Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Síða 38

Freyr - 01.07.2001, Síða 38
Sláttumúgari („Swather" frá Shelbourne Reynold). Slær og leggur uppskeruna í múga þar sem úr henni visnar í rólegheitum. Síðar er múginn hirtur upp með sópvindu og uppskeran þreskt. byggi var mælt með því að telja hve mörg byggkom höfðu tapast úr hverju axi hinn 23. sept. af heildarfjölda koma (ax-sæta) sem voru í hverju axi: Tölfræðilega marktækur munur var á komtapi á milli skorins og óskorins byggs á A-reit en á þeim reit var byggið komið lengra í þroska en á V-reit þar sem munur á korntapi var minni. Korntapið var í heild mjög lítið, t.d. samanborið við reyndina á Hvanneyri haustið 1999 enda var tíðarfar á þroskunar- tíma byggsins nú lengst af kyrrlátt. Er þetta vænleg aðferð við kornskurð? Við þær aðstæður sem ríktu í at- huguninni haustið 2000 virtist óljós ávinningur af því að skera byggið og láta það fullþroskast á akri. Með þeim hætti virtist komið þó ná að þorna og þroskast nær til jafns við hitt sem á stöng- um stóð óskorið. I athuguninni eyddi tapið (hrun og fok) úr stand- andi korni hins vegar að mestu þeim ávinningi sem varð af því að láta byggkornið þroskast óskorið. Sennilega ræður tíðarfarið og þeir staðbundnu hættir, sem valda vindálagi á akurinn, auk plantn- anna sjálfra, miklu um það á hvorn veg og hver þessi mis- munur verður. I kombyggðum Vestur-Kanada er tvískiptur komskurður (wind- row/combine) ríkjandi aðferð. Kornið er sleg'ið með 20 cm stubb- hæð og lagt í múga með þar til gerðum sláttumúgavélum. Að tíma liðnum lýkur svo þreskivél með sópvindu verkinu. Falli regn í millitíðinni er kornið lengur að þoma en standi það óskorið, eins og raunar athugunin á Hvanneyri benti til. Með þessari aðferð er hálmurinn talinn nýtast betur.1 Ekki er fyrirfram víst að hin kanadíska aðferð eigi erindi til Is- lands. Rétt er þó að kanna hvort hún geti bætt nýtingu kornupp- skerunnar. Athugunum þessum þarf því að halda áfram, m.a. í mismunandi tíðarfari, í þeirri von að enn megi bæta árangur korn- skurðarins. Markmiðið er að ná byggkorninu vel þroskuðu sem þurrustu og án mikil taps úr því við fok og hrun. Yfirlit Að lokum má draga niðurstöður athugunarinnar saman þannig: • Lítill munur var á þurrkun sex- raða byggkoms hvort heldur það lá skorið á akri í 13 daga eða stóð óhreyft í öxum. Vatnsmagn- ið í kominu minnkaði um 5%- stig á dag á tímabilinu, sem var vætusamt. • Það breytti litlu fyrir þroskun byggsins hvort það lá skorið eða stóð óskorið á akrinum. Það bætti um 2% á dag við þunga sinn í báðum tilvikum. Heldur meira hrundi úr óskorna kominu en úr hinu sem lá skorið (2,0% samanborið við 0,0%). 3) Sjá m.a. PAMl-Research Update, 739, Group 4(i), 1998. Einnig vef- síðumar: www.pami.ca, www.macdon.com, www.westwardparts.com Búfræðikandidatar frá Hvanneyri 2001 Leiðrétting Unnsteinn Snorri Snorrason Þorvaldur Kristjánsson í kynningu á nýjum bú- fræðikandidötum frá Hvann- eyri á bls. 34-35 í 8. tbl. Freys víxluðust tvær myndir, þ.e. af þeim Unnsteini Snorra Snorrasyni og Þorvaldi Krist- jánssyni. Rétt merktar myndir fylgja hér með. 38 - pR€VR 9/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.