Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 4

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 4
Ritstjórnargrein Kornrækt á íslandi Hinn 8. júní sl. var efnt til ráð- stefnu á Sauðárkróki undir heit- inu „Kornrækt á nýrri öld“. Að ráðstefnunni stóðu Kornræktar- félag Skagafjarðar, Atvinnuþróunarfélagið Hringur í Skagafirði, Landssamband korn- bænda, Bændasamtök íslands, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Hagþjónusta landbúnaðarins. Ráðstefnustjóri var Sigur- geir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BI. A ráðstefnunni voru flutt 10 erindi og eru nokkur þeirra birt í þessu blaði, endurbætt eða óbreytt, en öll er þau að finna á vefsíðu RALA, www.rala.is. Full ástæða var til að efna til þessarar ráð- stefnu. í þeirri varnarbaráttu sem íslenskur landbúnaður heyr nú um stundir er korn- rækt ein af þeim greinum búskaparins sem er í sókn og á tryggan markað innanlands fyrir afurð sína, kornið. Aætluð kornfram- leiðsla á sl. ári, 2000, er 5000 tonn, allt bygg, sem er um 8% af kolvetnakjarnfóðri sem notað er nú hérlendis. Sú uppskera er tekin af 1500 hekturum í öllum landsfjórð- ungum, mest á Suðurlandi eða 45%, Norð- urlandi 35%, Vesturlandi 15% og Austur- landi 5%. Sá árangur, sem hér hefur náðst, á sér langan aðdraganda og skal fátt eitt af því nefnt hér. Af brautryðjendunum ber hæst nafn þeirra Klemenzar Kristjánssonar á Sámsstöðum, sem hóf þar kornræktartil- raunir árið 1927 en nokkru áður í Reykja- vík, og Eggerts Ólafssonar, bónda á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, sem hóf korn- rækt árið 1961 og hefur þar verið ræktað korn óslitið síðan. Nefna ber einnig Magnús Finnbogason á Lágafelli í Austur- Landeyjum sem fór fyrir kornrækt með fé- lagseign á vélum og tækjum þar í sveit, er hófst árið 1981, og ruddi braut almennri kornrækt eftir nokkurt hlé vegna harðs ár- ferðis. Búgrein, sem hefur ekki átt sér fasta hefð í íslenskum landbúnaði, eins og gildir um kornrækt, hefur þurft á öflugri rannsóknar- starfsemi að halda. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hefur lengi haft hana með höndum og ýmsir sérfræðingar komið þar við sögu. Alkunna er að svo víðfeðmt verk- efni sem rannsóknir á korni kalla á hóp- vinnu margra sérfræðinga sem og aðstoðar- manna þeirra, sem og nægilegs tækjabún- aðar og aðstöðu. Um hátt í tveggja áratuga skeið hefur Jónatan Hermannsson, til- raunastjóri á Korpu, verið í forystu þeirra rannsókna, jafnt um kynbætur á korni til að afla nýrra yrkja, sem hæfa íslenskri korn- rækt, sem og um alla aðra fjölbreytta þætti kornræktarinnar. Hinn merki árangur, sem náðst hefur í kynbótum á korni hér á landi á undanförn- um árum, verður öðrum fremur þakkaður honum. Jafnframt hefur honum verið lagið að miðla fróðleik um alla þætti kornræktar- innar á glöggan og áhugaverðan hátt, jafnt á fundum sem í rituðu máli. Það efni hefur urn árabil verið að finna í Bændablaðinu, Frey og Handbók bænda, auk rita RALA og víðar. Að auki er Jónatan manna fróð- astur um sögu kornræktar frá upphafi henn- ar til nútímans og skal hér minnt á grein sem hann ritaði um það efni í Frey árið 1997. Enginn vafi er á að Jónatan á enn eft- ir að vinna þessari búgrein margt og mikið gagn ineð þeim samvalda hópi fólks sem hann vinnur með. M.E. 4 - FR6VR 9/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.