Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 5

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 5
Fjölþætt starfsemi kaupfélagsins styrkir Skagafjörð Viðtal við Sverri Magnússon, bónda í Efra-Ási í Hjaltadal Sverrir Magnússon í Efra- Ási er kunnur fyrir góðan árangur í búskap sínum, svo sem afar góð tök á fóðuröflun og miklar afurðir eftir kýr sínar. Þá hefur hann látið til sín taka í félagsmálum, m.a. setið lengi í stjóm Búnaðarsambands Skag- firðinga þar sem hann er nú for- maður. Freyr gekk á fund hans fyrr í sumar og bað hann fyrst segja frá búskap þeirra hjóna, Ásdísar Pét- ursdóttur og hans. Við rekum hér fyrst og fremst mjólkurframleiðslu og bústærðin er 40 kýr og síðan geldneyti á ýmsum aldri, einkum gripir í uppeldi, oft um 80 í allt. Við erum þó lítið með gripi í beinni kjötframleiðslu því að mér hefur fundist að nautakjötið hafi ekki skilað nógu. Svo emm við með til gamans um 30 fjár og þetta 10-12 hross eru á bænum. Kvótinn í mjólkinni er um 205 þúsund lítrar og mér sýnist að það muni vanta einhvern kvóta fyrir ágústmánuð. Ég held þó áfram að leggja inn, það verður þá aðeins greitt fyrir próteinhlutann í mjólkinni og það er betra en ekki neitt. Burðartíminn hjá kúnum hér er þannig að þær eru að bera fram í febrúar og svo ein og ein í mars og apríl og síðan ekki fyrr en eftir miðjan júlí. Núna eiga t.d. að bera 15 kýr hjá mér í seinni hluta júlí og ágúst. Leggurþú þá meiri áherslu á haustburðinn ? Já, og fram eftir vetri. Það er ekki beinlínis vegna auka- greiðslnanna fyrir mjólk í SverrirMagnússon. nóvember til febrúar, sem þó er gott að fá, heldur finnst mér þetta hagstæðasti burðartíminn. Ég er með mikið grænfóður og góða beit á haustin og þá má segja að þær mjólki vel fyrir lítið. Ef maður nær svo kúnum inn án þess að þær geldist með því að hugsa vel um þær þá eru þetta kýr sem mjólk vel allan veturinn. Eftir hverju velur þú naut til að sæða með ? Ég spekúlera töluvert í reyndu nautunum en skipti mér ekkert af þeim óreyndu, nefni kannski ein- hver nöfn en læt sæðingarmanninn oftast ráða þeim. Ég fylgist með þeim skýrslum sem koma út frá skýrsluhaldinu og það sem ég lít einkum eftir, varðandi reyndu naut- in, er júgur, spenar, mjaltir og skap. Eins horfi ég á hvemig mæður þessara nauta hafa reynst. Verði þær töluvert fullorðnar þá má búast við að þær hafi reynst vel. Þama í gegn kemur bæði endingin og frjó- semin. Kýr sem heldur burði alla æfi er traustvekjandi, þannig vill maður hafa þær. Svo má ekki gleyma því að maður er farinn að horfa á próteinmagnið í seinni tíð, sem og frumutöluna. Mér finnst að í nautgriparæktinni hafi of seint verið farið að hugsa um spenana, júgrið, skapið og mjaltirnar. Þetta eru hlutir sem veltur mest á því að við getum ekki verið með í fjósunum kýr sem eru seigmjólka og erfiðar í um- gengni, það fer svo mikill tími í þær. Hefði verið farið að hugsa jafn mikið um þetta fyrir 20 árum og í dag þá stæðum við betur gagn- vart þessum kynbótum. Hver er afstaða þín til innflutnings á NRF kúm? Ég er algjörlega á móti honum og hef ekkert legið á því. Mér hefur fundist að þeir, sem hafa verið að knýja á urn þetta, hafið farið offari. Menn fengu neitun í skoðanakönnun um málið frá meirihluta kúabænda, en samt var haldið áfram að keyra þetta áfram. Ég tel að íslensku kýmar (Freysmynd). skili það miklu, miðað við pR6VR 9/2001 - 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.