Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 13

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 13
6. tafla. Grasi sáð einu sér Grasi sáð með byggi Hey, hkg þe./ha 73,4 71,0 7. tafla. Norður Arve (6r) Þung jörð Olsok (6r) Súla (2r) Filippa (2r) Suður Gunilla (2r) Létt jörð mjög misjafnt eftir landshlutum og jarðvegi. Sexraðabygg reynist vel fyrir norðan en er handónýtt syðra svo að dæmi sé tekið. Eftir þessum tilraunum hefur verið gert eftirfar- andi yfirlit yfir samspil byggyrkja, staða og jarðvegs. Þung jörð er framræst mýri og létt jörð er sandur, sjá 7. töflu. Arve reynist best allra yrkja á þungri jörð fyrir norðan og Gunilla á sandi syðst á landinu. Hin yrkin raðast þar á milli eftir landshluta og jarðvegi, til dæmis á Olsok vel heima á léttri jörð á Norðurlandi og jafnvel Súla. Súla er aftur á móti best á þungri jörð á Vestur- og Suð- urlandi svo að dæmi sé tekið. Byggkynbætur I nyrstu kornræktarhéruðum grannlandanna er eingöngu ræktað sexraðabygg. Byggyrki af þeim slóðum hafa hérlendis reynst nokk- uð vel á Norður- og Austurlandi. Sunnanlands hafa þau aftur á nióti verið alveg vonlaus. Þar fylla þau kornið ekki til fulls og rnissa það þar að auki í hvassviðri á haustin. Til að finna veðurþolin yrki til notkunar á Suðurlandi hefur þurft að sækja tvíraðabygg suður á Skán. Mörg árin eru þau aftur á móti of sein til þroska og það hefur gert kornræktina ótryggari en vera þyrfti. Til að ráða bót á því var haf- ist handa við að búa til fljótþroska og strásterkt bygg með kynbótum. Tvö yrki af því tagi hafa nú verið reynd í nokkuð stórum stfl, það eru Rjúpa og Súla. Fyrrnefnda yrkið hefur þegar verið lagt til hliðar. Tvö önnur, Svala og Kría, eru væntan- leg á næstu árum. Hér verður að geta þess að í kyn- bótastarfinu hefur Rannsóknastofn- un landbúnaðarins notið aðstoðar frá sænska kynbótafyrirtækinu Svalöf Weibull án nokkurs endur- gjalds. Það hefur fjölgað kynbóta- komi okkar á ýmsum stigum og gert okkur fært að reyna það í til- raunum hér á landi. Fyrirtækið gegnir lykilhlutverki í því að korna nýjum yrkjum á markað. Öll íslensku yrkin eru fljótþroska enda var að því stefnt. Þau taka vöxtinn út snemma og byrja að safna í axið mun fyrr en erlend yrki. Fram eftir sumri gefa þau meiri uppskeru en öll erlend tví- raðayrki. En í bestu árum getur sumarið orðið svo langt að erlendu yrkin fari fram úr þeim íslensku á lokasprettinum. Þá hafa þau ís- lensku náð fullum þroska og eru hætt að safna sterkju. íslensku yrk- in eru sem sé kynbætt til notkunar í meðalsumri og þaðan af lakara. Hér birtast niðurstöður úr saman- burði tvíraðayrkja síðast liðinn ára- tug. Islensku yrkin eru borin saman við þau erlendu tvíraðayrki sem eru í notkun, sjá 8. töflu. Islensku yrkin hafa aftur á móti átt erfitt með að keppa við sexraða- byggið norska í góðærinu á Norð- urlandi nú undanfarið. En korn get- ur líka hrunið úr sexraðabyggi fyrir norðan þótt að það sé ekki jafn ár- visst og syðra. Hér eru tölur frá Vindheimum, sjá 9. töflu. Eftir fjögurra ára tilraunir í Vind- heimum standa íslensku yrkin jafn- fætis þeim sexraða norsku. Eins og fyrir sunnan eru þau íslensku til- tölulega best í köldu árunum og skila jafnri og öruggri uppskeru. Til þess voru þau líka gerð. 8. tafla. Yrki Korn, Hlut- Skriðdagur Fjöldi Nafn Nr. hkg þe./ha fall eftir Súlu tilrauna Kría y 165-2 32,2 123 3 10 Svala y 160-7 31,1 119 1 10 Súla xl23-l 29,5 113 0 33 Rjúpa x96-13 29,5 113 3 51 Sunnita 27,8 106 9 24 Gunilla 27,4 104 8 36 Filippa 26,2 100 7 46 9. tafla. Korn, hkg þe./ha Súla og/eða Svala Arve og Olsok Hlý ár 1999 og 2000 48,5 55,2 Köld ár 1997 og 1998 39,8 33,5 Meðaltal fjögurra ára 44,2 44,4 pR€VR 9/2001 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.