Freyr - 01.07.2001, Síða 36
Þroskun og þurrkun
byggkorns á akri
Sagt frá athugun á Hvanneyri haustið 2000
Fullþroskunarskeið bygg-
koms er áhættusamt tíma-
bil, bæði vegna eiginleika
komsins og veðráttunnar
sem þá ríkir jafnan. Fyrir verkun
og geymslu byggsins skiptir miklu
að ná því sem þurrustu en áður en
korn tekur að hrynja úr öxum.
Dæmi eru um að hvassviðri í þann
mund, sem byggið er að verða
skurðarhæft, hafi stórspillt annars
góðri uppskeru. Endanlegt kostn-
aðarverð byggsins ræðst m.a. af
uppskerumagninu sem til nytja
kemur. Hérlendis er verið að rækta
bygg við nyrstu mörk. Við tak-
markaða sprettu þess skiptir enn
meira máli en ella að velja vinnu-
brögð við skurð og verkun sem
tryggja góða nýtingu uppskerunnar.
Þurrkstig byggsins,
þroski og foktap
Eftir skrið hleður byggaxið í sig
þurrefni uns líffrœðilegum full-
þroskci er náð. Hvort sá þroski
fellur saman við skurðarhœfi
byggsins ræðst af aðferðum við
skurð og verkun þess. Notkun
sláttuþreskis krefst þess að þurr-
efni byggsins sé orðið 80% ef
miðað er við reglur nágranna-
landa. Hérlendis hafa bændur hins
vegar skorið mun rakara bygg
með undragóðum árangri.
Erlendis er það ekki óþekkt að
skilja að skurð og þreskingu korns,
grasfræs, bauna o.fl., í því skyni að
minnka hættu á uppskerutapi með
foki, dreifa vinnuálagi á þreskivél-
amar og draga úr fjárfestingarþörf í
þeim.' Þá er komið slegið í múga
1) Sjá Culpin 1987: Farm Machinery,
11. útg. BSP Professional Books,
450 bls.
Bjarni
Guðmundsson,
Landbúnaðar-
háskólanum
á Hvanneyri
og látið þorna og þroskast í þeim en
þreskt síðar. Má segja að þar sé hin
forna aðferð við komslátt og þresk-
ingu endurborin.
Athugunin, sem hér verður sagt
frá, fólst í því að kanna þurrkunar-
feril byggs á akri, bæði skorins og
óskorins, þroskun þess og korntap
úr því. Hugmyndin að henni var
m.a. sótt til nýlegra rannsókna Bú-
tæknistofnunarinnar í Alberta í
Kanada á mismunandi aðferðum
við komskurð. Þar í landi er tví-
skipting uppskerustarfanna sögð
vera algeng.
Kornsláttur og
- þresking skilin að
Athugunin var gerð með sexraða
bygg (Arve). Hinn 10. september
2000 var bygg skorið á tveimur að-
skildum reitum er mislangt voru
komnir í þroska, hér nefndir A og
V. Byggið var þó allt enn græn-
þroska og ekki farið að spillast af
veðrum. Byggið var skorið en látið
óþreskt og var stubbhæð höfð um
20 cm. Handfylli komstanga var
knippuð saman og lögð til þurrks á
stubbana. Komknippin lágu á akr-
inum til 23. september. Þá voru tek-
in sýni úr þeim sem og sýni til sam-
anburðar úr nálægum öxum sem
staðið höfðu óskorin. Greint var
• i
, &
Síðustu þroskavikurnar getur byggið verið mjög viðkvæmt fyrir veðrum. Kemur
þá til greina að forþurrka byggkornið í múga á akrinum og gefa því um leið færi
til „fullþroskunar“.
36 - pR€VR 9/2001