Freyr - 01.07.2001, Page 10
þessi jurt henti síður á Suðurlandi
þar sem meiri hætta er á umhleyp-
ingum á veturna. Nú í seinni tíð
hefur fræ af vetrarrúg ekki verið fá-
anlegt og það er miður.
Hvernig finnst þér að þróun bú-
setunnar hafi verið á undanförnum
árum hér í kringum þig?
Eg held að það sem við nefndum
fyrr, átak kaupfélagsins til að
styrkja landbúnaðinn í héraðinu,
hafi valdið því að búsetuþróunin í
Skagafirði hafi verið mjög góð og
haldið sínum hlut. Að vísu hafa far-
ið góðar jarðir úr búskap, þar sem
fólk á þó heima áfram. Þar vill auð-
vitað búskaparaðstaðan ganga úr
sér þó að menn ætli sér það e.t.v.
ekki í upphafi.
Ég tel það líka styrkja byggðina
að félagslíf og menningarlíf hefur
verið hér gott, það hefur meiri áhrif
en í fljótu bragði verða greind. í því
sambandi skiptir gífurlega miklu
máli hvað vegasamgöngur um hér-
aðið hafa batnað og stytt ferðatím-
ann mikið.
Hvað ert þú búinn að búa lengi?
Það verða 40 ár á næsta ári og á
þessum tíma hef ég farið nokkrum
sinnum til útlanda í bændaferðir,
t.d. til Ítalíu og siglt þar um Garda-
vatnið, komið til Feneyja og víðar
og farið þá um fleiri lönd á þessum
slóðum. Ég er búinn að fara tvisvar
til Vesturheims, annað skiptið til
Winnipeg og Gimli og á Islend-
ingaslóðir þar og í Norður-Dakota
og svo aftur sl. haust, þá fórurn við
vestur til Klettafjalla á slóðir Step-
hans G. Stephanssonar.
Það er ágætt að fara þetta en ég er
sannfærður um það að við höfum
það hvergi betra en héma á gamla
skerinu okkar. í Ítalíuferðinni var
verið með kvöldvökur þar sem ým-
islegt var látið flakka og þar kastaði
ég fram þessari vísu:
Hugur marga minning geymir,
merlar á þá ferð er gjörð.
Undirvitund alltaf dreymir
aftur heim í Skagafjörð.
Þegar við svo komum heim frá
Winnipeg og Norður-Dakóta þá
ókum við norður Kjöl og komum í
Vatnsskarðið þar sem er minnis-
merki um Stephan G. Stephansson.
Við horfðum þar yfir Skagafjörðinn
og þessi vísa varð til:
Allt er hér í œðra veldi,
yndisleikinn stendur vörð.
A sólargylltu sumarkveldi
er sé ég yfir Skagafjörð.
M.E.
MoH
„Hvers vegna barn
deyr áttundu hverja
sekúndu?“
Þetta er yfirskrift á grein eftir
John Brandon, starfsmann við As-
ísku stofnunina í Bandaríkjunum,
í blaðinu Herald Tribune, þar sem
hann fjallar um barnadauða í
heiminum sem afleiðingu af
vatnsskorti.
Greinar þessa efnis á síðari ár-
um eru fleiri en tölu verður á kom-
ið en í áðurnefndri grein er á
glöggan hátt lýst núverandi
ástandi þessara mála, sem og horf-
um jarðarbúa á bærilegu lífi þar
sem aðgangur að hreinu vatni er
ein af frumforsendunum.
Meira en milljarður jarðarbúa
hefur ekki aðgang að hreinu
drykkjarvatni og um þrír milljarð-
ar búa við lífsskilyrði þar sem
óhreinindi og sjúkdómar setja
mest mark sitt á líf fólks og skólp-
veitur eru óþekktar.
í Asíu eru þessi vandamál hvað
mest en yfir 90% af öllu frárennsli
í álfunni berst út í umhverfið án
hreinsunar. I Kína eru m.a. 80%
af ám of mengaðar til þess að fisk-
ur lifi í þeim.
Landbúnaðurinn gegnir lykil-
hlutverki í þessu sambandi, en
landbúnaðurinn notar 70% af
ferskvatni sem nýtt er ájörðinni.
í Asíu þarf t.d. um 900 rúmmetra
af vatni til að rækta eitt tonn af
hrísgrjónunt. Þessi gífurlega
rnikla vatnsnotkun veldur því að
grunnvatnsstaða vatns lækkarum
einn til þrjá metra árlega í aðal
komræktarsvæðum Kína og Ind-
lands. Hvað Indland varðar þá
mun þetta, ásamt fólksfjölgun í
landinu, leiða til þess að aðgangur
að vatni á mann mun minnka um
50-75% næstu 25 árin.
í Kína hefur skorturinn leitt til
vatnsskömmtunar í um 100 borg-
um og jafnvel hefur verið rætt um
hvort Peking geti verið höfuðborg
áfram vegna viðvarandi vatns-
skorts sem ríkir þar.
John Brandon leggur ekki til,
sem fyrstu aðgerðir í þessum efn-
um, að ríkisstjórnir í viðkomandi
löndum leggi fram fjármagn í stór-
unt stíl til að leysa málin, né að
komið verði upp alþjóðlega hjálp-
arkerfi. Hann rnælir hins vegar
með því að almenningur í þessum
löndum verði upplýstur urn stöðu
mála og honum gerð ljós staða
mála sem aftur leiði til þess að
fólk á hverju svæði taki málin í
sínar hendur. Hann leggur jafn-
framt til að ríkisstjómir í löndum
Asíu leggi niður allar niður-
greiðslur á kostnaði við vatnsöflu-
n, þannig að neytendur fái rétta
mynd af því hvað vatnið kostar.
Rétt verð á vatni ásamt ábyrgð
almennings er best til þess fallið
að finna hagkvæmustu lausn rnála,
og gefa bestu forsendur fyrir hag-
kvæmustu nýtingu þessarar mikil-
vægustu náttúruauðlindar jarðar-
búa, ekki aðeins í Asíu.
(lnternationella Perspektiv
nr. 19/2001).
10 - FR6VR 9/2001