Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 9
'inciA vorinu og slegin seint, til að hreinsa af þeim. Svo slæ ég byggið og rýgresið seinni hluta sum- ars og fæ þetta 50-60 rúll- ur sem ég gef sem græn- fóður á innistöðu. Ég reyni að byrja nokkuð snemma að slá og þá fyrst gömlu túnin. Þó að ég fái ekki mikið af þeim þá er það kraftmikið hey. Vallarfaxgrasið læt ég aftur standa nokkru leng- ur. Ég þurrka heyið eins vel og aðstæður og tíðar- far leyfir og tel að þá verk- ist það betur. Ég rúlla allt saman og pakka dálítið mikið. Hey sem ég rekna með að geyma milli ára hef ég pakkað áttfalt. Rúlluheyskapurinn er hentugastur eftir að fólki fækkaði við verkin. Þetta kostar auðvitað mikil plast- kaup en það er ekki meiri kostnaður við það en rafmagnið sem áður fór í súgþurrkunina, það hef ég athugað. Ertu líka að vinna upp tún ? Já, ég vinn upp tún og nota þá landið fyrir grænfóður í 1-2 ár og svo sl. 5-6 ár hef ég ræktað bygg til þroskunar og það hefur aldrei brugðist. Ég hef sett það í stórsekki og súrsað og svo gefið kúnum að vetrinum. Þetta er alveg feiknagóð viðbót við fóðurfram- leiðsluna. T.d. kalvorið árið 1999 þá var ég með korn í 5-6 hekturum og það kom mjög vel út en þá urðu miklar kalskemmdir á túnum hér um slóðir. Hér er oft hægt að sá mjög snemma, í vor sáði ég t.d. 29. apríl, en ég hef sáð komi hér fyrst 22. apríl, en það byggist á því að maður plægi landið haustið áður. Kýmar fá komið, eins og ég sag- ið, en mér finnst að það þurfi að meta komið svolítið líka sem gróf- fóður. Með kominu gef ég fóður- blöndu sem ég hef látið sérblanda fyrir mig með miklu fiskimjöli. Svo þarf að gá að því að í komið vantar snefilefni, sem þarf þá að hafa í fóðurblöndunni. Eftir kalveturinn 1998-1999 taldi ég mig heytæpan en um 70% af túnum hérna voru þá kalin. Þá fóðr- aði ég öll mín geldneyti á hálmi að hálfu allan veturinn á eftir og gaf þeim fiskimjöl með og svo gott hey í hitt málið og hef aldrei átt eins falleg geldneyti. Hvernig þreskir þú komið? Ég er hluthafi í Komræktarfélagi Skagfirðinga sem á og rekur kom- þreskivélar sem annast þetta verk fyrir mig. En hefur þú prófað eitthvað nýtt nýlega? Já, fyrir nokkrum ámm prófaði ég að rækta vetrarrúg. Þetta byrjaði þannig að Bjarni Guðleifsson á Möðruvöllum sendi mér nokkrar lúkur af sáðkorni af þessu. Ég sáði því í smáhorn og það lifði af vetur- inn og varð grænt og fallegt um vorið. Þá fór ég að kaupa fræ með- an ég fékk það og það þarf að sá því alls ekki seinna en um miðjan ágúst, og bera svo á það eins snemma og maður getur að vorinu. Það er hins vega ekkert borið á það við sáninguna. í góðu vori náði ég að beita þetta 20. maí og þá var það orðið nokkuð sprottið. Þetta helst hvanngrænt allan vet- urinn. Það þarf að rækta þetta í halla og það má alveg vera snjór yfir því en það þolir ekki svell. Þá kelur það. Ég var með vetrarrúg kalvorið áðurnefnda og þá var ekki dautt í því nema um fjórðungur. Það var í halla og laust við klaka, þannig að það nýttist alveg ágætlega. Ég er alveg sannfærður um að ef sauðfjárbændur hér norðanlands næðu tökum á þessu og sáðu vetrar- rúgi í 1-2 hektara, bændur með þetta 100-200 ær, og hefðu þetta til- búið að vorinu um sauðburð, að það yrði alvega stór fengur að því fyrir þá. Auk þess, sem hægt er að beita snemma á þetta, þá vex það áfram eftir beitina og það er hægt að slá það seinna um sumarið ef menn vilja. Ég hef aðeins reynt það líka og þá hafði rúgurinn vaxið mér yfir höfuð. Ég fékk af þessu margar rúll- ur sem ég gaf geldneytum en oftar hef ég látið kýmar taka endurvöxt- inn jafnóðum og hann hefur komið. Ég held að þetta sé jurt sem vert sé að gefa gaum og á tímabili not- aði ég þetta en ekki bygg og rý- gresi. Hins vega býst ég við að fReVR 9/2001 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.