Freyr - 01.07.2001, Side 17
Kornrækt á nýrri öld
„Þetta korn á alúð okkar.
- að verka bygg og geyma
“1
Endurreisn byggræktar
hérlendis fylgdi því að
huga þurfti að verkun og
geymslu uppskerunnar.
A fyrri árum byggræktar á íslandi
var þurrkun aðalverkunaraðferð-
in. Súrsun var þó reynd í tilrauna-
skyni. A núverandi skeiði bygg-
ræktar hafa bændur hins vegar
súrsað meginhluta kornaflans til
þessa. Svo virðist sem áhugi fyrir
þurrkun fari vaxandi. Síst er það
að undra þegar þess er gætt að
þurrkun er ríkjandi verkunarað-
ferð á korni í nágrannalöndunum.
Við verkun og geymslu byggs
þarf að horfa til ýmissa þátta, m.a.:
* vinnu við uppskeruna
* kostnaðar við kaup búnaðar og
aðfanga
* afdrifa (nýtingar) byggsins í
geymslu, þ.m.t. geymslutaps
* fóðurfræðilegra sjónarmiða...
I greininni verður stuttlega drep-
ið á þætti sem varða verkun bygg-
korns og geymslu.
Kr./kg - lykilstærðin
Heimaræktaða byggið er í beinni
verðsamkeppni við fóður á heims-
markaði. Eigi samanburðurinn,
gerður í krónum á kíló byggs, að
vera heimabygginu hagstæður,
kallar það á tvennt:
1) Greinin er að stofni til erindi flutt á ráð-
stefnunni Kornrækt á nýrri öld, sem
haldin var í Skagafirði 8. júní sl. Nokkrum
töflum hefur verið bætt við erindið. Titill
þess var fenginn að láni úr kvæði Guð-
mundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli í
Bjamardal: Byggið blaktir, 1937.
2) Heimild: Þórður Pálsson. BS-ritgerð
Hve. 1999.
3) Sólarhringsúrkoma minni en 1,4 mm.
4) Vindhraði meiri en 8 vindstig (19 m/s).
5) Heimild: Kristján Óttar Eymundsson.
BSritgerð Hve. 199.
Bjarni
Guðmundsson,
kennari,
Landbúnaðar-
háskólanum
á Hvanneyri
a. að krónurnar (kostnaðurinn fast-
ur og breytilegur, beinn og
óbeinn) verði sem fæstar:
* við jarðvinnslu, sáningu, allt
fram til skurðar
* við skurð og þreskingu, flutn-
ing, verkun, geymslu og fóðr-
un.
b. að kílóin, sem til nytja koma,
verði sem flest:
* mæld í tanki sláttuþreskjarans
eða úr annarri uppskeruvél
(fok, þreskitap o.fl. sem
minnst...)
* mæld fram á jötu/í kjamfóður
bás (tap við geymslu,
mygluskemmdir o.fl. sem
minnst ...)
* í gripunum sem aldir eru á
bygginu (rétt fóðrun, raun-
hæft fóðurmat...)
Með ströngu aðhaldi gagnvart
þessum þáttum er unnt að gera
heimabyggið samkeppnisfært en
fleira kann að gæta, svo sem áhrifa
byggræktar í gegnum endurvinnslu
túna, verðmætis bygghálmsins,
hinna félags- og tilfinningalegu
áhrifa nýbreytninnar o.fl.
Uppskeruhættir
Islenskir byggbændur hafa kosið
að nota sláttuþreskjarann við upp-
skeru, enda hvarvetna hin sígilda
vél í því skyni. Með henni hefur
undragóður árangur náðst þótt
haustskilyrðin hérlendis séu oft hin
erfiðustu. Vegna kostnaðarins ríður
á að hver þreskivél hafi sem flesta
hektara byggs á að starfa. Til við-
miðunar má nefna að hver þreski-
vél norsk er talin vinna á 70 ha ár-
lega og hver sænsk á 140 ha.
Fleiri uppskeruleiðir eru færar:
Aðskilnaður skurðar og þreskingar
kann að vera áhugaverð leið hér-
lendis þar sem hætta á foki er mik-
il, og vandasamt er að ná byggkom-
inu nægilega þurru til verkunar og
geymslu (sjá annars staðar í þessu
1. tafla. Kornskurðardagar á tímabilinu 20. ág.- 8. okt., ára-
bilið 1981-19931 2
Meðaltal3 4 5 Flestir Fæstir Líkur á stórviðri'
Hvanneyri 34 49 17 3%
Nautabú 39 50 22 6%
Egilsstaðir 34 47 14 2%
Vatnsskarðshólar 27 46 11 14%
2. tafla. Áhrif þurrkstigs á gerjun í súrbyggf
Þurrefni, % 40-50 50-60 60-70 70-80
Sýrustig, pH 4,87 5,96 6,51 7,02
Mjólkursýra, g/kg þe. 6,6 2,3 0,4 0,4
Etanól, g/kg þe. 16,4 8,8 8,1 1,5
FR€YR 9/2001 - 17