Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 11

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 11
Kornrækt á nýrri öld Rannsóknir í kornrækt Hér verður fyrst og fremst fjallað um komræktartil- raunir á vegum Rann- sóknastofnunar landbún- aðarins síðasta áratug eða svo. Þegar talað er um kom í eftirfarandi grein er átt við vorbygg, enda er það eina komtegundin sem unnt er að rækta með nokkru öryggi hér á landi. Klemenz Kristjánsson hóf kom- ræktartilraunir í Reykjavík árið 1923. Hann varð tilraunastjóri á Sámsstöðum 1927 og þar var starfsvettvangur hans síðan allt til 1967. Hann gerði tilraunir með sáðtíma, sáðmagn, sáðdýpt og sáð- aðferð koms. Einnig gerði hann til- raunir með áburð á korn, meðal annars búfjáráburð, og bar saman ýmis byggyrki og hafrayrki reyndar líka. Sumt af þeim tilraunaniður- stöðum hans er enn í fullu gildi en aðrar gjalda þess að tækni er breytt og önnur yrki á markaði nú en á hans tíð. Hvergi verður þess vart að Klemenz hafi reynt fyrir sér við kynbætur korns. Verkefnið Komkynbætur var tekið á verkefnaskrá Rannsóknastofnunar landbúnaðarins laust eftir 1960 og hefur verið þar síðan. Undirritaður hefur haft umsjón með því frá árinu 1990. Tímamót urðu á miðju ári 1994 þegar verkefnið hlaut styrk úr Rannsóknasjóði Islands og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Síðan hefur það notið styrkja úr þessum sjóðum, einkum þó hinum síðamefnda. Þrátt fyrir nafnið einskorðast verkefn- ið ekki við kynbætur korns heldur falla undir það hvers kon- ar rannsóknir í korn- rækt. Fjarri fer því að hér sé rúm fyrir Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins tæmandi úttekt á verkefninu. Látið verður nægja að stikla á örfáum atriðum. Hvar er hægt að rækta korn? Hitaþörf byggs. Tilraunir gerðar samfleytt í 16 ár á Korpu og víðar sýna þroskaferil byggs við íslensk- ar aðstæður. Miðlungsfljót bygg- yrki skríða þegar 700 daggráður eru komnar frá sáningu og gefa gulþroska kom og viðunandi upp- skeru eftir 1200 daggráður. Meðal- frávik sumarhita er 0,9°C og reikn- að út frá því þarf meðalsumarið að gefa 1300 daggráður ef korn á að fást 4 ár af hverjum 5. Veðurfarsleg skilyrði til korn- ræktar. Skilyrðin eru meðalhiti á vaxtartíma og lengd vaxtartíma. Vaxtartíminn endar um miðjan september hvarvetna á landinu, en mjög er misjafnt hvenær hægt er að sá á vorin. Reiknað er með vaxtar- tíma frá 7. maí til 15. september. Grunntalan er 1300 daggráður, eða 10°C meðalhiti í 130 daga. Eftirfar- andi þættir eru aftur á móti breyti- legir eftir staðháttum, sjá 1. töflu. Áhrif hlýsjávar koma fram á vetr- arhita og lýsa sér í því að klaki myndast lítt í jörð og þar má því sá snemma vors. Þau eru mest á aust- anverðu Suðurlandi. Áhrif kald- sjávar koma fram á vor- og sumar- hita. Þau eru mikil á annesjum aust- anlands og norðan og við Húnaflóa. Þau teljast lítil í Austur-Skaftafells- sýslu og í fjörðum austanlands og norðan. Sendin jörð er hlýrri en annar jarðvegur fram eftir sumri og það bætist við sumarhita. Með vax- andi hæð yfir sjó gerist aftur hitt að vaxtartími styttist og hiti lækkar. Gert er ráð fyrir því hvoru tveggja í ofangreindum tölum. Reikna má hitatölu fyrir hvem bæ samkvæmt þessu. Dæmi: í Vindheimum í Skagafirði kemur hvorki hlýr eða kaldur sjór við sögu en landið er sendið og um 40 metra yfir sjó. Grunntalan er hvarvetna 1300 dag- gráður og nú bætast við hana 60 fyrir sandinn, en 40 dragast frá fyrir hæð yfir sjó. Niðurstaðan verður því 1320 daggráður og komrækt býsna ömgg. Þegar komið er nærri sjó í Skagafirði verður að reikna með hinum minni áhrifum kaldsjáv- ar og þar er óvíða völ á sendinni jörð. í sömu hæð yfir sjó og í Vind- heimum gefur meðalsumarið þar einungis 1200 daggráður og kom nær þar ekki viðunandi þroska nema annað hvert ár að meðaltali. Ræktunartilraunir Nituráburður. Gerðar voru 46 1. tafla. Sendin Hæð Áhrif Lítil áhrif Mikil áhrif jörð yfír sjó hlýsjávar kaldsjávar kaldsjávar Hitasumma, daggráður + 60 - 1,2/m + 60 - 60 - 120 Sumarhiti, °C + 0,5 - l,0/100m + 0,5 -0,5 - L0 pR€VR 9/2001 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.