Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 16

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 16
 mér mikið, t.d. að læra að nýta jörðina með sem hagkvæmustum hætti. Til að komræktin heppnist þurfa allir þættir að vera í lagi. Það þarf að vanda til verka og þar er plægingin einn mikilvægasti þátt- urinn en oft er einhverju öðru kennt urn ef komræktin mistekst. Korn- ræktin er mikilvægur þáttur í end- urræktun túnanna. Hér er venjan að vera með kom í þrjú ár í sama stykkinu og síðasta árið er lokað með grasi. Með þessari aðferð hef- ur fengist mjög góð ræktun. A síð- ustu árum hefur orðið mikil vakn- ing í að endurvinna túnin og er það ekki síst kornræktinni að þakka. Plægingar- og jarðræktarnámskeið hafa verið haldin vítt urn land og farin er að skapast alveg ný ræktun- armenning. Ekki er gott að segja hver þróun- in verður nú í byrjun nýrrar aldar. Það mun ráðast nokkuð af þróun á verði erlends kjarnfóðurs. Eg tel að þeir bændur, sent náð hafa góðum tökum á komræktinni og nota hana sem lið í endurræktun og til að auka fjölbreytni í fóðri, telji að henni fylgi margir kostir sem erfitt er að reikna endanlega í krónurn og aurum. Það er samt erfitt að bera saman komrækt hér á landi norður undir heimskautsbaug og í ná- grannalöndum okkar, þar sem ekki er aðeins betra veðurfar heldur er líka greitt stórlega með komrækt- inni. Kynbætur á korni, sem miða að því að búa til yrki fyrir íslenskar aðstæður, hafa nú skilað þeim ár- angri sem að var stefnt, þökk sé Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Afram verður að halda á þeirri braut með samstarfi við bændur eins og verið hefur. Það er fyrst og fremst í þessu sem tækifæri okkar liggur og verðum við að laga kom- ræktina sjálf að þeint aðstæðum sem við búum við. Með samvinnu og skilningi stjórnvalda á komrækt og mikilvægi þess að framleiða innlent ómengað kjamfóður, tel ég að kornræktin muni þróast og verða hér enn mikilvægari á nýrri öld. Kornskurður á Þorvaldseyri. tonn, en nú hefur Kaupfélag Árnes- inga tekið við innflutningnum. Þá eru Mjólkurfélag Reykjavíkur og KF Skagfirðinga einnig í innflutn- ingi á sáðkorni og í dag er meðal- verð á sáðkorni um 65 kr./kg. Með tilkomu nýs Svegma þurrk- ara hér á Þorvaldseyri árið 1998 varð kornþurrkun miklu hagkvæm- ari. Hann er tengdur við jarðhita sem hér fannst á jörðinni árið 1989 og er allt kornið þurrkað í honum ásamt komi frá nokkrum öðrum bændum í nágrenninu. Við þessar breytingar varð mikill vinnusparn- aður. Frá og með næsta hausti mun hann einnig ganga fyrir raforku sem framleidd er í Koltunguvirkjun sem tekin var í notkun núna í vetur. Það er ljóst að við verðum að gera kornræktina eins hagkvæma eins og kostur er og nú við í hækkandi orkuverð verðurn við að líta meira til jarðhita og rafmagns við þurrkun á komi. Komið er valsað og blandað í það fiskimjöli. Þá hef ég einnig notað svokallaðan byggbæti sem framleiddur er hjá Fóðurkorni. Fóðurblandarinn er nauðsynlegur ef ætlað er að fóðra eftir þörfum gripanna. Þá sérblöndum við fyrir hvem hóp. Smákálfar hafa frjálsan aðgang að byggblöndunni. Eldri kálfum er gefið í votheyið, einnig mjólkurkúnum tvisvar á dag. Há- mjólka kýr fá 4-6 kíló af bygg- blöndu og til viðbótar keypta köggla. Lokaorð Ég tel að kornræktin hafi kennt Um skeið fluttu bændur sjálfir inn sáðkorn. Ótafur á Þorvaldseyri við gám fullan af sáðkorni. 16 - FR€VR 9/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.