Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 32

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 32
Gæðastýring í sauðfjárrækt Viðtal við Sigurð Eiríksson, starfsmann endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri við framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt Samkvæmt samningi um framleiðslu sauðfjárafurða milli Bændasamtaka ís- lands og ríkisins hefst gæðastýring í sauðfjárrækt hinn 1. janúar 2003. Haldin hafa verið námskeið um allt land þar sem gæðastýringin hefur verið kynnt, gæðahandbók afhent og farið yfir uppbyggingu hennar og leiðbein- ingar varðandi þær skráningar sem áskildar eru. Hvenœr hófust námskeiðin ? Námskeið í gæðastýringu hófust um miðjan mars og sá Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri um undir- búning þeirra og naut við það góðr- ar aðstoðar ráðgjafarnefndar um gæðastýringu í sauðfjárrækt en hana skipa Jóhannes Sveinbjörns- son, formaður, Gunnar Guðmunds- son og Jóhannes Ríkharðsson. LBH sá svo um framkvæmd nám- skeiðanna í samvinnu við sauðfjár- ræktarráðunauta í hverju héraði. Tilgangur og markmið námskeið- anna? Gæðastýring í sauðfjárrækt hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar er um að ræða rekjanleika og skil- greindar framleiðsluaðferðir sem eru að verða nauðsynlegar við markaðssetningu á þeim vörum sem eiga að vera „hreinni" en aðrar. Hins vegar er um að ræða hag- stjórnartæki fyrir bændur, þ.e. hjálpartæki til þess að ná betri árangri í rekstri. Markmiðið með tveggja daga námskeiði í gæðastýr- ingu er að bændur nái tökum á þessu verkefni og kunni á gæða- handbókina. Hvemig tóku bœndur námsefhinu? Afstaða bænda til efnisins er að sjálfsögðu mismunandi. Flestir eru jákvæðir en sumir halda því fram að kerfið sé gagnslaust og að verið sé að gera bændur að möppudýrum og skriffinnum. Það verður tíminn að leiða í ljós og út af fyrir sig þá getur enginn neytt slfkt hjálpartæki í rekstri upp á neinn. Ef menn kjósa að sinna skráningum einungis til þess að fá gæðastýringargreiðsl- ur frá ríkinu en gæta þess að nýta upplýsingarnar ekkert að öðru leyti þá má vel vera að þeim takist ekki að bæta neitt rekstur sinn en hvað fyrir mönnum vakir með slíku er vandskilið. Verða gœðahandbókin eða nám- skeiðin endurskoðuð í Ijósi reynsl- unnar? Sauðfjárbændur í Norður-Þing- eyjarsýslu hafa sem kunnugt er ver- ið í tilraunaverkefni í þessari gæða- stýringu síðasta árið. Skráningar- eyðublöð gæðahandbókarinnar höfðu þegar tekið nokkrum breyt- ingum eftir athugasemdum þeirra áður en almennu námskeiðin hóf- ust. Það hafa samt komið nokkrar mjög gagnlegar ábendingar frá bændum varðandi gæðahandbók- ina, bæði á námskeiðunum og síð- ar, og verður tekið tillit til þeirra í framhaldinu. Það er nauðsynlegt, þegar gæðakerfi er samið, að það falli sem nákvæmast að starfsem- inni og að notkun þess verði þannig sjálfsagður liður í rekstrinum en ekki eitthvert aðalatriði. Búskapar- hættir í sauðfjárrækt á landinu eru samt það mismunandi að stöðlun kerfisins skerðir möguleika þess til þess að vera nákvæmlega skrifað eftir búskaparlagi hvers og eins bónda. Þátttaka í námskeiðunum? Á þessi námskeið hafa komið rúmlega 1900 bændur af 1650 lög- býlum. Skráð lögbýli með sauð- fjárrækt eru 2100 - 2200 þannig að þátttakan er 75% - 80%. Á nokkr- um stöðum á landinu hafa myndast biðlistar manna sem af einhverjum ástæðum komust ekki á námskeið í vor. Það er því ljóst að í haust verða haldin námskeið fyrir þá, eftir því sem áhugi er fyrir, og er ástæða til þess að hvetja menn til þess að hafa sem fyrst samband við búnaðarsamband sitt og skrá þátt- töku sína. Telur þú að margir sauðfjár- bcendur geti aukið tekjur sínar með því að taka upp þau vinnubrögð sem þið mœlið með? Ég tel að flestir sauðfjárbændur geti aukið tekjur sínar með því að taka upp þetta kerfí. Flestir þeirra, sem eru þátttakendur í skýrslu- haldi, þekkja gagnsemi þess fyrir tekjuhlið rekstrarins. Skráningar og notkun upplýsinga úr öðrum þáttum rekstrarins snúa að gjalda- hliðinni og beina mönnum þannig að arðsömustu leiðinni í til að bæta reksturinn. En hafa ekki margir nú þegar til- einkað sér þessi vinnubrögð? Það eru margir sauðfjárbændur, sem eru bæði þátttakendur í skýrsluhaldi BÍ og hafa jafnframt skráð hjá sér mest af þeim upplýs- ingum sem innbyggðar eru í kerfíð, og sumir jafnvel mun meiri og ná- kvæmari upplýsingar. Sóknarfæri þeirra með tilkomu gæðastýringar- innar eru samt umtalsverð og snúa að mínu mati einkum að samvinnu- þættinum. Það er augljóst að að- 32 - FR6VR 9/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.