þar sem ferli gripanna skiptist að mestu í hvíld, át eða beit og jórtur. Nautgripir eru hópdýr sem leitast við að gera sömu athafnir á sama tíma. Með öðrum orðum, hópur mjólkurkúa leitast við að éta, hvílast og jórtra á sama tíma sólarhringsins. Margar rannsóknir sýna að jafnvel þegar gripir eru í húsvist, eða í aðhaldi með öðru móti, er tilhneiging til að viðhalda eðlislægum sveiflum í atferli. Við að fullnýta sjálfvirka mjaltatækni er gert ráð fyrir að kýrnar koma sjálfviljugar til mjalta allan sólar- hringinn og einstaka gripir á 8-10 tíma fresti. Raunveruleg þörf kúnna til að vera mjólkaðar er talin vera takmörkuð. Við náttúrulegar aðstæður leitar kýrin eftir afkvæm- inu í eina til tvær vikur eftir burð. Eftir það er það alltaf kálfurinn sem kemur til að sjúga. Danskar atferlisrannsóknir, sem nú liggja fyrir, benda til að 3/4 hluti kúnna fari til mjalta án verulegra vandkvæða. Það er í samræmi við nokkurn fjölda niðurstaðna frá öðr- um löndum. Hinn hluti kúnna á í vandræðum með að ganga nægi- lega oft til mjalta og iðulega verður biðtíminn á biðsvæðinu óhóflega langur. Það getur aftur leitt til að annað atferli kúnna raskast. Astæð- umar fyrir því að kýmar fara of sjaldan í mjaltabásinn geta verið af ýmsum toga. Þar má nefna vöntun á eða röng þjálfun gripanna, ótti við mjaltabúnaðinn, goggunarröðin á biðsvæðinu veldur óhóflega langri bið hjá sumum einstaklingum og eða gripimir aðlagast ekki kerfinu, þ.e. læra ekki á það. Umferð gripa í fjósum með sjálfvirka mjaltatækni Umferð kúnna í fjósi með SMT kerfi er mjög ólík því sem gerist í hefðbundnum fjósum og við hefð- bundnar mjaltir. Með SMT kerfi velja kýmar að mestu leyti hvar þær halda sig á hinum ýmsu tímum sólarhringsins en á því eru þó viss mörk. Við hefðbundið skipulag er það verkstjórinn (fjósamaðurinn) sem ákveður eða tímasetur að mestu hinar einstöku athafnir grip- anna. í danskri tilraun var gerð at- hugun á hreyfingum (aktivitet) kúnna í SMT hjörðum með því að setja á þá hreyfiskynjara. Mæling- arnar koma fram sem rafmerki sem er misöflugt eftir hreyfingu grip- anna. Spennan við kyrrstöðu er stillt sem 0% og 100% virkni er skilgreint sem hæstu meðaltöl inn- an tiltekins tímabils. Framkvæmdar voru alls sex mælingar og hver þeirra stóð í eina viku. Gerðar voru rannsóknir á fjórum býlum, á tveimur af þeim að sumri til og öðr- um tveimur að vetri til. Svæðin, sem könnuð voru í fjósinu, voru við fóðurgang, kjarnfóðurgjafa, brynn- ingaraðstöðu, hvíldarsvæði, bið- svæði fyrir framan SMT og göngu- leiðir til beitar. Niðurstöðurnar sýna að í fjósum með SMT kerfi eru dæmigerðar dægursveiflur í atferli kúnna. Hreyfingamar eru minni að nætur- lagi og snemma morguns. Þær auk- ast síðan þegar líður á daginn og fram eftir kveldi. Með næturlýs- ingu og venjulegum loftslagsað- stæðum í fjósum má búast við að á fyrrgreindum svæðum í fjósinu séu hreyfingarstuðlar kúnna 35-50% að næturlagi og snemma á morgnana og 70-90% að deginum til og fram eftir kveldi. Fóðrun og beit Þegar sjálfvirk mjaltatækni er tekin í notkun hefur það ekki ein- ungis áhrif á mjaltimar heldur einn- ig fóðrunina. Það helgast af því að stjóma þarf atferli kúnna til að æskileg mjaltatíðni náist á sama tíma og fóðurmagnið þarf að vera í hámarki.. Einn af möguleikunum til að hafa áhrif á mjaltaatferli er með stjómun á gjöfum og með stjórnun á umferð kúnna til fóðrun- araðstöðunnar. Jafnframt þarf stjórnun á umferð milli legupláss, fóðurgangs og jafnvel að sjálfvirk- um kjarnfóðurgjöfum. Beitin er önnur hlið á þessu sama máli þar sem „legusvæði og fóðr- un“ er á sama stað. Samtímis er fjarlægðin frá „fóðrunarstað" meiri og koma þá til skjalanna áhrifa- þættir eins og veðurfar, beitargróð- ur (magn og gæði), brynning og fleira. Reynslan sýnir að SMT kerfi og beit er með góðu móti hægt að samræma en mjaltatíðnin fellur nokkuð. Kerfið er háð mörgum áhrifaþáttum sem gera það að verkum að erfitt er að draga fram almennar niðurstöður sem hægt er að alhæfa um. Enn sem komið er ekki vitað hvernig hægt er að hámarka fjölda mjalta einstakra kúa á dag, afköst mjaltakerfisins, innbyrt fóður með beit og mjólk- urmagn án þess að til komi verulegt vinnuframlag. Það er líklega ekki hægt að hámarka alla umrædda þætti samtímis. Þess vegna þurfa þeir sem hyggja á að nota SMT kerfi og jafnframt að nýta beitina til fullnustu að vera meðvitaðir um að það getur bitnað á nythæð eða vinnuframlagi. Ekki er útilokað að einstaka bóndi nái viðunandi árangri með SMT kerfi og mikilli beit en ekki eru tiltækar almennar leiðbeiningar um það hvernig á að standa að því í fram- kvæmd. Heimild: Morten Dam Rasmussen (red) 2001. Automatisk malkning i Danmark. Ministeriet for Födevarar, Landbrug og Fiskeri. Danmarks JordbrugsForskn- ing. Nr. 24 Husdyrbrug. FR6VR 9/2001 - 31

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.